Afhverju ekki lýðræðislegar kosningar um ESB?

Andstaða við ESB-aðild fer vaxandi með þjóðinni og þeirri kröfu er nú mjög á lofti haldið að draga eigi umsókn Íslands að ESB til baka. En af hverju? Afhverju er ekki óhætt að láta reyna á umsóknarferlið svo þjóðin geti fellt aðildarsamning í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu? Enn og aftur spyrja margir, af hverju má ekki láta á það reyna hvað er í boði?

Er ekki eðlilegast að samningur liggi fyrir og svo hefjist hið lýðræðislega ferli aðildarsinna og fullveldissinna þar sem tekist yrði á um hylli almennings. Rætt hefur verið um að frá fullbúnum samningi líði að minnsta kosti sex mánuðir fram að kosningum og á þeim tíma geta báðir aðilar kynnt málstað sinn. Heimssýn, sem eru þverpólitísk samtök allra sem eru á móti aðild væru þar annarsvegar. Samtökin hafa ef vel gengur yfir 8 milljónum að ráða á ári. Kannski fá þau svo aukalega nokkur hundruð þúsund af fjárlögum.

Hinsvegar væru upplýsingaskrifstofur ESB á Íslandi. Sambandið hefur þegar úthlutað sjálfu sér fjórum milljörðum til verkefnisins að flytja íslensku þjóðinni boðskap sinn og sveigja hana til hlýðni. Þau fara reyndar fram á að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leggi sér til annað eins í sama verkefni, samtals verða þar komnir 8 milljarðar.

Yrði þetta ekki fullkomnlega jafn leikur og sanngjarn í þágu lýðræðisins? Ef svo ólíklega færi að 8 milljarðar ESB duga ekki til að mola niður sveitalega andstöðu Íslendinga má alltaf kjósa aftur!

(Áður birt í Mbl.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eina leiðin til að breyta þessu ferli er að fella stjórnina og veita samfylkingunni maklega útreið í kosningum. Þangað til það gerist lifir þetta fólk í filabeinsheimi ESB útópíunnar. Innganga í ESB snýst ekki um að ganga til samninga og sjá hvað er í boði. Inngangan snýst um afsal fullveldis. Það sem hefur breytzt síðan EES samningurinn var gerður er að ESB er orðið að ríkjasambandi sem lýtur sameiginlegri pólitískri yfirstjórn á grundvelli stærðar, sama hvað aðildarsinnar reyna að blekkja. Við sem trúum á lýðræði sjáum ekki hvernig aðild eða innlimun undir annað ríki eða ríkjasamband getur verið túlkað öðru vísi en sem fullveldisafsal. Og þeir sem halda því fram að undanþágur frá sameiginlegri stefnu ESB skipti máli, eru að blekkja. Kannski fást takmarkaðar undanþágur í einhvern tiltekinn tíma en að lokum verður innlimunin alger því afsal fullveldis er óendurkræft.  Svo einfalt er það

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.7.2010 kl. 11:43

2 Smámynd: Vendetta

Bjarni, eins og þú eflaust manst, þá var lögð fram tillaga á Alþingi 2009 um að gera þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild að ESB bindandi. Stjórnarliðar felldu þá tillögu. Þetta þýðir, að ef þessi ríkisstjórn verður enn við stjórnvölinn, þegar kosið verður um aðild 2011 eða 2012, þá mun hún hunza niðurstöður atkvæðagreiðslunnar, ef meirihluti kjósenda verður á móti aðildinni.

Þess vegna ætti VG að sýna lit og ganga úr stjórninni áður en að því kemur. Ef Vinstri grænir halda áfram að sitja milli tveggja stóla, þá mun þeim vera kennt um allt saman í lokin.

Vendetta, 24.7.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Svarið við spurningu þinni kæri vinur er:  Lýðræði er ekki kostur hjá ríkisstjórnarflokkunum.  Vinstri grænir, sem þú ert nú orðinn hluti af, gera það sem þeim fer best, þ.e. að svíkja allt sem þeir hafa lofað, þar á meðal andstaðan við ESB.  Ráðherrastólarnir eru þeim kærari en andstaðan við ESB.

Þetta er ein stór sorgar saga.  Ég held að ráðherrar og þingmenn (flestir) myndu ekki vilja lesa söguna sem skráð verður eftir þeirra daga um það hvernig þeir fóru með þjóð sína.

Kæri Bjarni, drífðu þig nú aftur úr VG áður en þú verður orðinn of innveiklaður í ráðabrugg þeirra. 

Ásmundur, þingmaður, hefur valdið mér vonbrigðum, þó hann sé nú formaður Heimssýnar, hann er nú að reyna að klóra í bakkann, en ég sé ekki fulla alvöru í þessu hjá honum.  Það verður ekki fyrr en hann segir skilið við Norrænu velferðarstjórnina að ég geti tekið mark á honum, því miður.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.7.2010 kl. 15:29

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er allt ein sorgarsaga Bjarni minn.

Ekki ætla ég að ásaka þig fyrir að hafa yfirgefið Framsókn og haldið svo á móts við VG og halda þar uppi ESB andstöðu og að flokkurinn standi við stefnumið sín.

Sem mér finnst þeir því miður hafa svikið að stórum hluta.

Ég var einn af þeim sem studdi VG í síðustu kosningum að stórum hluta til af því er virtist einarðri andstöðu þeirra við ESB ruglið.

En ég spyr ókei, VG gaf þetta stórmál eftir en einhverja fyrirvara hljóta þeir að hafa sett um framgönguna og málsmeðferðina og svara þú nú ef þú getur:

1. Til dæmis gáfu þeir það eftir að Össur einn fengi að handvelja í ESB viðræðunefndina.  Mér sýnist því miður að svo sé.

2. Gerðu þeir enga fyrirvara að umræðurnar og allt aðildarferlið yrði gegnsætt og upplýsingar allar væru uppi á borðum jafnóðum. Ekki sýnist mér það þetta virðist allt einkaflipp í felum hjá Samfylkingunni og Össuri og þeirra sjálfskipuðu ESB spenum.

3. Var enginn fyrirvari á því að samtök andstæðinga aðildar ættu alla vegana áheyrnar fulltrúa að samnings- og aðlögunarferlinu. Mér sýnist ekki. En það hefði verið lýðræðislegt og sjálfsagt og eðlilegt.

4. Var ekkert í stjórnarsáttmálanum að ESB mætti ekki spúa hér inn ótakmörkuðu áróðursfé sínu á samtök og einstaklinga án nokkurra takmarkna eða nokkurs eftirlits eða almennrar upplýsingagjafar.

5. Var ekkert um það að báðar fylkingar fengju jafnt opinbert fé til að kynna málstað með og á móti ESB aðild. Þetta var gert í Noregi á sínum tíma. Ekkert virðist um það að ræða hér.

Margt fleira mætti týna til en af því að þú ert nú í VG og Heimssýn væri ágætt að þú upplýstir okkur aðra sem studdum VG og þjóðina sem að stærstum hluta er á móti þessari ESB aðild hvernig var frá þessum málum gengið.

Ef það er rétt sem ég óttast að VG hafi bara ekki gert neitt í þessum málum og spreðabassinn Össur Skarphéðinsson hafi bara öll ESB spilin á hendinni og enginn hvorki þjóðin eða aðrir fái að sjá á þau.

Þá er vanhæfni og svik VG forustunnar miklu meiri og verri en mig og marga fleiri gat nokkurn tímann grunað.

Gunnlaugur I., 24.7.2010 kl. 16:45

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er eins og rispuð plata..

Óskar Þorkelsson, 24.7.2010 kl. 17:05

6 identicon

Félagi Bjarni !

 Fólk fer að þreytast !

 Menn geta lesið þúsundir blaðsíðna um ESB.

 Alfa & Omega fyrir íslensku þjóðina er fiskveiðilögsagan.

 Það virðist sem orð breska Evrópuþingmannsins Nigel Farage, hafi ekki komist nægjanlega skýrt til almennings á Íslandi.

 Nigel er afdráttarlaus hvað sjávarauðlindina varðar. Hann segir skorinort að ESB., muni taka stærstu auðlind landsins frá Íslendingum. Orðrétt sagði hann fyrir nokkrum dögum.:

 " Íslendingar eru með 200 mílna efnahagslögsögu fyrir sjávarauðlindir sínar sem þeir unnu í þorskastríðunum við okkur á sjöunda áratugnum. Þeir eiga ekki að fórna þeim. Þeir eiga ekki að gefa þær frá sér. Þeir eiga ekki treysta atvinnustjórnmálamönnunum. Geri þeir það þá mun þessi samkoma ( ESB) taka stærstu endurnýjanlegu auðlind þeirra".Svo mörg voru þau orð.

 Þurfa ESB., sinnar frekari vitna við ? Er ESB., þingmaðurinn að segja ósatt ?

 Á síðustu þremur árum hafa komið hingað til lands, ekki einn, ekki tveir, heldur þrír framkvæmdastjórar ESB.

 Allir flutt sama boðskap samhljóma: " Í sjávarútvegsmálum verða Íslendingar að undirgangast reglur ESB., ANNAÐ EKKI".

 Félagi !

 Við vitum hvað er í boði. Þér fer illa að tala tungum tveimum líkt og vinstri-RAUÐIR gera þessa daganna.

 Komdu aftur heim í heiðadalinn !

 Það verður beðið fyrir þér að svo megi verða !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " "Brevis oratio penetrat caelum" - þ.e. " Stutt bæn kemmst til himna" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 21:36

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ein ástæða þess að stuðningur við ESB aðild hefur dalað er að AGS prógrammið hefur tekist vonum framar.  Kreppan er búin, er sagt, þó svo að við séum í gjörgæslu AGS með ónýta krónu, höft, lokaða fjármálamarkaði og lánstraust í ruslaflokki. Halda menn virkilega að AGS og Norðurlöndin munu halda áfram að dæla hér inn sparifé útlendinga til að halda Íslendingum utan við ESB?  70% þjóðarinnar er fullviss um að svona muni þetta reddast í framtíðinni. 

Hvað gerist þegar AGS skrúar fyrir kranann? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.7.2010 kl. 21:43

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað með þessar evrópubandalagsþjóðir, sem eru í gjörgæslu AGS Andri?  Af hvrju ugir það ekki til þar? Af hverju þarf EU að beila út þjóðir þrátt fyrir allt?

Svo er spurning í framtíðinni hversu tilbúin við erum að beila út fllít EU þjóðir eða hvort þú teljir okkur hafa efni á því?

Hvað varstu að rekka, þegar þér datt þessi snilld í hug minn kæri? Þú ert ð peista þessu um alla bloggheima eins og þú hafir fundið Jesú. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2010 kl. 05:27

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afsakið bilað lyklaborð:

Hvað með þessar evrópubandalagsþjóðir, sem eru í gjörgæslu AGS Andri?  Af hverju dugir það ekki til þar? Af hverju þarf EU að beila út þjóðir þrátt fyrir allt?

Svo er spurning í framtíðinni hversu tilbúin við erum að beila út fallít EU þjóðir eða hvort þú teljir okkur hafa efni á því?

Hvað varstu að drekka, þegar þér datt þessi snilld í hug minn kæri? Þú ert að peista þessu um alla bloggheima eins og þú hafir fundið Jesú. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2010 kl. 05:29

10 identicon

Sæll Bjarni.

Ég er nú ekki að rukka þig um svör við spurningum mínum hér um ofan, hérna á commenta kerfinu þínu.

Einnig veit ég að þú þarft einhvern tíma til að afla þeirra, en þér ættu að vera hæg heimatökin, þó ekki sértu enn orðinn þingmaður VG eða innsti koppur þar í búri. Þá ertu alla vegana skráður í flokkinn og ert í bæjarstjórnarflokki VG í Árborg sem fyrsti varamaður flokksins í bæjarstjórn og þá situr þú örugglega í bæjarmálahópi VG á landsvísu og einnig situr þú örugglega í flokksráði og ýmsum öðrum áhrifaastofnunum innan flokksins.

Svo ert þú að auki stjórnarmaður í Heimssýn þar sem Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG er formaður.

Þannig að ég vona innilega að þú grafir þetta nú allt upp sem allra fyrst og birtir svo bara sem nýja grein hér á blogginu þínu. Mér og mörgum öðrum til fróðleiks, hvar eru fyrirvararnir og varnirnar um réttmæta meðhöndlun ESB málsins, sem hljóta að hafa einhvern veginn verið settar í stjórnarsáttmálann eða annarsstaðar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 12:33

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ertu Vinstri Grænn? Ertu enn Framsóknarmaður, eða dugar bara bóksalan þér? Er virkilega hægt að vera Framsóknarmaður í ALLABALLAFLOKKI? Jú, það er lauflétt. Spyrjið bara svínið á Bessastöðum. Trúi trauðla að bóksalinn ætli að rata þessa heljarleið. Hvaða ólyfjan hefur þér eiginlega verið byrluð, Bjarni minn? Guð, eða aðrar vættir geymi minniguna um góðan dreng sem nú er fallinn.......í öskustó kommúnista Íslands, sem eru byrjaðir að halda því fram að við séum best geymd í EU. Skammast þín bara Bjarni. Ég myndi ekk einu sinni kaupa af þér dagblað, hverslenskt það væri, þó ég örþreyttur æki gegnum Selfoss með fréttaþorsta á vör. Andskotinn bara að horfa upp á "ungmenni Íslands" hverfa í Evrópuforina.

Halldór Egill Guðnason, 27.7.2010 kl. 04:46

12 Smámynd: Vendetta

"Spyrjið bara svínið á Bessastöðum."

Halldór, skammastu þín að tala svona um Óla Grís.

Vendetta, 27.7.2010 kl. 10:04

13 identicon

Thanks for sharing this information with us really great stuff.

CCNA | CCNP

Zheing (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband