Svo Ísland fari ekki norsku leiðina...

Hjá ESB hefur her skrifræðisins legið yfir því hvernig koma megi í veg fyrir að norska tilfellið endurtaki sig. Þegar heimsveldi er að leggja undir sig smáþjóðir er óþolandi að bíða ósigur. Aðferðin er enn í mótun en lykilatriði er að ljúka aðlögunarferli áður en þjóðin er spurð.

Það er mikill munur á því að kjósa um eitthvað sem ekki er orðið eða að kjósa um að afnema eitthvað sem er þegar komið. 

Krafa þjóðarinnar verður því að vera sú að þetta innlimunarferli sem á varla stuðning þriðjungs þjóðarinnar sé stöðvað þegar í stað. 


mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála og ef ekki þá fer þessi stjórn frá með valdi!

Sigurður Haraldsson, 20.8.2010 kl. 12:31

2 Smámynd: Vendetta

Þetta lýsir undirferli ríkisstjórnarinnar. Þessi "greiðslustofnun" á að sjá til þess að réttar greiðslur fari til ESB. Greiðslurnar verða ákveðinn prósentutala af tekjum ríkisins af greiddum virðisaukaskatti auk ákveðinnar prósentutölu af brútto þjóðarframleiðslu, u.þ.b. 1% að mig minnir. Vegna tekjumissis af því að missa hluta virðisaukaskats til ESB, mun ríkisstjórnin þurfa að hækka virðisaukaskatt á matvælum uppí 25,5% og etv. hækka virðisaukaskatt á öðrum vörum um nokkur prósent. Því að aðildarlöndum ESB er stranglega bannað að setja aðra neyzluskatta á seldar vörur, sem líkjast virðisaukaskatti, s.s. söluskatt.

Ég er hræddur um, að ef forysta VG vaknar ekki núna og fer að taka orð Ásmundar alvarlega, þá verður það um seinan. En er nokkur leið að vekja Steingrím?

Þótt ég sé andsnúinn ESB, þá hugnast mér samt ekki steinsteypustalínismi Jóns Bjarnasonar. Ísland á langt í land með að verða samfélag án einokunar og samkeppnisþvingunum, en það skapast ekki sjálfkrafa frjáls samkeppni á Íslandi við að gerast aðili að ESB, það er misskilningur. Ástæðan er sú, að litið er á ESB-löndin sem einn markað og samkeppniseftirlit Evrópusambandsins skiptir sér aðeins af fyrirtækjum sem hafa ákveðna minnstuveltu. Þetta lágmark fer langt yfir veltu allra fyrirtækja innan sama atvinnuvegs á Íslandi, þannig að fyrirtæki hér sem nær einokunarstöðu vegna yfirtöku og samruna hér brýtur engin ESB-lög svo fremi sem önnur evrópsk fyrirtæki gætu líka komið inn á markaðinn ef þeim sýnist svo. Hafi þau ekki áhuga, má einokunin halda ótrauð áfram hér.

Vendetta, 20.8.2010 kl. 13:17

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ísland mun spara marga milljarða eingöngu í vaxtakostnað sem mun margborga upp aðildarkostnaðinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 16:52

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig Bjarni Freyr Borgarsson fær það út að Ísland SPARI MILLJARÐA með inngöngu í ESB er með öllu hulin ráðgáta.  Eina sem hann hefur fyrir sér í því er bullið í Össuri, er farið að taka mark á því????

Jóhann Elíasson, 21.8.2010 kl. 08:03

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

við spörum milljarða í vaxtakostnað vegna þess að ísland og íslendingar fá lán á mun lægri vöxtum en bjóðast núna..... ekki flókið.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2010 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband