Bretar vilja út úr ESB

Nýleg skoðanakönnun sýnir að af þeim sem afstöðu taka vilja 58% Breta ganga úr ESB en 42% vera þar áfram. 47% á móti 33% af heildinni. Sjá einnig um málið hér.

 Þetta er mjög merkileg niðurstaða því að í ESB löndum er fátt til sparað að halda fram ágæti aðildar. Stjörnufánar ESB blakta víða og varla er svo ráðist í nokkurt verkefni að það hafi ekki einhvern ESB stimpil á sér, vegna styrkja eða annarrar íhlutunar.

Meðal ESB sinna hér á landi er algeng varnarræða að segja; eru Frakkar og Bretar þá ekki fullvalda þjóðir? Kannski er breskur almenningur að svara þeirri spurningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Bretar kusu síðast um að vera í EEC árið 1975. Þeir kusu þá um að vera innan ESB.  Það er öfgamaðurinn Daniel Hannan sem stendur fyrir þessum látum í Bretlandi. Annars varðar mig lítið um það hvort að Bretland sé innan ESB eða ekki. Þetta er eingöngu þeirra val, og þeir hafa úrsagnarrétt eins og hver önnur aðildarþjóð hjá ESB.

Íslendingar munu með gleði taka þeirra stað innan ESB ef þeir segja sig úr ESB í kosningu um málið ef til þess kemur.

Jón Frímann Jónsson, 11.9.2010 kl. 20:17

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eru þá 70% Íslendinga öfgamenn Jón Frímann?

Gunnar Heiðarsson, 11.9.2010 kl. 20:46

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnar, Þetta er afskaplega sorlegur og lélegur útúrsnúningur hjá þér. Andstaðan við ESB á Íslandi hefur verið á þjóðerniskenndarlegum nótum, og verið leidd hingað til af öfgafólki til hægri og vinstri á Íslandi. Það er hinsvegar þjóðin sem lætur blekkjast af málflutningi þessa öfgafólks á Íslandi og í Bretlandi. Hinsvegar virðist sem að tunnan sé orðin tóm hjá andstæðingum ESB á Íslandi, og toppur þeirra í vinsældum hvað varðar málflutning sé búinn og komi ekki aftur í næstu framtíð.

Svona lélegur útúrsnúningur eins og sá sem þú kemur með hérna sýnir bara að þú getur ekki svarað mér almennilega, og ég hreinlega stórefa að þú hafir áhuga á því. Sem er orðið einkenni andstæðinga ESB á Ísland í dag. Þeir eru allir rökleysan uppmáluð.

Jón Frímann Jónsson, 11.9.2010 kl. 20:53

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Bjarni.Þegar er talið um Breta,verður manni hugsað til þess að margir Skotar,Orkneyingar og Shetlandseyingar vilja sjálfstæði frá Englendingum.

Því væri það fróðlegt að vita, hvernig hlutfallið liggur,þegar þessir aðilar eru aðskildir.

Ingvi Rúnar Einarsson, 11.9.2010 kl. 21:08

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Frímann, myndir þú þá EKKI flokkast sem ÖFGAMAÐUR??????

Jóhann Elíasson, 11.9.2010 kl. 21:09

6 identicon

Bjarni, hættu að berja hausnum við steininn.  Þessi færsla þín sýnir lítinn skilning á alþjóðastjórnmálum en sýnir þann einbeitta  brotavilja vel að vilja halda okkur í bóndabeygju ískenskrar yfirstéttar.  Kveðja annars Baldur

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 21:51

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Bjarni.

Leyfi mér að benda á: www.tilveraniesb.net : Er Bretland ennþá sjálfstætt og fullvalda ríki?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2010 kl. 22:22

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Svona til þess að vara við þeirri dellu sem Gunnar Röngvaldsson veður hérna í. Þá eru hérna upplýsingar um þennan hóp sem hann vísar í þarna á vefsíðu sinni.

"The Bruges Group is a Eurosceptic think tank based in the United Kingdom.

The group is often associated with the Conservative Party, though it is independent of it and remains an all-party organisation. Its Honorary President is Baroness Thatcher, and its co-chairs are Brian Hindley and Barry Legg.

[...]

The group was set up by Oxford University student Patrick Robertson following Margaret Thatcher's Eurosceptic speech delivered in Bruges in September 1988. It quickly became a focus for Eurosceptic opinion and opposition to the then President of the European Commission, Jacques Delors. It is considered to be the common ancestor of the many British Eurosceptic parties and groups that emerged in the 1990s."

Tekið héðan

Þessi hópur er Thatcherismi. Sem er ein af þeim stjórnmálastefnum sem Davíð Oddsson (og sjálfstæðisflokkurinn) fór eftir og leiddu til gjaldþrots Íslands árið 2008.

Jón Frímann Jónsson, 11.9.2010 kl. 22:30

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Jón Frímann. Nú er ég aðvaraður og líður miklu betur. Það er gott að hafa svona aðvaramann eins og þig. Þú hefur hér með varað mig við 70% af íslensku þjóðinni og helming þeirrar bresku. Eru þetta ekki allt saman fábjánar Jón?

Nú hef ég búið í ESB síðastliðin 25 ár og hvergi rakst ég á mann eins og þig eða Össur Skarpa. Þið minnið mig á sögu Dave Allen þegar hann var að lýsa heimsókn trúskiptings í Páfagarð. Í viðtalinu við Páfann hafði gleymst að loka hurðinni og gátu því kardínálar þeir sem frammi sátu hlerað hvernig áheyrnin gekk. Þeim til undrunar heyrðist Páfinn segja; "já en góði maður, ÉG ER kaþólskur !!

Þessi dæmisaga hefði passað vel við þegar Össur Skarphéðinsson var að frelsa þá yfirpresta ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2010 kl. 22:43

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnar, Það má vel vera að þú hafir búið í ESB ríki í tuttuguogfimm ár. Það er hinsvegar alveg ljóst að þú lærðir ekki neitt af viti á öllum þeim tíma og hélst í alla íslensku ósiðina.

Þessir ósiðir eru fordómar, hræsni og heimska.

Árið 1975 kusu bretar um það hvort að þeir ættu að vera í þáverandi EEC (undanfari ESB). Niðurstaðan í þeim kosningum var augljós og skýr.

"[...]The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the Community.

[...]

On 5 June 1975, the electorate were asked to vote yes or no on the question: '"Do you think the UK should stay in the European Community (Common Market)?" Every administrative county in the UK had a majority of "Yes", except the Shetland Islands and the Outer Hebrides. In line with the outcome of the vote, the United Kingdom remained within the EEC and later the EU."

Tekið héðan.

Ég vona Gunnar að þú njótir krónunnar sem gjaldmiðls á Íslandi. Vegna þess að krónan sem gjaldmiðill íslendinga mun ræna þig og alla aðra íslendinga sem nota þennan gjaldmiðil inn að beini með (óða)verðbólgu og háum stýrivöxtum, verðtryggingu sveiflum í verðlagi.

Það eru menn eins og þú Gunnar og Bjarni sem vilja viðhalda svona ástandi sem kemur eingöngu niðri á almenningi á Íslandi. Enda lendur reikningurinn af þessari óráðssýju sem íslenskan krónan er á íslenskum almenning og engum öðrum.

Annars getið þitt hætt að nota þessa 70% íslendinga eru á móti ESB goðsögn ykkar. Þar sem að nýjasta könnunin segir aðra sögu.

Á móti: 45,5%

Með: 38,8%

Óákveðin: 15,7%

Vandræði íslensku þjóðarinnar eru rétt að byrja núna, enda eru seinkunaráhrif í gangi varðandi efnahagskreppuna á Íslandi og áhrif kreppunar sem hófst árið 2008 á Íslandi ekki að fullu komin fram.

Það er alveg ljóst að hluti af lausn þess vanda sem íslendingar eru komnir i er aðild Íslands að ESB. Þetta er kannski ekki fullkomin lausn, en þetta er engu að síður lausn.

Það eina sem andstæðingar ESB á Íslandi bjóða almenningi á Íslandi uppá er að viðhalda vítahringum og ekkert annað.

Jón Frímann Jónsson, 11.9.2010 kl. 23:21

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú ættir að fara í fyrirlestraferðalag til Grikklands, Írlands, Spánar og Portúgals Jón. Það munu flestir menn vilja fá að vita meira um þetta tryllitæki okkar, íslensku krónuna. Kostum hennar er lýst einkar vel hér: Íslenska krónan árið 1922

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2010 kl. 00:41

12 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón Frímann býrð þú í ESB landi... Þú er svo fastur í ESB dýrkun þinni sem og þessi tæp 30% Þjóðarinnar að það er sorglegt að lesa, þessa miklu dýrkun á eftir að koma í bakið á ykkur nema að þið flytjið til ESB Lands vegna þess að þegar þjóðin hafnar þessari aðild í ESB sem mun gerast þá ber að hlusta á vilja meirihluta Þjóðarinnar. Það er ekkert sem bendi til Þess að þessi mikli öfug-snúni áróður ykkar ESB sinna sé að virka þar sem að þið reynið að gera lítið úr þeim sem að vilja ekki inn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.9.2010 kl. 01:15

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Alveg er magnað að Steini Briem skuli ekki vera kominn með sínar langlokur hérna!!

Gunnar Heiðarsson, 12.9.2010 kl. 01:31

14 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það kom fram á fundi hjá Evrópusamtökunum á fimmtudagskvöldið að aðeins ári áður en England og Svíþjóð gengu í ESB hafi einungis verið um 20% fylgi við inngöngu hjá þeim... Svo ég hef engar áhyggjur, áður en að þjóðaratkvæðagreiðslu kemur verður þjóðin löngu búin að sjá í gegnum allt sérhagsmuna- og forréttindaliðið sem veður uppi hér á vefnum með síendurteknum rangfærslum, útúrsnúningi og aumkunarverðum hræðsluáróðri.

Atli Hermannsson., 12.9.2010 kl. 01:36

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, Atli, erum við Gunnar Rögnvaldsson, til dæmis að nefna, í einhverju "sérhagsmuna- og forréttindaliði"? Við erum nú ósköp venjulegir Íslendingar án allra bindingar við einhvern eignaaðal eða sérhagsmunaöfl. Þú mátt hins vegar til með að fnæsa hér gegn okkur, hver veit nema þú náir með tærnar þar sem Jón Frímann hefur hælana.

Þær fregnir hafa borizt af Hvammstanga, að Jón Frímann Jónsson hyggist fara víðreist um Norðurland vestra og kenna mönnum einstaka ESB-etíkettu sem hann hefur sérþróað sjálfur og birtist nýlega í þessari ljúfu og lærdómsríku dæmisögu:

"Gunnar, Það má vel vera að þú hafir búið í ESB ríki í tuttuguogfimm ár. Það er hinsvegar alveg ljóst að þú lærðir ekki neitt af viti á öllum þeim tíma og hélst í alla íslensku ósiðina. – Þessir ósiðir eru fordómar, hræsni og heimska."

Segið svo, að hann geti ekki vandað sig í nærfærnu orðalagi og horft glöggum, yfirveguðum huga hins umburðarlynda manns á sorglega vitgranna veröldina í kringum sig.

Jón Valur Jensson, 12.9.2010 kl. 02:35

16 Smámynd: Bjarni Harðarson

Takk fyrir umræðuna. Varðandi spurningu Ingva Rúnars þá vakti athygli mína að andstaðan við ESB aðild er mest meðal Englendinga utan London en einnig allmikið meðal Skota. Sjá hér.

Bjarni Harðarson, 12.9.2010 kl. 10:02

17 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það væri kanski ráð að þessi 30 prósent íslendinga með Jón Fríman í fararbroddi flyrru til Póllands og héldu til þar í 25 ár...

Það er nefnilega allt á niðurleið þar síðan þeir gengu í ESB...

Og áður en farið er að bölva mér þá get ég sagt að ég hef samanburðinn fyrir og eftir ESB í Póllandi... Það er ekki búið að hækka laun þar síðan þeir gengu í ESB en allt annað hækkaði í verði.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.9.2010 kl. 10:05

18 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

"Flyttu" átti það að vera ekki "flyrru"...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.9.2010 kl. 10:06

19 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

"Gunnar, Það má vel vera að þú hafir búið í ESB ríki í tuttuguogfimm ár. Það er hinsvegar alveg ljóst að þú lærðir ekki neitt af viti á öllum þeim tíma og hélst í alla íslensku ósiðina. – Þessir ósiðir eru fordómar, hræsni og heimska."

Eina persónan sem ekkert virðist hafa lært af viti á sínum tíma ert þú Jón Frímann, það eru allir heimskir og allir öfgamenn í þínum huga sem ekki dásama ESB dýrðina...

Ef þið uppgjafarasinnar dásamið ESB svona rosalega mikið þá væri best fyrir ykkur bara að fara þangað og lifa vel á öllum styrkjunum sem þið virðist sækjast svo mikið eftir, leyfið okkur hinum sem erum í stórum meirihluta að lifa í frelsi án þess að innlimast og lokast af innan ESB, heimurinn er stærri og meiri heldur en ESB klúbburinn..

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.9.2010 kl. 10:53

20 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég held að Atli bendi hér réttilega á nokkuð sem vert er að hafa í huga. Menn hafa engar áhyggjur af litlum stuðningi ári fyrir kosningar því reynslan sýni að það breytist  hratt.

Er það ekki einmitt tilgangurinn með fjáraustri ESB til Íslands og stofnun sendiráðs og tveggja upplýsingaskrifstofa? Þetta er óeðlileg íhlutun í lýðræðislega afgreiðslu mála innan Íslands. En ESB hefur hingað til ekki hikað við að brjóta gróflega eigin reglur í þessum málum og viðbúið að það gerist á Íslandi líka. Menn verða að halda vöku sinni.

Haraldur Hansson, 12.9.2010 kl. 12:12

21 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Bjarni.

Jón Frímann þú svaraðir Gunnari Heiðarsyni ekki, heldur stökkst ofaní þennan dæmigerða bullustamp Evrópusinna. 

Það er svo athyglisvert sem Atli Hermannsson segir um 20%. Þjóðverjar áttu að vísu Göbels, en hann er dauður svo hver er áróðursbrellan núna.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.9.2010 kl. 13:03

22 identicon

Hvorki Jon Valur ne Gunnar eru "venjulegir" Islendingar. Annar verid i burtu i 25 ar og hinn strangtruadur bokstafskatholikki.

Pall (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 16:11

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, þetta er bara bla bla.  Hannan at it again.  Ekki þess virða að hlusta á það einu sinni segja bretarnir.  Það hlustar enginn á Hanna nema Heimssýn.  Hann er bara almennt álitinn trúður í UK.

Það vekur þarna samt  athygli að meirihluti yngri en 30 ára mundi kjósa aðild.  Svo er líka einhver sósíal skipting.  Skal ekki fullyrða um hvernig sú skipting er.  En þetta mundi allt gjörbreytast ef á reyndi.  það er ljóst.

En ok, segjum sem svo að haldin yrði atkvæðagreiðsla - ættu þeir þá að vera í EES eða þeas. ganga í EFTA samkv. Hanna? 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2010 kl. 18:24

24 Smámynd: Atli Hermannsson.

Jæja, Atli, erum við Gunnar Rögnvaldsson, til dæmis að nefna, í einhverju "sérhagsmuna- og forréttindaliði"?

Jón Valur. Ég hef fullan skilning á því þegar fólk segist vera á móti ESB og lætur nægja að segja að það sé af hugsjónaástæðum. Ég skil einnig mjög vel að ákveðin hagsmunasamtök séu á varðbergi og reyni að verja sína sérstöðu. En þegar örfáir menn leggja sig fram við það eitt að finna bara eitthvað sem túlka megi neikvætt um leið og ESB er skeytt við hroðann líkt og um skammstöfun á eitri sé að ræða -  er eitthvað mikið að umræðunni.  

Haraldur. Því er ansi gott að vita af milljörðunum þarna. En taktu eftir; okkur stendur þetta til boða, það er ekki verið að troða þeim upp á okkur og enginn sem segir að við verðum að nota þá frekar en við viljum. Þá verðum við ekki krafðir endurgreiðslu þó samningurinn verði feldur.  

Atli Hermannsson., 12.9.2010 kl. 18:46

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Atli, ég hef enga þörf fyrir að mála skrattann á vegginn í alhæfandi lýsingu á ESB. Að ég sjái hins vegar ótal tormerki á því, að rétt geti talizt fyrir okkur Íslendinga að ganga í þetta stórhákarlabandalag (með flest fyrrverandi nýlenduveldi heims innan borðs, átta hin helztu þeirra munu ráða þar samtals 70,39% atkvæðavægi frá árinu 2014) og og að ég telji slíkt stórhættulegt sjálfræði landsins, leiðir vitaskuld til þess, að ég hamra á því, sem þjóðhollir menn verða umfram allt að taka eftir og beita sér gegn.

Þetta bandalag getur átt sig án ýfinga af okkar hálfu, en þegar það SEILIST MARKVISST EFTIR ÞVÍ AÐ NÁ OKKUR INN FYRIR SÍN VÉBÖND, þá getur slík ásælni einungis mætt andstöðu af minni hálfu og margra annarra.

Ég þakka Haraldi Hanssyni hans ágætu varnaðarorð og ábendingar um óeðlilega íhlutun í okkar innanríkismál.

Jón Valur Jensson, 12.9.2010 kl. 22:27

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

... munu ráða þar samtals 70,39% atkvæðavægi frá árinu 2014 ..., þ.e. í ráðherraráðinu í Brussel.

Jón Valur Jensson, 12.9.2010 kl. 22:29

27 identicon

UK væri í miklu meiri vandræðum, gætu ekki prentað peninga og atvinnuleysi væri stórkostlegt, ef "snillingurinn" Peter Mandelsson, áður viðskiptastjóri Evrópusambandsins, hefði fengið að ráða (sá sami leiddi upphaflega icesave kúgunarviðræður (gerðardóm) við Íslendinga).

http://www.facebook.com/note.php?note_id=276696051412

http://www.thisislondon.co.uk/standard-business/article-23805769-unemployment-would-be-twice-as-high-if-uk-was-in-euro.do 

Mandelson þessi var "áður" besti vinur Blair, rekinn úr ríkisstjórn, en poppaði aftur upp sem  iðnaðarráðherra, næst valdamesti ráðherra UK, við hlið Brown öllum að óvörum.

http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/mandelson-bretland-a-ad-taka-upp-evruna-vid-fyrsta-taekifaeri

Þannig er nú það....http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Mandelson

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband