Er Össur Bjarnfreðarson?

Össur Skarphéðinsson minnti helst á Bjarnfreðarson þegar hann í gær mætti rauðþrútinn í sjónvarpið og stagaðist á orðinu misskilningur! Greinilegt var að utanríkisráðherra réði sér varla yfir því að landbúnaðarráðherra hefði sjálfstæða skoðun. Jóhanna hótaði sama ráðherra brottrekstri fyrir að fara ekki eftir ályktun Alþingis. Það eina sem Jón hefur gert er að benda á það augljósa að ESB-aðlögunin er komin langt út fyrir það sem Alþingi samþykkti. Það gæti verið rétt hjá Jóhönnu að ráðherra sem fer ekki eftir samþykktum Alþingis þurfi að hugsa sinn gang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

"Það eina sem Jón hefur gert er að benda á það augljósa að ESB-aðlögunin er komin langt út fyrir það sem Alþingi samþykkti. Það gæti verið rétt hjá Jóhönnu að ráðherra sem fer ekki eftir samþykktum Alþingis þurfi að hugsa sinn gang."

Sem þýðir væntanlega, að Jóhanna eigi að reka sjálfa sig.

Vendetta, 25.8.2010 kl. 12:22

2 identicon

já Össur er alveg öruglega Bjarnfreðarson. Ummerkin eru þó vel útmáð í Íslendingabók.

sandkassi (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 13:24

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Það hefur löngum þótt hið versta mál ef ráðherrar svo ekki sé nú talað um þingmenn þessarar ríkisstjórnar hafi haft sjálfstæða skoðun og smalist þar af leiðandi illa. Það reyndist vanráðið í Árborg að tjóðra kettina til að hemja þá og eins víst að svo mun einnig verða við Lækjagötuna.

Rafn Gíslason, 25.8.2010 kl. 14:36

4 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Það er alveg ljóst að þið skiljið ekki nokkurn skapaðan hlut. Þetta út í Brussel er bara svona létt kaffibollaspjall um það hvernig íslensk lög falla að lögum ESB. Auðvitað til þess að hægt sé að aðlaga ESB lögin að þeim. Hvað haldið þið að þetta sé annað ? ég bara spyr. Aumingja Jón skilur þetta bara ekki, en hann ætti að átta sig á þessu áður er Jóhanna sparkar honum.

Alþingi er búið að samþykkja svona spjall og menn verða bara að taka því eins og það er. Vangaveltur um það hvort fólkið í landinu sé með eða á móti er bara ómarktækt. Samanber alla þá sem kusu yfir þjóðina stjórnir síðustu áratuga sem settu kjósendur og þjóðina á hausinn, þetta sama fólk heldur svo að einhver taki mark á því þótt það sé á móti einhverju kaffispjalli út í Brussel, eg meina það

Ragnar L Benediktsson, 25.8.2010 kl. 14:42

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Sæll Ragnar, já Össuri þykir kaffisopin góður í Brussel svo mikið er víst og kannski er það svo að kaffiterían í höfuðstöðvum ESB sé betri en sú sem hann á að venjast við austurvöll,  Jón kallin hefur trúlega bara ekki áttað sig á þessu eða er lítið fyrir kaffi drykkju yfir höfuð, nema að hann sé að misskilja eitthvað hver veit..

Rafn Gíslason, 25.8.2010 kl. 15:01

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þú kemur manni oftast á óvart,þú hefur þessa gáfur og segja það  sem  við hugsum bara/þetta er algjört réttnefni og vel það/Kveðja Halli gamli/sem er ekki par hrifin að mínum mönnum nú um þessar MUNDIR,VILDI HEYRA MEIRA FRÁ MÍNUM FORMANNI!!!!!

Haraldur Haraldsson, 25.8.2010 kl. 16:07

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að Össur sé stórlega vanmetinn liðsmaður okkar sem berjumst gegn aðildinni að ESB.

Hugsið ykkur bara ef í hans stað væri þarna kominn íslenskur utanríkisráðherra sem mark væri tekið á.

Hverjar væru þá sigurlíkur okkar? 

Árni Gunnarsson, 25.8.2010 kl. 22:41

8 Smámynd: Vendetta

Já, með óvini eins og Össur, hver þarfnast þá vina?

Vendetta, 25.8.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband