Gleðileg jól

Úti er snjókoma en samt sést í Ingólfsfjall og þar uppi liggur Ingólfur með gulli sínu og heldur jól með hundi sínum en hér á Sólbakka er verið að kokka finngállkn úr Mosfellssveitinni sem fannst dautt, hauslítið og frosið á förnum vegi og er nú komið með berjamauk og brauðmylsnu í magann sem fuglum þessum þykir gómsæti en í útvarpinu er verið að lesa fréttir um peninga sem enginn vill eiga nema þeir útgerðarmenn sem mesta peninga eiga og nú kemur Elín úr kaupfélaginu og hefur vonandi keypt handa mér tóbak í kaupfélaginu og þá er allt gott...

Semsagt, gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Bjarni Gleðileg jól.  Vonandi hefur Elín keypt tóbakið en hræddur er ég um að það hafi ekki verið keypt í Kaupfélaginu.          Það er löngu liðin sá gullaldartími þegar frjálsir einstaklingar stofnuðu saman Samvinnufélög og byggðu á þann hátt með samtakamætti sínum  upp margskonar arðbæra atvinnustarfsemi fyrir nærsamfélagið um allt land. Vonandi á þjóðin eftir að lifa þá tíma áður en langt um líður aftur.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 16:00

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðileg jól Bjarni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2010 kl. 23:57

3 identicon

Þú færð þér nú auka "snus" núna yfir hátíðarnar ef ég þekki þig rétt Bjarni minn !

En gleðileg jól til þín og þinnar stórfjölskyldu allrar, frá okkur héðan á Spáni.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 09:05

4 identicon

Gleðileg Jól Bjarni minn.

Eigðu góð og gleðileg jól.

Jólaknús og kveðjur til þín og þinna.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 15:02

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband