Veljum nýja fulltrúa með hlutkesti

Það er ekki auðvelt að taka ákvörðun um að slá Stjórnlagaþingið af. Það er ennþá erfiðara að verja nýjar kosningar sem þar sem kosningaþátttaka gæti jafnvel farið niður fyrir þriðjung. Og kostnaður væri eins og niðurskurður nokkurra spítala.

Eðlilegast við þessar aðstæður væri að velja 25 fulltrúa með slembiúrtaki úr þjóðskrá og greiða svo þeim sem voru kosnir eins eða tveggja mánaða laun í sárabætur. Ef menn vilja er líka mögulegt að hafa aðeins frambjóðendurna til fyrra þings í framboði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Eðlilegast væri að leggja allar hugmyndir um stjórnlagaþingið á ís í amk. 10 ár og sjá svo til. Ég tel heldur ekki, að þeir sem voru kosnir, eigi neinn rétt á skaðabótum. Stjórnlagaþingið var ein stór vitleysa, því að:

  1. það var anað út í þessar kosningar (enginn tími fyrir fólk að kynnast frambjóðendum almennilega),
  2. það, að setja á laggirnar kostnaðarsamt gæluverkefni óvinsællar ríkisstjórnar á krepputímum er einfaldlega tímaskekkja og veruleikafirring,
  3. raunverulegur tilgangur með stjórnlagaþingið var að aðlaga stjórnarskrána að ESB-aðild, sem amk. 60% þjóðarinnar vill ekki sjá.

Vendetta, 26.1.2011 kl. 19:24

2 Smámynd: Vendetta

Það er til dansk orðatiltæki: "Man skal ikke smide gode penge efter daarlige".

Sem þýðir í stuttu máli, að þegar eitthvað kostnaðarsöm áætlun eða verkefni hefur mistekizt gjörsamlega, þá á ekki að leggja aftur út í mikinn kostnað við að endurtaka það eða leiðrétta það, heldur á einfaldlega að gleyma því.

Vendetta, 26.1.2011 kl. 19:34

3 Smámynd: Vendetta

Afsakaðu málfræðivillur í síðustu athugasemd.

Vendetta, 26.1.2011 kl. 19:35

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hverslags dauðans vitleysa er þetta Bjarni Harðarson, auðvita átti að slá stjórnlagaþingið af um leið og ljóst var að þátttaka í þessum kosningum  var undir 50%.  Því að þar með var þetta þing ekki þing þjóðarinnar heldur einhverra annarra afla. 

Jóhanna Sigurðar dóttir leifir sér svo hegða sér ósæmilega á þingi og beita þjóðinni fyrir sig og kenna Sjálfstæðis flokknum um sín eigin axarsköft.

Höfuðmálið í þessu dæmi öllu er ekki lagabókstafurinn þó gildur sé og sjálfsagt að fylgja, heldur siðferðis þátturinn, en það er ekki ástæða til að ætla að VG undir stjórn S.J.S hafi áhyggjur af þessháttar óþarfa.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2011 kl. 21:23

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Það á að endurtaka þessa kosningu með sömu frambjóðendum og voru í kjöri RAFRÆNT, með lykli Ríkisskattstjóra.

Til þess þarf lagasetningu frá Alþingi sem hlýtur að vera hægt að koma í gegn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.1.2011 kl. 02:02

6 Smámynd: Vendetta

Guðrún:

Þú gerir þér grein fyrir að þá þarf aftur að endurprenta bæklinginn, sem var dreift með milljónakostnaði, því að ekki allir hafa afnot af tölvu. Og flestir ef ekki allir hafa nú hent bæklingnum í sorpið og kannski gleymt hverja þeir kusu síðast. Segjum svo að þú verðir að ósk þinni og ný kosning verður barin í gegn (í trássi við mínar óskir) hvernig myndir þú þá bæta/breyta kynningu á frambjóðendum þannig að þetta verði skilvirkara?

Ég er alveg á því, að ef næsta kosning (ef af verður), má ekki fara fram á sama hátt og síðast sem var til háborinnar skammar. Þjóðin þarf að fá amk. 6 mánuði til að kynna sér bakgrunn og áþreifanleg áform frambjóðenda, ekki bara fimm vikur. Auk þess þarf að endurskipa Landskjörnefnd og með óháðum aðilum í þetta skiptið. Og hver á að sjá til þess að hafa eftirlit með að Landskjörnefnd geri hlutina rétt í þetta skiptið?

Meðan ég man: Var OSCE fengið til að vakta kosningarnar sl. nóvember? Ef ekki, þá verður augljóslega að gera það ef nýjar kosningar verða.

Þú nefnir rafræna kosningu. Síðast voru seðlarnir maðaðir inn í skanna/tölvu sem greindi þá rafrænt. Nær enginn fékk að vita nákvæmlega hvaða algoriþmi lá að baki og hvaða mistök gætu verið gerð og voru gerð. Það var einfaldlega ekki rætt. Og þetta með að fulltrúar frambjóðenda máttu ekki vera viðstaddir talninguna er vægast sagt mjög grunsamlegt. Var það til að ekki sæist hvernig seðlarnir voru skannaðir inn? Var nokkur sem gekk úr skugga um að ekki var pappírstætari við hlitinni á talningarvélinni sem ákveðnir seðlar slysuðust til að detta ofan í? Ertu viss um að ef kosningin sjálf verður rafræn, að yfirvöldum sé treystandi til að kaupa inn kerfi sem ekki er hægt að misnota (t.d. í þágu ríkisstjórnarinnar)? Allt verður að grannskoða og það tekur líka nokkra mánuði, fyrst útboðsferlið og síðan prófunin, enda mun allt sem ekki er tilhlýðilega prófað áður en það er tekið í notkun, leiða til mistaka.

Allt þetta sem ég hef nefnt tekur langan tíma (og á að taka þann tíma sem þarf). Ég hef spáð því, að stjórnin fellur á næsta ári og það er ágætt ef nýjar kosningar til stjórnlagaþings verða eftir næstu alþingiskosningar 2012. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja þótt kjölturakki Jóhönnu, Þorvaldur Gylfason sé óþreyjufullur.

Einhver bloggari kallaði kosninguna 27. nóvember rússneska kosningu. Hversu nærri sannleikanum er það?

Vendetta, 27.1.2011 kl. 13:38

7 Smámynd: Vendetta

"... með lykli Ríkisskattstjóra"

Þú ert vonandi ekki að tala um sama veflykil og maður fékk fyrir langa löngu  til að sjá skattframtalið sitt? Eða sams konar? Þá held ég að það sé bara einfaldara að láta Jóhönnu sjálfa handvelja þingmennina án kosninga, því að nðurstöðurnar verða þær sömu. Veflyklar Ríkisskattstjóra eru tengdir kennitölu, sem gerir það að verkum, að það er skráð í opnbera kerfinu hver notar hvaða lykil. Ef það er vitað t.d. að Jón Jónsson með kennitöluna ddmmáá-ccc9 og veflykilinn WVXYZ sé ESB-andstæðingur (og þar með óæskilegur kjósandi) þá yrðu nú hæg heimatökin.

Það á aldrei að treysta á hlutleysi embættismanna eða opinberra starfsmanna.

Vendetta, 27.1.2011 kl. 13:50

8 identicon

Félagi Bjarni !

 Þetta gæluverkefni rekagáttarinnar ( Jóhönnu) nálgast að vera á krepputímum , næstum veruleikafirring - allavega dómadagsvitleysa !

 Og skattborgararnir mega " punga út" 600 MILLJÓNUM  í stjórnlagakostnað !

 Ekki meir - ekki meir !

 Hringavitleysan í þjóðfélaginu undir stjórn fyrstu 100% vinstri skjaldborgar/velferðarstjórnarinnar, er komin út yfir allan þjófabálk !

 Enda landið að verða sem Rómverjar sögðu.: " limbus fatuorum", þ.e. " Paradís stjórnleysis" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 21:17

9 identicon

Hefur Ragnar Reykás ekki boðist til að semja nýja stjórnarskrá kauplaust.

Atli (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:42

10 identicon

Og Vendetta - hvað bull er þetta í þér að menn hafi bara kannski gleymt hverja þeir kusu? 

Atli (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:45

11 Smámynd: Vendetta

Atli: Kannski það sé bara ég sem man þá ekki utan að. Ég þekkti svo fáa, en greiddi samt atkvæði með 25 mönnum. Ég útbjó lista með þeim sem ég kaus (sem ég á ennþá) en ef ég ætti að muna núna hverja ég kaus, þá væru það í hæsta lagi 2 - 3. Ég man betur mikið hverja ég kaus ekki.

Vendetta, 31.1.2011 kl. 23:54

12 Smámynd: Vendetta

"Hefur Ragnar Reykás ekki boðist til að semja nýja stjórnarskrá kauplaust?"

Það yrði fróðlegt að sjá þá stjórnarskrá. Öll ákvæðin yrðu annað hvort bæði og eða hvorki né og allt þar á milli, nema síður sé.

Vendetta, 1.2.2011 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband