Til hamingju Árborgarar

Til hamingju Árborgarar með nýjan meirihluta. Niðurstaða kosninganna er komin fram og hún er alltaf rétt svo fremi að það sé rétt talið sem ég efa ekki með okkar góða kjörstjórnarfólki. Og auðvitað óska ég Sjálfstæðismönnum sérstaklega til hamingju og þakka um leið öllum þátttökuna í hörðum slag.

Auðvitað hefðum við vinstri menn í Árborg viljað sjá aðra niðurstöðu, bæði hér og víðar á landinu. Hér í Árborg hélt VG þó sinni stöðu og gott betur þannig að það má tala um varnarsigur. Það er greinilegt að á landsvísu stendur Vinstri hreyfingin grænt framboð frammi fyrir mjög erfiðri stöðu. Ríkisstjórnin öll fær skell en sá skellur er samt í heildina stærri hjá VG. Þar ræður reyndar mestu slakt gengi í Reykjavík þar sem óeining ríkti um listann meðal liðsmanna flokksins. 

Okkar sem nú stöndum að minnihlutanum í Árborg bíður mikilvægt verkefni. Það mun ekki af veita að óska meirihluta Sjálfstæðisflokksins velfarnaðar í störfum sínum. Um leið er ljóst að við þurfum að veita sama meirihluta öflugt aðhald, verja eins og hægt er velferðarkerfi bæjarfélagsins og vera á varðbergi gagnvart því að sérhagsmunir ráði ekki för í ákvarðanatöku. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki stóðuð þið vörð um velferðarkerfið á meðan þið voruð í meirihluta og sér hagsmunirnir voru í hávegum hafðir og pólitískar ráðningar voru stundaðar af kappi. Vonandi verður minnihlutinn hafður með í ráðum varðandi mál sveitarfélagsins en verði ekki eins og hjá fyrrverandi meirihluta þar sem minnihlutinn fékk ekki að koma að neinum málum vegna einræðistilburða meirihlutaflokkana VG Framsóknar og Samfylkingar

kjósandi (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 11:23

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni vissi að þú er drengur góður!!! og viðkennir sigur Sjálfstæðismanna og vona að þeir útandi við stóru orðin um að með sparnað og raðdeild,og einnig ap nota alla bæjarfulltrúana til þessa,með kveðju Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.5.2010 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband