Bloggað um álfa á pólsku

W dawnych czasach folklor to bylo coš co laczylo cale spoleczweňstwo.bjarni_kvikmynd.jpg

Eins og pólskumælandi lesendur sjá er hér verið að tala um hlutverk þjóðtrúarinnar í gamla bændasamfélaginu.

Þetta er nánar tiltekið tilvitnun í sjálfan mig í þessari stuttu kvikmynd hér http://vimeo.com/19523330 sem tekin var af pólverjanum Adam Panchuk. Mynd þessi er hluti af sýningu sem er nú uppi í Hofi á Akureyri og verður í næsta mánuði Gerðubergi og Listasafni Árnesinga. Milligöngumaður þessa pólska listamanns var sá mæti drengur Sindri Freysson rithöfundur og þeir komu í stutta heimsókn til mín austur á Selfoss nú í haust er leið.

Síðan ég fyrir 10 árum lagðist í þjóðfræðipælingar um álfatrú og yfirskilvitlega staði gamla bændasamfélagsins  hefur ekki liðið svo ár að hingað hafi ekki komið erlendir þáttagerðarmenn, blaðamenn og kvikmyndagerðamenn sem vilja taka við mig viðtöl um þennan sérstæða þátt í íslenskri menningu. Sumir gera kröfu um að hitta fyrir huldufólk en það lengsta sem ég kemst með þá er að vísa þeim á bændur hér austanfjalls sem hafa slíkar verur sem daglega gesti í kaffi hjá sér.

Staðreyndin er að íslensk þjóðtrú, saga hennar og veruleiki, að ekki sé talað um alþjóðleg tengsl við menningarrætur nágrannaþjóða okkar er vannýtt auðlind á Íslandi, hvort sem er í ferðaþjónustu, fræðasamfélagi eða hreinlega útflutningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held þú ættir frekar að blogga um hryðjuverkið sem framið var á Alþingi um Icesave helvítið.Blogga þá einnig um helvítis flokksforingjan hann Steingrím sem laug til sín þúsundir atkvæða í síðustu kosningum,þar á meðal mitt atkvæði. BYLTINGU ÞARF OG EKKERT ANNAÐ. Tökum Kairó aðferðina næst. Þú ert furðulegur þú ágæti bóksali,bloggar um álfa á sama degi og þessi skelfilega ákvörðun flokkfélaganna þinna(og áður minna.)er tekin. ja þú hefir litlar áhyggjur af þjóðarbúinu,eða hvað.?

Númi (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 08:29

2 identicon

Ég held nú að íslendingar ættu að gera sem minnst úr hjátrú þjóðarinnar, það eru ófáar síður á netinu þar sem gert er stólpagrín að þessu rugli öllu saman.
Auðlynd my ass

doctore (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 08:54

3 identicon

Auðlind my ass átt þetta að vera ;)

doctore (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 08:55

4 identicon

Kæry Bjarny.

Hvað er orðyð um gamla zkærulyðann?  Þjóðfræðy og yfirzkylvytlegir ztaðyr eru ágætyr eynz langt og það nær en nú eru zýðuztu og verztu týmar.  Ýzlandy allt!

Zkærulyðakveðja.

Gunnaz

Gunnaz Helgowzky (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband