Hjalti Bjarnason 1928-2010

Hjalti Bjarnason fćddist á Strönd í Vestur-Landeyjum hinn 26. október 1928. Hann lést sunnudaginn 8. ágúst 2010. Foreldrar hans voru Anna Guđnadóttir frá Strönd og Bjarni Sćmundsson frá Eystri-Garđsauka. Bróđir Hjalta, sammćđra er Guđni Einarsson, f. 1946. Systkini Hjalta samfeđra eru Sigrún, f. 1936, Ingibjörg, f. 1940, Sćmundur, f. 1942, Vignir, f. 1945, Björgvin, f. 1949, og Sigurbjörn, f. 1955. Fóstursystir ţeirra systkina er Unnur, f. 1932. Eftirlifandi eiginkona Hjalta er Guđrúnu Sigurđardóttur frá Brúnum undir Vestur-Eyjafjöllum. Börn Hjalta og Guđrúnar voru fjögur, Arnbjörg f. 1954, Arnar, f. 1958, Sigurđur Ţröstur, f. 1960, d. 2005 og Guđríđur Brynja, f. 1968. Barnabörn Hjalta og Guđrúnar eru 12 og barnabarnabörn 5. Hjalti var bóndi í Hólmahjáleigu frá 1954 - 1976 en eftir ţađ áttu ţau Guđrún heimili á Hvolsvelli. Útför Hjalta fór fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 21. ágúst 2010.

 

hjalti_og_vignir_copy.jpg

 

------------- (Mynd: Hjalti og Vignir bróđir hans á ferđa-lagi). --------------

 

 

 

 

Frćndi minn Hjalti Bjarnason var um margt óvanalegur mađur. Hár vexti, ţreklegur og ekki laus viđ ađ vera ögn stirđbusalegur sem algengt er međal okkar sem ćttađir erum frá Eystri Garđsauka í Hvolhreppi.

Mér er í barnsminni ţegar ég heyrđi ţessa frćnda míns fyrst getiđ ţjóđhátíđaráriđ 1974. Afi minn og fađir Hjalta var ţá nýlátinn og ţá fyrst komst í hámćli í stórfjölskyldunni ađ auk systkinanna sjö úr Bláfelli ćtti móđir mín eldri bróđur í Landeyjunum, ógn stóran og mikinn á velli. Rámar í samtöl heima í Tungunum ţar sem haft var í flimtingum ađ stćrri og meiri á velli gerđust bćndur á Suđurlandi ekki. Veltum viđ krakkaskammirnar fyrir okkur hvort karl ţessi vćri ţá meiri um sig en sćđingamađurinn í sveitinni, Gísli í Kjarnholtum.

Undir vor var fariđ í heimsókn ađ Hólmahjáleigu og sjálfum var mér ţađ nokkur upphefđ ađ eiga frćnda sem var alvöru bóndi, verandi sjálfur af hálfgildings grashúsfólki í Tungunum. Og ţá sannfćrđist ég unglingsbarniđ um ađ frćndi minn vćri ólíkt meiri Gísla í Kjarnholtum, ţó ađ sá síđarnefndari vćri gildari, svo miklu hćrri var frćndi minn.

Ađeins hafđi tognađ úr mér ţegar ég nćst kom á heimili frćnda míns sem ţá var fluttur á Hvolsvöll. Ţá eftir ball í Hvolnum var ég vegalaus og hafđi hálfvegis sofiđ af mér nćturferđir allar vestur í mína heimasveit. Fékk ég ađ lúra til morguns á heimili ţeirra heiđurshjóna Hjalta og Guđrúnar Sigurđardóttur í Litlagerđi á Hvolsvelli. Ţangađ átti ég eftir ađ koma nokkrum sinnum löngu síđar og átti jafnan góđu ađ mćta, bćđi frćndrćkni og hreinskilni. Í tali var Hjalti hreinn og beinn og sagđi refjalaust ţađ sem honum bjó í brjósti án ţess ađ skeyta ţví alltaf hvađ viđhlćjendum ţćtti. Í ţessu sem mörgu sór hann sig í ćtt hinna gömlu Garđsaukamanna.

En nćr er ţó ađ kenna Hjalta viđ bćinn Strönd í Vestur-Landeyjum og síđar Hólmahjáleigu í ţeim eystri, ţar sem hann bjó blönduđu og snotru búi í rúma tvo áratugi. Hjalti var fćddur á Strönd 1928, sonur eldri heimasćtunnar ţar Önnu Guđnadóttir og bóndasonar frá Eystri-Garđsauka Bjarna Sćmundssonar sem lengst átti heima í Hveragerđi. Anna móđir Hjalta giftist síđar í Hafnarfjörđ en uppeldismóđir Hjalta var móđursystir hans Guđríđur Guđnadóttir sem fćdd var 1913 og giftist ekki. Ađeins er nú rúmt ár milli ţeirra fósturmćđgina Hjalta og Guđríđar, en hún lést í hárri elli í apríl á síđasta ári. Einkar kćrt var alla tíđ međ ţeim og heitir yngsta barna Hjalta og Guđrúnar í höfuđiđ á ţessari heiđurskonu.

Í ćttir fram var Hjalti komin af bćndafólki í Rangárţingi. Afi hans og fóstri var Guđni Einarsson bóndi á Strönd (1879-1963) sem var eins og margir Rangćingar af ćtt Presta-Högna. Kona Guđna var Guđrún dóttir Einars smiđs í Kofanum í Holtum sem var ţekktur mađur fyrir hagleik, greiđvikni og einstaka nćgjusemi. Bjarni fađir Hjalta var sonur Sćmundar Oddssonar bónda og sparisjóđsstjóra í Eystri-Garđsauka og Rannveigar Bjarnadóttur vinnukonu á Efstu Grund undir Eyjafjöllum. Rannveig sú var komin af Magnúsi ríka í Skaftárdal en fađir Sćmundar var Oddur ríki á Sámsstöđum í Fljótshlíđ ţó heldur hafi auđsćld ţeirra kappa erfst laklega.

(Birt í Sunnlenska fréttablađinu 16.september 2010)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband