Ef við værum ekki gullmoli

Ótrúleg hugmynd en giska lífsseig að Icesave sé forsenda þess að ESB vilji okkur. Nú er óðum að koma í ljós að svo er ekki enda erum við ekkert annað en gullmoli fyrir hina auðlindaþyrstu, þröngu og gamallúnu Evrópu. Hún mun gleypa okkur ef hún getur, með eða án Icesave. En Icesavemálið hverfur ekki við það...
mbl.is ESB og Icesave aðskilin mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það trúverðugur Ráðherra sem fer eingöngu út með þessa spurningu?

Hvenær ætlar þessi auma Ríkisstjórn að stimpla sig inn í vinnuna og fá hrein svör við því hjá ESB hvar Ísland stendur gagnvart EVRÓPULÖGGJÖFINNI um innistæðutryggingakerfið. Samkvæmt Evu Joly og fleirum á hún ekki við um kerfishrun eins og varð hér.

Þetta er spurning sem Geir og  Solla hefðu átt að fá endanlegt svar við á fyrsta hrundegi. Og að sjálfsögðu þessi Ríkisstjórn þegar hún tók við.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Bjarni hefurðu ekki séð fréttina með gullfossmyndina á jólakorti breta. Þeir gætu eignast hann, ef við þorum ekki að standa á rétti okkar. Hvað sem það kostar í bili.

Þú og aðrir sem lyppast niður við hverja mótbáru og væla "Vér erum svo fátækir og smáir" vinna gegn hagsmunum Íslands!

Það er með ólíkindum að Davíð Oddson og Ólafur Ragnar Grímsson, hafi nú snúið bökum saman og berjist fyrir sjálfstæði Íslands, þrátt fyrir harða andstöðu aumra manna, sem kalla mætti úrhrök landsins og greiða sitt atkvæði eftir því sem vindurinn blæs.

Kolbeinn Pálsson, 9.1.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni, eflaust myndi Evrópa gleypa okkur ef hún gæti og smjattað ótæpilega á eftir.  Það eina jákvæða sem ég sé við Icesave er að þar með fjarlægist bitinn sá átvaglinu. 

Kolbrún Hilmars, 9.1.2010 kl. 23:34

4 identicon

Icesafe er ekki forsenda þess að ESB vilji okkur. Þeir vilja okkur big time. Bretar og Hollendingar eru hinsvegar búnir að uppgötva að Össur og Jóhanna vilja í ESB sama hvað það kostar. Því er það notað sem svarti pétur í samningaviðræðunum. Jíiisús hvað ég held þeir yrðu hissa ef einhver segði þeim að Íslendingar hafa almennt engan áhuga á inngöngu. Kannski þeir færu þá að semja eins og almennilegt fólk. Vonandi fara skötuhjúin ekkert út næstu mánuðina. Það gefur okkur tíma til að landa sanngjörnum samning.

Dagga (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 00:04

5 identicon

Sæll Bjarni

Þú ert greinilega í góðum félagsskap og Heimssýnin blasir við. Aldrei að vita nema Ólafur komi til ykkar, hópnum til skrauts!

Kv. I.

Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 01:20

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Bjarni:

Sér er nú hver gullmolinn, þjóð með skuldir upp á 2-3 falda þjóðarframleiðsluna, að gjaldþroti komin.

Það eina sem við eigum er fiskurinn og nokkur álver.

Síðan tala menn um Norðheimskautið og Norðurhöf!

Við erum að vísu hér norður í ballarhafi, en ég veit ekki til þess að við eigum tilkall til auðlinda á Norðurheimskautinu eða við Svalbarða? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.1.2010 kl. 09:51

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við erum hvorki stórastir né smáastir, gullmoli né ruslflokkur. Ekki merkilegri eða ómerkilegri en önnur lönd. Við eigum að tengjast hinni evrópsku vitund með áherslu á mannréttindi og fjölbreytileika í litrófi þjóðanna. Í sambandi lýðræðisríkja í Evrópu eigum við að útvíkka völd okkar með því að sitja við borðið en ekki standa í dyragættinni. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.1.2010 kl. 11:50

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Bjarni ef þú hefðir gefið þér tíma til að fara inn á Wikeleaks.com gætir þú fundið leyniskjöl sem tengja Icesave og umsókn Íslands að ESB.

 En þú ert búinn að dvelja á æðra plani meðal annars við ljóðalestur og endilega ekki hætta því. Það eru fáir sem standa þérá sporði í þekkingu á draugum og öðrum þjóðlegum fróðleik. 

Sigurður Þórðarson, 10.1.2010 kl. 15:16

9 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér Bjarni.

Þeir sem sjá þetta ekki verður ekki viðbjargandi. Þeir sem hafa mælt gegn þessu hafa sagt okkur hafa útlendingaótta eða hatur (konan mín er ekki Íslensk og nokkrir bestu vinir mínir erlendir)

NÚNA KEMUR HINSVEGAR FRAM ÞINGMAÐUR EVRÓPUÞINGSINS (Alain Lipietz) OG SEGIR ORÐRÉTT.

"Bretar eru að reyna að breyta Íslandi í nýlendu sem verði neydd til þess að borga"

Halló Íslendingar sem ekki hafa vaknað ennþá !

Már (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:53

10 identicon

Það er merkilegt að menn eins og Gunnlaugur B. sem dásamar ESB hér á blogginu telji þetta vera gósenland og framtíðinn.

Þarna eru kúgarar okkar í Icesave sem reyna að ná yfirráðum yfir fólkinu og auðlindunum.

Hversu miklir kjánar heldur þú að Íslendingar séu að viilja fara í þetta samband eftir þessa niðurlægingu og valdníðslu ?!

Talið við fólk í litlum löndum Evrópu. Þau vilja flest komast úr þessu ESB batteríi.

Þangað förum við Íslendingar aldrei.

Már (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:58

11 identicon

Mikið sem ég er sammála þér Bjarni. Takk fyrir góð skrif!

Jón Þórðarson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 18:12

12 Smámynd:

En viljum við ESB? Neeee held ekki

, 12.1.2010 kl. 20:44

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

...ein í kulda og trekki? Neei held ekki

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2010 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband