Mætum öll

Mætum öll á Austurvöll, blá, græn og rauð. Rekum flóttann og ESB-óværuna af okkur.


mbl.is Útifundur gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ég kem ekki. Hlæ alltaf að fyrirfram gefnum niðurstöðum. Við ætlum að ræða við báknið. Gerum það bara. Kjósum svo. Ekkert flókið við það. Bara lýðræðið í sinni bestu mynd. Einhver á móti því? Sé svo, er það af annarlegum hvötum.

Íslandi allt, með eða án naumhyggju skammsýninnar!

Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 23:00

2 identicon

Bjarni gerir þú engan GREINARMUN á 1. að sækja um og 2. að samþykkja?

Anna Benkovic (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni, ég sá auglýsingu rauðs vettvangs í dag og ætla að mæta með mitt lið - og láta boðin ganga.

Björn, þú ert algjör ljúflingur, en samkvæmt samþykkt Alþingis þá er fyrirframgefið að þjóðaratkvæðagreiðsla ræður engu um ákvörðun stjórnvalda - er aðeins "ráðgefandi".

Það er svo sannarlega ekki lýðræði í sinni bestu mynd.

Kolbrún Hilmars, 13.7.2010 kl. 23:36

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ráðgefandi? Held ekki. Þakka góð orð.

Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 23:44

5 identicon

Ég mótmæli yfirleitt ekki, nema ég a.m.k. viti hverju ég er að mótmæla.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 08:13

6 identicon

Sæll Bjarni,

Getur þú útskýrt fyrir mér hvernig Rauður vettvangur sér lýðræði, jafnrétti, jöfnuð og mannrétti fyrir sér í framkvæmd?

Einnig hverjar tillögur vettvangsins eru í efnahagsmálum og ekki síður hver framtíðarsýn hans er varðandi stöðu Íslands á alþjóðavísu? Eigum við að mynda bandalög við aðrar þjóðir eða gera tvíhliða samninga eða bæði? Og þá við hvern?

Hver er framtíðarsýnin varðandi gjaldmiðilsmál og hag heimilana í lánamálum?

Hvernig eiga mannlíf og menning að fá að blómstra?

Vinsamlegast

Daði

"Rauður vettvangur er hreyfing sem setur sér það markmið að taka þátt í umsköpun þjóðfélagsins á Íslandi þannig að í stað kapítalismans rísi nýtt þjóðfélag þar sem lýðræði, jafnrétti, jöfnuður og mannréttindi allra verði í fyrirrúmi. Við viljum að hagkerfið og stofnanir þjóðfélagsins verði rekin á félagslegum forsendum, í þágu almennings í landinu, að allir njóti arðsins af vinnu sinni og taki þátt í að skipuleggja hana. Við viljum að framtak og frumkvæði verði leyst úr viðjum auðmagnsins, svo mannlíf og menning fái að blómstra,“

Daði (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 09:31

7 identicon

Vel mælt Bjarni.

Nú þarf að reka flóttann á ESB trúboðinu sem aldrei fyrr.

Þetta ESB umsóknarmál í mikilli andstöðu við stærstan hluta þjóðarinnar er búið að kljúfa þjóðina verr og meir en nokkurt annað mál í lýðveldissögunni og valda henni stórtjóni vegna samstöðuleysis og úrræðaleysis á öllum öðrum sviðum.

Ég get því miður ekki verið með ykkur en verð með ykkur í anda og hvet mitt fólk á Íslandi til að mæta. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 09:32

8 identicon

Þegar að það var sótt um aðild að ESB voru vel yfir 70% þjóðarinar fylgjandi því að sótt yrði um, það voru um 70% á andvíg í þarsíðustu könnunn en andvígir voru dottnir í um 60% við síðustu könnunn.

Það þykir þá væntanlega gáfulegt að draga umsóknina tilbaka núna og sækja svo aftur um aðild þegar að þarnæsta könnunn sýnir meirihluta við aðildarumsókn

Get ég fengið að vita hvernig við ætlum að lifa hérna af eftir að við höfum dregið umsóknina tilbaka og Evrópa bankar uppá og spyr hvernig við ætlumst til þess að fá að taka þátt í EES samstarfinu þar sem að við uppfyllum afar fá skilyrði samstarfsins? (ég reikna með að þeir hlægi vel upphátt þegar að við biðjum um 15 til 20 ára undanþágu sem að ætti vera í besta falli tíminn sem að tekur okkur að byggja þetta land aftur upp án utanaðkomandi aðstoðar)

Getur verið að þá endum við uppi án Sovétríkjanna að kaupa af okkur fisk fyrir vörur og án Kanans að halda yfir okkur hlífiskildi með atvinnu og her eins og fyrir tíma EES ásamt því að útflutningurinn okkar seljist ekki í Evrópu fyrir tollum og vörugjöld

Ef að fólk heldur að ísland sé dýrt í dag hvernig haldið þið þá að það sé þegar að 80% af því sem að við flytjum inn fengi aukalega á sig 20-30% tolla og álögur

Hvað á að koma í staðinn fyrir EES eða halda okkur þar inni Bjarni?

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 10:35

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

Takk fyrir góða umræðu. Vil samt koma því á framfæri að ég hefi sjálfur ekkert með stjórnmálastefnuna hjá Rauðum vettvangi að gera og er alls ekki eins róttækur og þar er tíðkað, en tel einfaldlega að allir eigi að fylkja sér á Austurvöll, bláir, rauðir og grænir... Ræða Einars Tryggvasonar hér að ofan um að Ísland verði rekið úr EES fær að standa hér á þessum vef óhögguð, sem dýrmætur vitnisburður um barnalegan hræðsluáróður. Yrðum við þá ekki líka rekin úr EES ef við segðum nei við samningum, - hvað er orðið að hugmyndinni um lýðræðið og möguleikana sem við yrðum að kíkja aðeins á - nú eru það bara hótanir en vægast sagt innihaldslausar. Auðvitað yrðum við aldrei rekin úr EES enda þyrfti hvert einasta ESB ríki að samþykkja slíkt, ekki bara meirihluti þeirra og síðan er minnst af tollunum sem skipta máli hluti af sjálfum EES samningnum.

Bjarni Harðarson, 14.7.2010 kl. 18:43

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samningurinn verður lagður í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Er það ekki fínt lýðræði?

Eða er fólk hrædd við of góðan samning?

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2010 kl. 14:00

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvernig hljóðar "of góður samningur"? Lát heyra, þríeyki.

Gamanlaust, þá fylgdist ég með útsendingu frá Alþingi þann 16. júlí í fyrra þar sem tillaga stjórnarflokkanna um ESB umsóknina var samþykkt. Ennfremur var samþykkt um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaumræðum, en hún yrði aðeins ráðgefandi og ekki bindandi fyrir stjórnvöld. Segi það enn og aftur - ef þetta er lýðræði þá þurfum við að endurskoða íslensku orðabókina.

Kolbrún Hilmars, 15.7.2010 kl. 19:41

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þegar kom að því að breyta stjórnarskránnni og hafa þjóðaratkvæði bindandi þá stóð það á Sjálfstæðisflokknum að fara alla leið. Þannig að það er ekki hægt að kenna Samfylkingunni um þetta.

En það hefur ávalt komið fram að það verður hlustað á þjóðina.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband