Þar sem allir misskilja alla

Farsinn sem talsmenn aðlögunarviðræðna hafa sett upp í tengslum við ummæli Jóns Bjarnasonar í Morgunblaðinu er með miklum ólíkindum.

Árni Þór Sigurðsson sem þekkir málið best allra segir, þetta er bara skoðun Jóns en ég hefi aðra.

Jóhanna segir, Jón misskilur þetta.

Steingrímur J. segir skv. frétt hér á vefnum:

Ef þetta er hins vegar rétt hjá Jóni að um aðlögunarferli sé að ræða þá segist Steingrímur ekki vera sáttur við slíkt. 

Þetta eru mjög stór orð hjá Steingrími.


mbl.is Telur að um misskilning sé að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Sæll Bjarni ég satt best að segja held að Steingrímur viti ekki hvort hann sé að fara eða koma í þessari ríkisstjórn, hann er á milli steins og sleggju og veit ekki sitt rjúkandi ráð hér. Það er ekki að sjá að hann taki fullyrðingar Jóhönnu sem góðar og gildar þar sem hann viðhefur þau ummæli sem þú vitnar til og virðist ekki vera viss í sinni sök. Nú reynir á að flokksmenn VG haldi saman og stöðvi þessa vitleysu sem er að fara úr böndunum það er að segja  ef það hefur ekki þá skeð nú þegar.

Rafn Gíslason, 24.8.2010 kl. 18:26

2 identicon

Sæll Bjarni.

Ja nú styttist í það hvort VG sé sá raunverulegi fjöldahreyfing og sannur flokkur alþýðunnar á Íslandi sem hann hefur viljað vera. 

VG fékk gríðarlegt fylgi í síðustu kosningum, ekki síst útaf því að þeir voru ekki hrunflokkur og menn sáu að gagnrýni þeirra í mörg ár á græðgisvæðinguna var réttmæt og þeir höfðu verið heiðarlegir og samkvæmir sjálfum sér og öfugt við marga aðra þá tóku þeir sjálfir ekki við styrkjum og mútum frá bankaglæponunum og útrásarhyskinu.

En ekki síst vildi fólk efla þá vegna þess að þeir voru eindregnir andstæðingar ESB aðildar.

En nú reynir virkilega á það, nær alþýðan og grasrótin í flokknum vopnum sínum og rétta kúrsinn og stefnuna af eða tekst flokksbroddunum og valdatæknum flokksforystunnar enn og aftur með Árna Þór Sigurðsson í broddi fylkingar að svæfa málin, setja þetta í enn eina nefndina eða kannski vísa málinu til flokksforystunnar, sem væri síðasta sort forsjárhyggjunnar.

Það væri hlálegt og þá væri flokksforystan algerlega búinn að sanna það að þeir eru ekki flokkur fólksins eða alþýðunnar í landinu heldur þröngur og ólýðræðislegur forsjár hyggju flokkur sérstakra valdatækna og úrvalssveitar flokksbroddanna.

Ég skora á þig Bjarni að finna leiðir til þess að vilji grasrótarinnar og fólkið í flokknum fái að ná fram lýðræðislegum vilja sínum á næsta flokksþingi flokksins.

Það er margt gott fólk enn í flokknum eins og meðal annars þú og þið eigið betra skilið en að vera enn á ný svikin og svívirt af flokksbroddunum.

Lifi opið og frjálst lýðræði ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 18:40

3 Smámynd: Dingli

VG og kjósendur þess ágæta flokks, hafa verið skornir í tvo bita. Annar bitinn inniheldur formanninn Steingrím, Atla G, Árna Þ, Björn VG og sennilega Álfgræðu. Í hinum bitanum leynist afgangurinn af þingsetum og kjósendur.

Dingli, 24.8.2010 kl. 19:45

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þið sæl. Stjórnin er fallinn tæknilega séð og bíður bara haustsins til að fá náðarhöggið frá almenningi þessa lands sem unnir enn lýðræðinu!

Sigurður Haraldsson, 24.8.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband