Baráttan gegn endurheimt landgæða

Hlaðið hér á Sólbakka er á góðri leið með að gróa upp. Einhver sagði mér að malbika það en það kemur ekki til greina, malbik er ljótt. Þess í stað keypti ég mér meterslangan sígarettukveikjara í Ellingsen í dag og hef notið sumarblíðunnar við að svíða arfa, gras og njóla ofan í rót.

Með því slepp ég við eiturnotkun en hvort þetta er umhverfisvænt veit ég ekki. Því þegar að er gáð er hér hafin mjög markviss barátta gegn endurheimt landgæða sem er í sjálfsánu ferli hér í hlaðinu.

Kannski ætti ég bara að lofa því að gróa upp og á endanum fengi ég landgræðsluverðlaun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Bjarni ! Þú verður að drífa í að bjóða Sverri landgr. í kaffi , a.m.k.

Hörður B Hjartarson, 23.7.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband