Skrýtin kirkja og kærleikur mannanna

Kirkjan er skrýtin stofnun - svo skrýtin að ég er því oft feginn að vera ekki í þeim klúbbi. Þau rök allmargra kirkjunnar manna að hjónaband tveggja karla gangi gegn siðaboðskap kirkjunnar stenst afar illa skoðun.

Það er rétt að Gamla Testamentið talar gegn samlífi karla og leggur það að líku við samlífi við dýr. En það er líka ótalmargt annað í Gamla Testamentinu sem við höfum fyrir löngu sagt skilið við og siðaboðskapur þeirrar bókar er víða í meira lagi vafasamur út frá nútíma vestrænum hugmyndum.

Ef kirkjunnar menn tryðu því í raun og veru að kærleikurinn væri ofar öllu ætti ekki að vera neitt að því að leyfa tveimur mönnum að innsigla kærleik sinn þó að líffræðileg fjölbreytni sé ekki hin sama í þeim hjónaböndum og var hér almennast áður og fyrr...


mbl.is Viðbrögð kirkjunnar komu ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anepo

Því miður virðast þeir einu sem mega sænga hjá öðrum af sama kyni vera prestar og þá virðist skylda að hafa MIKINN aldursmun á milli

Anepo, 30.4.2010 kl. 19:28

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Sæll Herra Bjarni.
Er mjög sammála yðar ummælum hér að ofan.
Þar sem þér vitnið í Bókina,þá má einnig benda á Síðari Samúelsbók,1:25 - 26 ,en þar er haft eftir Davíð Konungi .

Og takið eftir síðustu línunum,og hér er tengill á bókina 

http://biblian.is/default.asp?action=pick&book=9&chap=1

" 25Hetjurnar eru fallnar
mitt í orrustunni,
Jónatan veginn á hæðunum.
26Ég harma þig,
Jónatan, bróðir minn.
Þú varst mér mjög kær,
ást þín var mér undursamlegri
en ástir kvenna."

Halldór Sigurðsson, 30.4.2010 kl. 19:34

3 identicon

Betur má ef duga skal. Þú verður að sparka af meira afli í Þjóðkirkjuna, Bjarni Harðarson, ef þú vilt ná máli í þeim flokksræfli sem þú nú finnur þig í. Þar er tíska að andskotast út í Þjóðkirkjuna og skiptir þá engu þó hún - líkt og um þessar mundir - dragi að landi aumingjalegt velferðarkerfið upp á dag hvern. Velferðarkerfið sem Vinstri grænir láta liggja eins og hvert annað hræ í keldu af því að það var svo vond ríkisstjórn hérna áður. En það er jú þannig sem flokkurinn sá réttlætir eigið getuleysi og svik í dag: það var svo vond ríkistjórn hérna áður.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 22:02

4 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Les ég það rétt úr fyrstu setningunni, að Faríse slái sér þar á brjóst? Fyrst Alþingi er svo mjög í mun, að leggja hjónaband og samband samkynhneigðra að jöfnu, hví löggildir það þá ekki „hjónaband" samkynhneigðra að undangenginni borgaralegri vígslu en lætur þjóðkirkjuna og önnur trúfélög, um að fylgja sinni trúarsannfæringu?

Pjetur Hafstein Lárusson, 1.5.2010 kl. 00:17

5 Smámynd: Þorgerður María Halldórsdóttir

Pjetur, ef þú skoðar orðið "Þjóðkirkja" þá kemur "þjóð" á undan "kirkja" sem er skýrasti vitnisburður um að hún hlýtur að lúta lögum þjóðarinnar á undan lögum kirkjunnar.  Hvað söfnuði sem standa utan þjóðkirkju varðar, þá get ég vel liðið að þeir hafi meiri sjálfsákvörðunarrétt í BÁÐAR áttir, og sá rétur verði tryggður án þess að alþingi bíði alltaf eftir kirkjuþingi og öfugt.

Þorgerður María Halldórsdóttir, 1.5.2010 kl. 16:09

6 identicon

Tel Geir Waage sé á réttri leið það hjálpar fólki að aðgreina hjónavígslu frá t.d. umsókn um ökuleyfi. Skilja hina trúarlegu nálgun, sem Bjarna skortir þó auðsælega ekki.

 Það er orðið ,,gifting" sem um er þrætt. Öll réttindi að lögum eru löngu fyrir veitt.

 Ágústínus kirkjufaðir sagði: Novum testamentum in vetere latet, et vetus testamentum in novo pavet.

Nýja testamentið er fólgið í hinu gamla, og gamla testamentið er opið í hinu nýja.

 Söguskilningur eða andlegur skilningur Biblíunnar lifir góðu lífi. Auðvitað reynir á andlegan innri skilning bókarinnar. ,,Sensus spiritualis". Sem kemur fram í veruleika og tilvist kristinna manna. Um það mun kenningarnefnd kirkjunar ræða. Hvaða menn hafa hagsmuni af því að vaða reyk og æsa fólk.

arnór snæbj. (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband