Það sem fyndið á að vera ...

gerdi_thad_aftur.jpgÉg er hálf skömmustulegur í kvöld, ekki yfir því að það hafi skriplast úr tölvunni fjölmiðlapóstur til fjölmiðla enda mitt hlutverk í embætti að senda þeim pósta. Í þessum pósti stóð ekkert það sem fjölmiðlar áttu ekki einmitt að fá að vita og smá um það hvernig þeir fengju að vita það sama. Ennþá hef ég alltof lítið séð um það mál sem fjallað var um í þessum póstum en það kemur hjá okkar góðu pressu.

En það sem ég skammast mín hálfvegis  fyrir er að hafa sýnt blaðamanni Vísis pirring þegar hann þráspurði út í það hvaða forrit ég hefði notað, sannast sagna var dottið úr mér heitið á þessum búnaði en mundi það auðvitað um leið og maðurinn var farinn úr símanum, það heitir Lotus forritið sem við notum í stjórnarráðinu. 

Það gerist oft að póstar fara tvist og bast - sjálfur fæ ég öðru hverju svoleiðis frá hinum og þessum. Það eru vitaskuld ekki tíðindi. En auðvitað verður það svo að ef einhver kemst í póst frá mér og þá sama hvernig sem það gerist, þá þykir það fyndið og ekki ætla ég að bera móti því.

Þetta er einmitt það sem fyndið á að vera og ef pólitíkin væri aldrei illvígari en þetta væri nú gott að lifa. Semsagt, - jú, óneitanlega, þetta var smá fyndið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir það að þetta var bara skondið,og ekkert alvarlegt.

Númi (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 22:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Muna bara að kíkja á að þú sért ekki með allan heiminn í CC mail línunni, þá gengur þetta. Ef þú ætlar að senda á marga, þá sendu bara einum í einu. Þessi tækni getur verið trikkí maður.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2011 kl. 23:03

3 identicon

Kannski er ég svona gamaldags, en einhvern tímann hefði svona ekki ratað í fréttirnar. En þú ert sennilega bara orðinn hin íslenska Paris Hilton.

-sigm (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 09:46

4 identicon

Það er nú ekki leiðum að líkjast að vera borinn saman við sjálfa Paris, þá gulu glöðu læðu! Til hamingju með það! Bið að heilsa Ásu og Signýju.

Jósefína Dietrich (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband