Er Svavar Gestsson ESB-sinni?

Nýleg grein Svavars Gestssonar fv. alþingismanns í Fréttablaðinu um ESB málið vekur stærri spurningu en hún svarar. Hér er réttilega bent á að innan Sjálfstæðisflokks eru til þeir menn sem eru hálfvolgir með ESB-aðild en samt til í að mótmæla núverandi  umsókn því hún er lögð fram af öðrum flokkum. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur á köflum talað þannig þó að síðasta ályktun Landsfundar geri henni nú ókleyft að halda því áfram.

En Svavari verður tíðrætt um þá sem eru á móti aðild en telja samt rétt að koma málinu frá með aðildarviðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfarið. Þetta hefur verið gert tvisvar í Noregi og enginn hefur svarað því hversu oft þarf að gera þetta á Íslandi. Málið er ennþá ekki úr sögunni í Noregi og baráttan bæði fyrir og gegn ESB-aðild síkvik þar ytra.

En látum það vera. Það er rétt að Steingrímur J. og margir aðrir ESB-andstæðingar í VG hafa þessa sýn, að þeir geti losað okkur endanlga við þennan draug og þetta er skoðun sem er alveg góð og gild í umræðunni þó að hún sé umdeild í VG.

Það sem vekur undrun mína er að Svavar talar um þennan hóp okkar VG-ara í þriðju persónu, sbr:

Rök þessa fólks í VG hafa verið þau að það verði að afgreiða þetta mál ella hangi það yfir höfði landsmanna eins og óleyst gáta sem truflar alla eðlilega pólitíska einbeitingu. Þess vegna sé skynsamlegt að láta á málið reyna efnislega. Og svo er sagt að þjóðin ráði því sem mestu skiptir: Lokaafgreiðslu málsins. Með lýðræði. Raunar telja þessir andstæðingar ESB aðildar jafnvel að aðildin verði felld og að þetta sé greiðasta leiðin til að útkljá málið svo þeim líki. (Sjá greinina í heild hér.)

Það er hægt að finna dæmi þess að fólk sem kemst til nokkurra metorða tali um sig í fleirtölumynd fyrstu persónu, við og vér. 19. aldar almúgafólk hér á Íslandi talaði stundum um sig í þriðju persónu eintölu; 'henni finnst þetta nú ekki gott' í merkingunni 'mér finnst þetta ekki gott.' En að einhver tali um sig í þriðju persónu fleirtölu eins og Svavar virðist hér gera er alveg nýtt.

Nema þá að Svavar Gestsson sé orðinn ESB-sinni og þá er nú bleik brugðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

maður verður nú að segja að þetta kemur manni ekki á óvart,alls ekki þessu austantjaldskommi er er bara svona tækifærissinaður eins og margir þerra hafa verið,en eru þið ekki flokkbræður Bjarni !!!!,láttan hafa það beint í æð og vel það!!! kveðja/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.7.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Svavar er ESB-sinni, um það þarf ekki að deila. Hins vegar er hann pólitískur refur, sem dettur ekki í hug að gefa upp hreina afstöðu, fyrr en hann er neyddur til þess. Þessi ritgerð hans er sérkennileg, en þó ekki í ljósi skilnings á sviksamlegu eðli hans. Með gerð Icesave-samningsins brennimerkti hann sig og út úr þessari stöðu getur hann ekki kjaftað sig, en það virðist hann ekki skilja.

 

Svavar er að reyna að deila og drottna. Hann er að reyna að skapa klofning í hópi þeirra sem eru andvígir innlimunar-umsókninni. Hann er einnig að bergmála það sem Ögmundur Jónasson hefur sungið um mánuðum saman, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki heill gegn innlimun í ESB og undirgefni við Icesave-kröfunum. Samþykktir síðasta landsfundar sönnuðu það sem ég og fleirri höfðu sagt um þjóðholla afstöðu Sjálfstæðismanna. Málflutningur Svavars á ekkert skilið nema fyrirlitningu Fullveldissinna, hvar í flokki sem þeir standa.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.7.2010 kl. 11:58

3 identicon

Félagi Bjarni !

 "... innan Sjálfstæðisflokksins til menn sem eru hálfvolgir með ESB - aðild".

 Félagi. Mundu:

 Mark.12.23 " Í húsi föður míns eru margar vistarverur" - o.s.frv. !

 Kjarni málsins hinsvegar beinhvöss samþykkt Landsfundar, þ.e. til helv.. með ESB. !

 Veldur hinsvegar " magaverkjum" að fá ekki einnig einarða samþykkt frá vinstri-RAUÐUM.

 Hvað dvelur" orminn langa" ( Steingrím) ??

 Jú, "þetta fólk" kokgleypir öllum hugsjónum fyrir 4 fallvalta ráðherrastóla. Ömurlegt !

 Gleymdu svo ekki, að Svavar fékk sína skólagöngu hjá félaga Walter Ulbrickt í " Alþýðulýðveldinu Austur Þýzkalandi.

 Menn sem að hluta hafa jafnvel kyngt "hreinsunum Stalins" láta sér fátt fyrir brjóst BRENNA. Komdu þér því sem fyrst út úr kofa vinstri RAUÐRA - áður en þú BRENNUR lífshættulega, eða sem Rómverjar sögðu.: "" Empta dolore docet experientia" - þ.e. " BRENNT barn forðast eldinn" !!

 P.S.

 "VÉR" mótmælum allir" !

°Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 17:07

4 identicon

Stundum þykir óþægilegt að 1 plús 1 séu jafnt og 2.

En það verður ekki undan því sloppið að útkoman er tveir og ekkert annað.

 Til hamingju með að hafa reiknað rétt í þetta skiptið Bjarni.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 18:11

5 identicon

Sæll Bjarni

Miðað við athugasemdirnar hér fyrir ofan ert þú ekki í mjög góðum félagsskap þessa dagana.

Eitthvað það vitlegasta sem gert hefur verið í seinni tíð er að sækja um aðild að ESB- inu. Vitanlega vilja varðhundar og hlaupatíkur kvótaaðalsins til sjávar og sveita ekki að Ísland verði eitt af löndum Evrópusambandsins og svo eru auðvitað þeir sem eru á móti vegna ótta við að þjóðin glati sjálfstæði ef gengið verður í ESB. Það er sjónarmið sem hægt er að virða, en hitt er ekkert annað en ómerkileg hagsmunagæsla af gamla skólanum, sú hin sama sem leiddi þjóðina fram af brúninni.

Reynum að krafla okkur aftur upp og ef til vill er innganga í ESB grunnur til að byggja á til framtíðar.

Bestu kveðjur úr sveitinni til mannsins sem ég lít á sem einn heiðarlegasta blaðamann sem ég hef kynnst.

Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 21:27

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Þar væri ég Svavari ósammála, ef satt er, nem síður sé? Ekki svo að segja að hann sé verri maður fyrir það. Mér hefur alltaf líkað vel við Svavar.

En það er alveg ljóst að félagshyggjufólk er tvístígandi í þessu máli eins og aðrir. En ég er allavega ennþá, eftir sem áður, fylgjandi því að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki milli tveggja efnahagsbandalaga og noti sér þá sérstöðu.

Við erum og verðum alltaf þarna mitt á milli.

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.7.2010 kl. 21:29

7 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ég hef enga sannfæringu fyrir því að Svavar sé ESB-sinni, og ekki frekar þó að góðir og gegnir menn sem hér kommentera slái hlutunum föstum. En Svavar nálgast þetta umræðuefni einkennilega í sinni grein og telur að Sjálfstæðismenn einir vilji draga umsóknina til baka, - það er mjög af og frá.

Bjarni Harðarson, 13.7.2010 kl. 22:16

8 identicon

Gamalt og gott máltæi segir.: " Segðu mér  hverja þú umgengst, og ég skal segja þér hver þú ert".

 Þetta kemur í hugann þegar lesið er hverjir blogg-vinir Ingimundar Bergmanns eru.

 Ólína Þorvarðardóttir,

 Eiríkur Bergmann.

 Árni Páll.

 Egill Helgason.

 Og til að setja amen á eftir efninu: Jónas Kristjánsson !

 Allt þetta góða fólk veit mætavel að á Evrópuþinginu eru 736 þingsæti.

 Allt þetta góða fólk veit mætavel að Ísland fengi þar 4 sæti !

 Allt þetta góða fólk kann að reikna , að þetta yrði 0,5% þingsæta !

 Síðan kemur gamli Þjóðviljaritstjórinn, Össur og upplýsir að " Ísland fengi  MIKIÐ VÆGI innan ESB. !!

 Og loks upplýsir Ingimundur, að þeir sem vara við ESB-skrímslinu sé með " hagsmunagæslu af gamla skólanum" !!

 Ja hérna. Nú má segja sem góður sagði fyrir tæpum tveimur árum:

 " GUÐ BLESSI ÍSLAND " !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 23:02

9 identicon

Já Kalli Sveinss, ekki veitir nú af!!

Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 10:39

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona sannarlega að Svavar sé ekki ESB-sinni. Þessi þriðja persóna hans er hins vegar ekki í sama anda og t.d. hjá Össuri sem tamt er að tala um sjálfan sig í þriðju persónu, einkum að nota setninguna ,,ráðherra sá sem hér stendur ... " heldur því miður eins og um eitthvert annað fólk sé að ræða en hann sjálfan. Samt, vil ekki trúa því.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.7.2010 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband