... hafnaði alltaf í sósíalisma!

Séra Gunnar Benediktsson prestur í Saurbæ og seinna rithöfundur íHveragerði var á þriðja áratug 20. aldar virkur í starfi Framsóknarmanna í Eyjafirði. Hann var því fenginn til að setja Eyjafjarðafélaginu lög og stefnu en það fór ekki vel:gunnarbenediktsson_sagathinersagavor.jpg

En þegar ég fór að brjóta heilann um höfuðlínur í stefnuskrá félagsins og sökkva mér niður í viðfangsefnin, sem fyrir lágu, þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég hafnaði alltaf í sósíalisma, sem ég þekkti þá ofurlítið til.

Og svo fóru leikar, að ég tilkynnti félagsbræðrum mínum það, að ég væri sósíalisti og ætti ekki samleið með þeim. Sögu þessa sagði ég einu sinni Jónasi frá Hriflu, þegar hann spurði mig, hvernig á því hefði staðið, að ég varð sósíalisti, og þá sagði hann. Það var slæmt, að þú skyldir fara að grufla út í þetta.

(Gunnar Benediktsso: Skriftamál uppgjafaprests, skráð vorið 1932)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband