Magma og klofningur Sjálfstæðisflokksins

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins talar um klofning ríkisstjórnarinnar í þessu ólukkans máli sem er beint framhald af gömlu REI-spillingunni.

Kannski er það rétt og það eru þá einhverjir væntanlega í Samfylkingunni sem eru ánægðir með þessa útsölu orkuauðlinda. Þeir hafa samt ekki gefið sig mikið fram. Aðallega er hér á ferðinni að útlensku skúffufyrirtæki hefur verið gefinn kostur á að nota sér veika stöðu Íslands.

Hitt er athyglisverðara að bera saman annars vegar málflutning Davíðs Oddssonar ritstjóra Moggans annarsvegar og svo hinsvegar þingmannanna Ragnheiðar Elínar og Birgis sem eru óskaplega ánægð með Magma.

Davíð á sér helst málsvara í Ögmundi, Lilju og öðrum ríkisstjórnarliðum í þessu máli.

Hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum?


mbl.is Vill banna fjárfestingar erlendra aðila í orkufyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Góð spurning, Bjarni !

Eiður Svanberg Guðnason, 18.5.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þú bendir réttilega á "Aðallega er hér á ferðinni að útlensku skúffufyrirtæki hefur verið gefinn kostur á að nota sér veika stöðu Íslands." Ritstjóri Smugunnar kallar þetta lið "hrægama - RÁNfugl" sem fær með aðstoð AGS & núverandi aumu ríkisstjórn að LÆSA klóm sínum í ARÐbært orkufyrirtæki..!  Ótrúlegt að upplifa þetta, hvers konar banannalýðveldi er rekið hér?

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 18.5.2010 kl. 20:29

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ragnheiður Elín er þingmaður fyrir umdæmi þar sem atvinnuleysi er meira en gengur og gerist í landinu. Rétt eins og formaður VG-félagsins tók því fagnandi að leigja land undir hernaðartengda starfsemi, þá er Ragnheiður tilbúin til að vaða eld til að auka innstreymi fjár á svæðið og í framhaldi af því sjá aukna atvinnu. Þetta er þó ekki sjálfgefið að muni rætast.

Hitt er svo prinsippatriði að auðlindum Íslands verði ekki stýrt af útlendingum. Það er grundvallaratriði í gamaldags, hlægilegri ættjarðarást sem við ritstjóri Morgunblaðsins aðhyllumst. Menn á okkar aldri þola háð og spé og láta sér í léttu rúmi liggja þó skoðanirnar séu rangar og hlálegar í senn!

Já, og áfram KR!!

Flosi Kristjánsson, 18.5.2010 kl. 20:46

4 identicon

Félagi Bjarni !

 " Hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum" ?

 Svarið er ofur einfalt.

 Í helgri bók stendur.: " Í húsi föður míns eru mörg híbýli" o.s.frv. !

 Með öðrum orðum. Í Sjálfstæðisflokknum má fólk hafa ólíkar skoðanir á mönnum - og málefnum !

 Hinsvegar er brennandi spurning þessi.: Hvað var forysta vinstri-RAUÐRA að hugsa í nær heilt ár varðandi Magna Energy ?

 Flaut forystan sofandi að feigðarósi ??

 "Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní" !!

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Sero venientibus ossa" - þ.e. "Því miður - of seint" !!

°Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 20:50

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

svar mitt er að auðlindir okkar eru ekki til sölu,en leigu það er að mínu alti a i lagi ef ekki lengur en til 40 ára eða svo ,annað einnig að við eigum þá  forkaupsrétt í um 20 ár og svo framv. þegar okkur vantar lánsfé og það fæst ekki er þetta lausn sem við getum búið við,svo þetta með framkvæmdir þær eiga að vera og verða,en þar er ljóður á hjá V.G. þeir vilja þær bara ekki/en þetta með Davíð er flott/Kveðja!!!!

Haraldur Haraldsson, 18.5.2010 kl. 20:59

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú hittir naglann á höfuðið Bjarni þegar þú segir  " það eru þá einhverjir væntanlega í Samfylkingunni sem eru ánægðir með þessa útsölu orkuauðlinda."

Þetta er mergur málsins, það má ekki gera neitt sem tryggir rétt þjóðarinnar á orkuauðlindunum, það er í andstöðu við samþykktir ESB og Samfylkingin gerir ekkert sem gæti hugsanlega styggt menn á þeim bæ. Hinir nýju flokksfélagar þínir láta þetta yfir sig ganga eins og allt annað í þessu svikallaða ríkisstjórnaesamstarfi.

Gunnar Heiðarsson, 18.5.2010 kl. 21:05

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

 Hinsvegar er brennandi spurning þessi.: Hvað var forysta vinstri-RAUÐRA að hugsa í nær heilt ár varðandi Magna Energy ? Það er nefilega  það!!!!!!

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.5.2010 kl. 21:20

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðlindir Íslands og yfirráð þeirra snerta alla Íslendinga og það er nauðsynlegt að íhuga þau mál öll án þess að flækja sig um of í flokkadráttum. Mér hugnast engan veginn að selja auðlindirnar útlendingum. Auðlindirnar eru okkar bakhjarl. Það er engin furða þótt menn hvarfli augum til stjórnarflokkanna því þeir eru ábyrgir fyrir þessari vafasömu framvindu - ekki stjórnarandstaðan.

Baldur Hermannsson, 18.5.2010 kl. 21:27

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þegar búið er að einkavæða - þá er ekki hægt að koma í veg fyrir að erlendir aðilar fjárfesti á íslandi.

Þannig að ef menn vilja að þetta sé í eigu íslendinga - þá eru menn að segja að þetta eigi allt að vera í ríkiseign.  það er í sjálfu sér alveg sjónarmið útaf fyrir sig.  Kannski væri það skynsamlegast.

Það er nóg að líta til EES samningsins.

Nú, í EES er sjávarútvegur tekinn út fyrir sviga - hins vega er ekki algjört bann við fjárfestingu útlendinga þar.  Það eru hamlanir og svona þröskuldar.  Ekki algjört bann.

Það sem hægt er að gera og etv skynsamlegt eru takmörk á  fjölda leiguréttarára og ákvæði um forkaupsrétt o.þ.h.  Það er ýmislegt hægt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2010 kl. 21:52

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  ef menn rúa þessu ekkimeð sjávarutveginn - þá geta menn nú bara lesið hvað Mitthiesen segur árið 2000:

"Eins og áður sagði getur erlendur aðili átt allt að 25% í félagi sem er 100% eigandi að félagi sem rekur útgerð og/eða frumvinnslu á fiski og allt að 33% ef eignarhluti er lítill þ.e. minni en 5% og allt að 49,9% á 3. stigi. Þetta er ekki lágt hlutfall og ætti að nægja fjárfestum sem vilja vera þátttakendur í arðsömum og traustum fyrirtækjum með það að markmiði að tryggja sér góða ávöxtun."
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/171

Það skrýtna er og etv. það óvænta - að fyrir EES samninginn máttu erlendir líka eiga í útgerðarfyrirtækjum.  (en ekki fiskvinnslufyrirtækjum, skilst mér)

Hvað er málið ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2010 kl. 22:14

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. of mikið af stafa rugli svo réttlætanlegt er að bæta við 3. innlegggi þessvegna:

Rétta er: "ef menn trúa þessu ekki með sjávarútveginn - þá geta menn nú bara lesið hvað Mathiesen segir árið 2000:

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2010 kl. 22:18

12 identicon

Þettað Magma -hneyksli gerðist á vakt Steingríms J ,og hvílíkur klaufaskapur af þessari ríkisstjórn að hafa ekki komið í veg fyrir þetta að missa auðlind okkar til skúffufyrirtækis í Svíþjóð.Ríkisstjórnin hafð tæpt ár til að koma í veg fyrir þetta.

Númi (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 22:52

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Halló !  Fólk verður nú bara að fara að vakna !  Kynna sér EES samninginn og reyndar önnur ísl.lög þessu viðvíkjandi.

Í umræddu tilfelli er allt sem leyfir umrædda aðgerð.  Það er nóg að vera skráður lögaðili í EES ríki samkv. lögum viðkomandi lands, í þessu tilfelli svíþjóðar.  Ef einhver slíkur lögaðili vill kaupa og einhver finnst á íslandi til að selja - þá er ekki hægt að banna það ! 

Jú jú, eflaust má og er hætgt að setja reglugerðir eða ramma um einhver atriði þarna eins og SJS hefur sagt (ef ég hef skilið hann rétt)  En það er ekki hægt að koma í fyrir þessa athöfn .  Allt samkv. lögum og samningum er ísland er aðili að.

Það var nú sérstök nefnd sem fór í gegnum þetta á sínum tíma:

http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Magma_Energy_Sweden_AB_-_alit_meirihluta.pdf

Auk þess voru íslendingar nú að gera einhvern fríverslunarsamning við Kanada eigi alls fyrir löngu.  Alfarið frelsi til fjárfestinga var þó ekki inní því, held eg, - en stefnt að því framtíðinni, minnir mig.

Og hvað vilja sumir ?  Jú, fríverslun við Kína !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2010 kl. 23:29

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og jú jæu, minnihluti komst að þeirri niðurstöðu að þetta gæti verið á gráu svæði - og vildu jafnvel fara með málið fyrir dóm.

Þið getið borið álitin saman:

http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Magma_Energy_Sweden_AB_-_alit_minnihluta.pdf

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2010 kl. 23:38

15 Smámynd: Bjarni Harðarson

Það er rétt að endapunktur þessarar raunasögu verður á vakt vinstri manna. Tvennu er þó ósvarað þegar ásakanir í garð núverandi ríkisstjórnar ganga sem hæst: Var til einhver lagaleg leið til að stöðva þetta, m.a. vegna EES og í öðru lagi hefði VG náð samstöðu um slíkt inni í ríkisstjórn með íhaldinu. Kannski en ég er samt ekki sannfærður. Þakka góða og málefnalega umræðu.

Bjarni Harðarson, 19.5.2010 kl. 01:25

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

var það ekki stefna Samfylkingarinnar rétt fyrir hrun að leigja út virkjanir Landsvirkjunar?

Fannar frá Rifi, 19.5.2010 kl. 10:43

17 identicon

Vinstra íhaldið í Árborg lagði nú sitt af mörkum til þess að þessi hringavitleysa mætti komast af stað og verða enn öflugri. Kannast einhver við það?

Eða er það gleymt að VG og Samfylking í Árborg (má ég minna þig á það Bjarni að þú ert í framboði fyrir fyrrnefnda flokkinn) - seldu úr almannaeigu hlut sinn í HS til Geysis Green? Það var þá velferðar- og vinstri mennskan!

 Og hvað þetta mál varðar akkúrat núna þá er allt tal um andstöðu VG við þetta ferli líkt og vondur brandari. Þetta er bara enn einn vitnisburðurinn um það að Vinstri grænum er ekki treystandi fyrir horn. Hvað þá í gegnum heilar kosningar.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 13:16

18 Smámynd: Þórarinn Lárusson

Alltaf gott, gaman og gagnlegt að lesa pistla þína og skrif öll, Bjarni sæll. Þessi Magma pistill sver sig inn í þann flokk. 

- Þetta er pistill um varðveislu á einu höfuðfjöreggi þjóðarinnar í þeirri dýrmætu körfu, sem geymir náttúruauðlindir hennar. 

- Þetta eru eimitt þeir tímar, sem þjóðin þarf á öllu sínu þreki að halda, svo að slík gersemi lendi ekki í einhverri ,,skúffu'' í útlandinu...  

- Það er sárasorglegt til þess að vita að ráðamenn þjóðrinnar á hverjum tíma klikki á svona grundvallaratriði (,,Hvað ætli Besti flokkurinn segi um þvílíkt og annað eins...!?'').

Þú veist að ég les þig áfram, þótt mikið þurfi til, af ýmsum ástæðum, að viðbrögðin séu önnur en samkvæmt þeirri kenningu, sem Helgi Péturs var einna frægastur fyrir... 

Þórarinn Lárusson, 19.5.2010 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband