Veljum af varkárni

Kosningarnar á laugardaginn skipta máli fyrir hag okkar allra. Sveitarfélagið Árborg er skuldugt sveitarfélag og frá hruni hefur reksturinn verið með tapi. Um þetta er enginn ágreiningur og þessi staða er uppi í öllum sambærilegum sveitarfélögum í landinu.

Hér í Árborg hafa aftur á móti unnist mikilsverðir varnarsigrar í baráttunni og Árborg er ekki í hópi þeirra mörgu sveitarfélaga sem komin eru í gjörgæslu yfirvalda vegna skuldaóreiðu. Þar skiptir miklu að sveitarfélagið Árborg hefur ekki selt frá sér dýrmætar eignir eða leitað annarra skyndilausna á vanda sínum.

En vitaskuld voru gerð mistök í rekstri Árborgar á liðnu kjörtímabili og nægir þar að benda á óþarflega dýra skólabyggingu á Stokkseyri og lítilsháttar tap í peningamarkaðssjóðum. Gjöld eru hér líka í hærra lagi og ef svigrúm gefst þarf að lækka þau. Við þurfum að geta rætt þessi mál öll feimnislaust og læra af þeim. En það voru líka teknar afdrifaríkar og mikilvægar ákvarðanir sem björguðu því að hér var ekki og er ekki óviðráðanleg skuldastaða. Það að slá út af borðinu stórkarlalegar hugmyndir Sjálfstæðismanna um dýrt fjölnota íþróttahús og nýja Sundhallarbyggingu á Selfossi er gott dæmi þar um. Í stað sundhallarbyggingar var farið í endurbætur á núverandi húsnæði og byggingu útiklefa þannig að við getum nú með stolti bent á sundlaugina okkar sem eftirsóknarverða ferðamannavin.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn gefið undir fótinn með nýja sundhöll og vill líka setja stórfé í Menningarsalinn í Hótelinu þó enginn viti fyrir víst hvort hann gagnist félagslífi hér á svæðinu. Hvoru tveggja er langt utan þess sem skynsamlegt getur talist.

Á kjörtímabilinu bíða okkar fjölmörg verkefni. Við þurfum að ganga í þau verkefni af heiðarleika og einurð. Til erum við og við treystum á ykkar atfylgi.

(Þórdís Eygló Sigurðardóttir og Bjarni Harðarson skrifa, birt í Dagskránni 27. maí 2010)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Já Bjarni  !

    Þú og þínir menn , gerðuð stóran feil þarna fyrir austan - hvernig  ?

    Jú  -  þið áttuð að stofna Langbesta flokkinn - það hefði verið sterkur leikur sem runninn er úr greipum . 

Hörður B Hjartarson, 28.5.2010 kl. 16:21

2 identicon

Er sundlaugin á Selfossi "ferðamannavin"? Hvernig þið finnið það út veit ég ekki - hún er útslitin og óvistleg, farið á Þorlákshöfn, Hellu eða  Hvolsvöll þar eru vistlegar og myndalegar sundlaugar sem höfða til ferðamanna jafnt sem heimafólks. Myndarlega staðið að hlutunum þar.

Ný sundlaug á Selfossi er réttindamál sem löngu hefði átt að vera búið að framkvæma ef eðlilega hefði verið staðið að málum.

 Gusta

gusta (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:59

3 identicon

Já Bjarni það þarf virkilega að vanda valið og velja rétt því það hefur verið hvert klúðrið á fætur öðru sem þessi meirihluti lendir í VG hefur verið í fararbroddi í öllum skattahækunum bæði hér í Árborg og á landsvísu og sér í lagi í Árborg þar sem álögur hafa aukist gífurlega og veruleg hætta á áframhaldandi óstjórn í sveitarfélaginu ef maður vandar ekki valið. Eða vill fólk Þórdísi Eygló Sigurðardóttir sem næsta forseta bæjarstjórnar ?? eftir þá reynslu sem komin er á stjórnun VG hér í Árborg og á landsvísu

Kjósandi í Árborg (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 17:42

4 identicon

Hvað kallar þú "lítilsháttar tap í peningamarkaðssjóðum"? Hver var upphæðin sem tapaðist og hver réði því að peningarnir fóru í svona sjóði?

Og annað. Nýju útiklefarnir eru kannski flottir en inni aðstaðan í Sundhöll Selfoss er til skammar.

Binna (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 23:47

5 identicon

Ég verð nú bara að segja að ég kom í sundlaugina á Selfossi síðasta sumar og mér fannst hún virkilega aðlaðandi og kósí.

í sama ferðalagi fór ég í sundlaugina á Álftanesi og jú hún var helvíti flott að sjá en þar var næðingur og kuldalegt.

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband