Kötturinn sem heitir Ása og Signý

Heimiliseinstaklingum hefur fjölgað um einn til tvo, eftir því hvernig er talið.

Gunnlaugur sótti nýverið kvenkött ungan yfir á heimili Sigmundar ritstjóra.Læðan hlaut nafn til heiðurs ömmu sinni, móður Elvis heitins, en hún hét Tsjesjenía til heiðurs fólki sem Pútin var í það skiptið að níðast á.

Læðan unga heitir því Asjerbædsjan en er til styttingar dags daglega kölluð Ása og Signý sem gefur henni þær hugmyndir að hún sé ekki mjög ein katta heldur séu tvær systur samankomnar í henni. Sem stendur er Ása og Signý feimin en mynd birtist síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Selfoss er nú ekki besta bæjarfélagið til kattarhalds.

ThoR-E, 19.8.2010 kl. 12:42

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Bjarni, spurningin er hvort hún er bundin eða óbundin. Eða fer hún kannski aldrei úr húsi?

Sæmundur Bjarnason, 19.8.2010 kl. 13:10

3 identicon

Ég er einnig að velta fyrir mér að fá annan kött.. kom einn í heimsókn um daginn, lofaði ekki góðu :)

doctore (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 13:52

4 identicon

Þetta er flott nafn á kettinum og ekki er hvunndagsnafnið síðra. Til lukku með afnám kattahelsis í Árborg.

Harpa (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband