Eru torleiði sveitalífsins verðmæti

Getur verið að það hafi verið byggðamynstur sem skapaði hina sískrifandi íslensku menningarþjóð? Að það að hér vantaði þorp hafi gert okkur að öðru vísi Skandinövum en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Að það að bændafjölskyldurnar bjuggu einangraðar hver á sinni jörð sé lykillinn að jafnt Njálu og Guðrúnu frá Lundi.

gudr_lundi_1019766.jpg

Og að þetta sama sé lykillinn að því að við sem vorum lengi fátæk urðum skjótt rík. Ég fjallaði aðeins um þessar spurningar í fyrirlestri sem ég hélt norður í Fljótum fyrr í mánuðinum á frábærri ráðstefnu um Guðrúnu skáldkonu frá Lundi. Yfir 360 manns mættu á þessa menningarsamkomu en á myndinni hér að neðan má sjá aðal skipuleggjanda hennar og driffjöður Guðjón Ragnar Jónasson rithöfund í púlti. Honum á vinstri hönd erum svo nokkrir af fyrirlesurunum, ég, Guðrún Marín Hrafnsdóttir afkomandi Guðrúnar og Ármann Jakobsson bókmenntafræðingur.

Sjá nánar fyrirlestur minn sem ber heitið Tómasi Sæmundssyni leiðist - hér er hann eins og hann var á blaði, einhverju breytti ég svo um leið og ég flutti án þess að halda utan um þær breytingar.

 gudrun_lun.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert meistari og stemningsmaður Bjarni, takk fyrir.

sandkassi (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 01:22

2 identicon

You are really doing a great job thank you for sharing this information with us.

CCNA

Zheing (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband