Lausmælgi ráðherra

Gylfi Magnússon hefur fyrr verið lausmáll á viðkvæmum tímum. Í bankahruninu þegar jafnvel verstu sótraftar sátu á strák sínum kom þessi sami maður, þá dósent, með yfirlýsingar um að Kaupþing væri reyndar gjaldþrota, löngu áður en bretar tóku þann banka niður. Alveg burtséð frá raunverulegri stöðu Kaupþings þá voru þetta ummæli sem gögnuðust engum nema dósentinum til að komast í fjölmiðla þann daginn.

Nú kemur Gylfi dag eftir dag og talar niður bankana útaf myntkörfudómi Hæstaréttar. Þessar yfirlýsingar eru mjög nærri því að skapa áhlaup á bankana. Hlutverk ráðamanna nú er að spara stóru orðin og leyfa dómstólum að vinna sitt verk.

Auðvitað úrskurðar Hæstiréttur næst hvort myntkörfulánin eigi að bera vísitölutryggingu. Það getur enginn annar gert það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hárrétt Bjarni, en það þarf vit til að greina á milli hvenær á að þegja og hvenær má tala.

Kjartan Sigurgeirsson, 25.6.2010 kl. 10:55

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

heyr, heyr!

Gestur Guðjónsson, 25.6.2010 kl. 11:51

3 identicon

Tímabært að einhver sem hefur fylgst með Gylfa setji ofan í við hann.

Í fyrstu viðtölum eftir myntkörfudómin þá sagði Gylfi "dómin auka hagsæld efnahagslífsins" síðan snérist hann um 180°að kvöldi sama dags og sagði "bankana ekki geta staðið dómin af sér" þrátt fyrir að Arionbanki og Íslandsbanki segðust geta það.

Það þarf að henda reiður á þversagnirnar, sem vella upp úr manninum í málgleði hans.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband