Magnað upplestrarkvöld í bókakaffinu

Bragi Ólafsson, Unnur Karlsdóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og Jón M. Ívarsson og lesa úr verkum sínum í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld.

Bragi er höfundur skáldsögu sem hlotið hefur tilnefningu til bókmenntaverðlauna og heitir: Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Þar sem fossarnir falla. Í henni er gerð grein fyrir sögu virkjana og nýtingar fallvatna síðastliðin 100 ár. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir þýðir Dæmisögur Tolstojs og Jón M. Ívarsson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar HSK í 100 ár sem er stórvirki í héraðssögu Suðurlands.

Upplestur á hefst klukkan 20, ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband