Öfgafullur ríkjasamruni elur af sér öfgafulla hægristefnu

Uppgangur Sannra finna, Framfaraflokksins í Noregi og annarra hægri þjóðernisflokka í Evrópu er áhyggjuefni. Þetta eru ekki þau viðhorf sem við þurfum á að halda til að leiða okkur út úr hruni frjálshyggjunnar.

En það er um leið umhugsunarefni hvað það er sem kyndir undir þessari þróun. Fyrst og fremst eru það öfgar Evrópukratanna sem sigla með mikilli óbilgirni gegn því fullveldi þjóðríkja sem hefur verið grundvöllur lýðræðisþróunar í Vestrænum samfélögum í meira en hundrað ár. Samhliða er keyrt á stóraukinni miðstýringu, skrifræði og óhugnarlegu hirðlífi Brusselíta. 

Öfgar hafa alltaf alið af sér öfga.


mbl.is Finnar tala um byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða öfga sérð þú í málflutningi þessa flokks í Finnlandi? Mér sýnist þetta nú bara vera heilbrigð skynsemi hjá þeim, svona í ætt við góða búhyggju hjá íslenskum bónda. Engar öfgar.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 10:21

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

FRP í noregi er á hröðu undanhaldi og hafa þau tapað um 30 % af fylgi sínu undanfarið vegna ýmissa mála þar innanborðs.. 

annars sammála þér að þessu sinni :) 

Óskar Þorkelsson, 18.4.2011 kl. 10:28

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta er undarleg fullyrðing frá manni sem er á ysta væng vinstri stjórnmálanna og telst því vera vinstri öfgamaður. Svona stjórnmálaflokkar koma og fara. Enda eru litlar líkur á því að stjórnmálaflokkurinn haldi þessu fylgi sínu í næstu þingkosningum eftir fjögur ár í Finnlandi.

Þetta eru vinsældarstjórnmálaflokkar og spila þeir inná óánægju fólks á hverjum tíma fyrir sig. Það virkar auðvitað ekki til lengri tíma eins og gefur að skilja.

Evrópusambandið er ennfremur ekki ríkjasamruni. Heldur aukin samvinna ríkja Evrópu í hinum ýmsu málaflokkum.

Jón Frímann Jónsson, 18.4.2011 kl. 11:02

4 identicon

Félagi Bjarni !

 " HRUN FRJÁLSHYGGJUNAR"   !

 Hvað er " frjálshyggja" ??

 Enginn ennþá fyllilega greint þann " frasa" !

 Sammála flestu í þessum mánudagspistli, og sem betur fer finnst ekki á landi feðranna " öfga hægristefna".

 Sjálfstæðisflokkurinn telur sig örlítið til hægri, en þó fyrst og fremst flokk byggðan á sannfæringu meirihluta þessarar þjóðar, að þá farist einstaklingunum best, er þeir fá beitt orku sinni getu og hæfileikum til velfarnaðar sér - sínum - og þjóðfélagi þeirra í heild.

 Öfgar Evrópukratanna er hinsvegar mikið áhyggjumál - og það sem meira er - þeim virðist ekki bjargandi - sjúkdómurinn ágerist - eða sem Rómverjar sögðu: " Aegrescit medendo" - " Sjúkdómurinn versnar við meðferð" !! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 12:25

5 identicon

Þeir sem bera mestu ábyrgðina á því að hægri menn eru í sókn alls staðar eru þessir mjúltíkjúlti. Sú hugmyndafræði hefur hrunið vegna þess að fólk hefur ekki áhuga að aðlagast innflytjendum.

Rétthugsun (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 13:14

6 identicon

,,Öfgar hafa alltaf alið af sér öfga." Já, Bjarni minn, það skulum við hafa í huga og þú kominn í Vinstri græna. Við Íslendingar þurftum nú samt ekki að vera í ESB- inu til að ánetjast öfga-hægristefnu sem fór með flest allt norður og niður og er ekki Sjálfstæðisflokkurinn á svífandi siglingu í dag. Allt gleymt og ekkert lært. 

Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 17:37

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessir "Sönnu Finnar" eru sennilega engu lakari en sósíaldemókratarnir.

Það var áberandi í Spegli Rúv í kvöld, að Norðurlöndin voru sögð hafa breytzt frá því að vera ímynd jafnaðar og velmegunar og víðsýnis (e-ð á þá lund) yfir í að vera orðin þekkt fyrir að vera gróðrarstía öfgaflokka og andúðar á innflytjendum.

Ef það eru einhver öfl, sem hafa stuðlað að þessu og bera hér a.m.k. óbeina sök, eru það einmitt baráttumenn harðrar fjölmenningarhyggju, einkum sósíalistar og sósíaldemókratar, en reyndar hafa veikir hægri og miðflokkar kóað með þeim í þessu, ekki þorað að standa í ístaðinu.

Ekkert þjóðfélag hefur gott af jafn-hraðri aðkomu framandlegra innflytjenda og þeirri, sem Svíþjóð hefur haft fyrir stefnu síðustu áratugi.

Þetta er víst margfalt minni vandi í Finnlandi, en menn þar komast ekki hjá því að sjá vandamálin hrannast upp hjá Svíunum, í tengslum við þjóðerni, menningu, trúarbrögð og myndun hverfa þar sem fólk af erlendum uppruna gerir flest annað en að samlagast sænsku samfélagi.

Jón Valur Jensson, 19.4.2011 kl. 03:00

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Íslenskir stjórnmálamenn hafa þann leiða ósið að kenna örum um ófarir eða vonda þróun. Ég heyrði sænska stjórnmálamanninn Mónu Salin játa að kratar þyrftu að líta í eigin barm. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Norðmanna gagnrýndi Svía harkalega fyrir að hafa keyrt stefnu sem varð til þess að ýta fylgi til Sverige demokraterna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.4.2011 kl. 17:33

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt seint sé: Öfgar eru kvenkynsorð, ekki karlkyns, eins og sumir hér, þ. á m. pistilshöf. (í lokaorði sínu), nota þetta orð.

Jón Valur Jensson, 20.4.2011 kl. 01:45

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það kemur vart á óvart að JVJ líkar við stefnu sannra finna.. enda er þetta kristilegur hægri öfgaflokkur með andúð á öllu útlendu ;)

Óskar Þorkelsson, 20.4.2011 kl. 07:45

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Rúv talar um hægri öfgaflokka, en ekki vinstri öfgaflokka eða öfgaumhverfisflokka.Það lýsir að sjálfsögðu þeim pólitíska hugsunarhætti sem sú stofnun starfar eftir.Það lýsir eingöngu hugsunarhætti þess manns, sem kallar Sanna Finna hægri öfgaflokkflokk.Evrópskur þjóðernishugsunarháttur verður ekki þurkaður út á nokkrum áratugum.En hægt er að velta því fyrir sér hvar á að staðsetja þjóðernissinnann Bjarna Harðarson og fleiri í VG.Eru þeir vinstri þjóernisöfgamenn..Ég held ekki.Og eru hægri þjóðernissinnar eitthvað verri en vinstri þjóðernissinnar.Og eru hægri umhverfisöfgamenn eitthvað verri en vinstri umhverfisöfgamenn.

Sigurgeir Jónsson, 21.4.2011 kl. 14:11

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Sigurgeir.

"Sannir Finnar" eru ekki bara með hægri áherzlur, heldur einnig (eins og ég sjálfur) með verkalýðssinnaðar í efnahags- og velferðarmálum.

Skrifaðu um það, sem þú þekkir í raun, Óskar.

Jón Valur Jensson, 22.4.2011 kl. 03:20

13 Smámynd: Vendetta

Jón Frímann skrifar:

"Þetta eru vinsældarstjórnmálaflokkar og spila þeir inná óánægju fólks á hverjum tíma fyrir sig."

Óánægjan er réttlætanleg og beinist aðallega að sósíaldemókrötum og öðrum miðjuflokkum sem svíkja sína eigin þjóð og vanrækja það sem þeir voru kosnir til að gera.

"Það virkar auðvitað ekki til lengri tíma eins og gefur að skilja."

Kolrangt. Sem dæmi má nefna að flokkurinn Dansk Folkeparti (sem hefur á stefnuskránni takmörkun á innflutningi múslíma, betrumbót á heilbrigðiskerfinu, andstöðu við ESB, dýravernd og fleira) hefur haft ýmist stöðugt eða vaxandi fylgi síðan hann komst á þing á síðustu öld . Í síðustu kosningum bætti flokkurinn við sig einum manni og hefur nú 25 þingmenn (tæp 15%). Þessi flokkur heldur ríkisstjórninni við völd og er alls ekki á leið út úr danskri pólítík. Heldur ekki þótt ríkisstjórnin falli eftir næstu kosningar, þar eð DF mun áfram hafa talsverð pólítísk áhrif, þótt flokkurinn hafi ekki alltaf staðið undir væntingum. 

"Evrópusambandið er ennfremur ekki ríkjasamruni."

Markmiðið með ESB er algjör ríkjasamruni fljótlega eftir 2014. Í dag er það komið langt á veg áleiðis að samruna. Ef það væri ekki markmiðið, þá hefði Maastricht-sáttmálinn aldrei orðið til og þar af leiðandi heldur ekki Lissabon-sáttmálinn. Þá hefðu menn látið EBE nægja, sem var viðskipta- og tollabandalag. En valdagræðgin í Brüssel á sér engin takmörk.

"Heldur aukin samvinna ríkja Evrópu í hinum ýmsu málaflokkum".

Aðildarríki ESB hafa nú sömu stöðu og austantjaldsríkin í Mið-Evrópu undir Brezhnev, þ.e. ekkert raunverulegt sjálfstæði. Þú mátt kalla það aukna samvinnu, ég kalla það undirokun. Lissabon-sáttmálinn er stjórnarskrá ESB-rikisins, þar sem ráðherraráðið hefur fjarlægt neitunarvaldið og það litla sem var eftir af lýðræðinu.

Fyrir þá sem skilja dönsku, gæti þetta myndskeið útskýrt út á hvernig lýðræðið hefur verið skorið burt og útskýrir með samlíkingum hvernig og hvers vegna. Myndskeiðið er frá seríunni Mortens EU-skole.

Vendetta, 22.4.2011 kl. 11:57

14 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Ef það væri svo vel að hægt væri að skilgreina öfga til hægri eða vinstri þá væri það nú fínt, en ég tel að svo sé ekki nú um stundir og svokölluð frjálshyggja hafi fyrir löngu sameinast hreinum kommúnisma í raun.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.4.2011 kl. 01:19

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flott og fræðandi innleggið frá V(endetta).

Jón Valur Jensson, 23.4.2011 kl. 01:58

16 Smámynd: Vendetta

Þetta er kannski ekki rétti vettvangurinn, en ég hef rétt í þessu séð, að blog.is hefur hent bloggaranum libertad út (lokað síðunni hans) fyrir að gagnrýna islam og nauðganir í Pakistan á libertad.blog.is. Þar með hefur Mogginn snúizt á sveif með ritskoðunaræði íslenzku fasistastjórnarinnar.

Það er sennilegalega einhver með mjög mikla samúð með málstað talibana, sem hefur kvartað yfir tjáningafrelsinu sem libertad leyfði sér og öðrum, hugsanlega Óskar Arnórsson sem hélt uppi vörnum fyrir islam á bloggsíðu libertads. En ef þeir á blog.is hafa sjálfir tekið upp á þessu í samræmi við nýju lögin, þá veit enginn hvern þeir ráðast á næst fyrir að koma með gagnrýni. Vill Moggnn t.d. framvegis skýla Jóhönnustjórninni gegn harðri gagnrýni?

Mér er það enn í fersku minni hvernig ritskoðararnir lokuðu fyrirvaralaust á bloggarann Grefilinn, einungis vegna þess að hann var að rökræða um trú við hinn smásmugulega og hrokafulla Kristin Theódórsson. Þá fóru aðvörunarbjöllur að hringja. Síðan var lokað á Loft fyrir harða gagnrýni á íslenzku kratana. En nú virðist þumalskrúfan vera að herðast.

En þrátt fyrir að Ísland er nú opinberlega orðið fasistaríki undir nýjum, ólýðræðislegum fjölmiðlalögum og ritstjórn Moggabloggsins orðin hluti af þessu einræði, hvet ég ykkur hin til að halda baráttunni áfram gegn óþverra og kúgun bæði innanlands og utan.

Í samúðarskyni við libertad mun ég hætta alveg að skrifa athugasemdir á moggablogginu og mun í mótmælaskyni ekki byrja aftur að skrifa færslur.

Vendetta, 23.4.2011 kl. 14:37

17 Smámynd: Libertad

Takk fyrir stuðninginn, Vendetta. Ég hafði ætlað mér bráðum að skrifa bæði gagnrýni á fóstureyðingar (fósturmorð) og svo eitt mesta ofbeldi, sem til er: kvenlegan umskurð í Afríku og Indónesíu. Einnig nokrar færslur með frásagnir af ofbeldisverkum og glæpum í íslenzku þjóðfélagi. Það verður svo að bíða.

En þegar ég hugsa út í það, þá myndu þessar færslur, sem ég hef enn ekki skrifað, sennilega orsakað lokun á síðuna mína, ef ekki væri búið að því þegar. Ein ástæðan er að sumir þessa glæpa snerta amk. einn velþekktan Íslending, annan virtan og síðan bæjaryfirvöld á höfuðborgarsvæðinu.

En sannleikurinn er víst ekki vinsæll.

Libertad, 23.4.2011 kl. 14:52

18 Smámynd: Gunnlaugur I.

Samkvæmt því sem Finnskir stjórnmálafræðingar segja eru stefnumál "Sannra Finna" þannig að þeir flokkast frekar sem vinstri flokkur en til hægri, ekki ólíkur Finnskum Sósíal Demókrötum.

Sækja helst fylgi sitt til verkafólks og landsbyggðarfólks en einnig til menntamanna í borrgunum. Andstaðan veð ESB og Evruna þvert á Elítuna gerði þá að sigurvegurum þessara kosninga. Sósíal Demókratarnir Finnsku eru líka mjög gagnrýnir á Brussel valdið og fjárausturinn þangað og eilífar tilskipanirnar þaðan nú um þessar mundir.

Ég held að Íslenskir Samfylkingar ESB aftaníossar ættu að læra eitthvað af þeim.

Nú nýlega tók utnaríkisráðherra Finna upp hanskan fyrir formann Sannra Finna og sagði hann raunsæjan og öfgalausan mann sem gott væri að starfa með.

En rétttrúnaðar ESB dindlar meðal fjölmila fólks vilja helst úthúða Sönnum Finnum" sem óferjandi og óhæfum ultra hægri eða jafnvel sem fasista flokki.

Slík eiföldun og hrein rangtúlkun á Finnsku kosningunum og stórkostlegum kosningasigri þessa flokks hentar ESB réttrúnaðinum best !

Gunnlaugur I., 24.4.2011 kl. 16:35

19 Smámynd: Che

Hinir meðvirku sósíaldemókratar í Svíþjóð og Danmörku líta aftur á móti ESB-andstæðingaflokkana Sverigesdemokraterna annars vegar og Dansk folkeparti (DF) hins vegar sem höfuðóvin sinn og lýsa því fjálglega yfir að þessir flokkar séu ekki stjórntækir og séu rasistar. Þegar svo þessir flokkar fá meira og meira fylgi, fara kratarnir að breyta sinni stefnuskrá lítillega, en þá er það orðið of seint. Þá hafa þeir misst fylgi, sem þeir fá aldrei aftur.

Þetta er það sem hefur gerzt í Danmörku hvað varðar sósíaldemkrataflokkinn undir forystu Helle Thorning-Schmidt, sem ekki lengur vill gleypa allt hrátt sem kemur frá Brüssel. Það skal tekið fram, að eitt af stefnumálum DF er efling heilbrigðisþjónustunnar, sem kratarnir áttu að berjast fyrir á tíunda áratugnum, en vanræktu, því að þeir blinduðust af valdagræðgi.

Í Svíþjóð munu kratarnir og rauðgræna blokkinn líka taka sönsum eftir ca. 20 ár. Sama má segja um Reinfeldt í miðjumoðsflokknum Moderaterna, sem neitaði að taka kosningaúrslitin alvarlega og hægriflokkana í ríkisstjórn hans. Það skal tekið fram að Moderaterna er einn ákafasti ESB-flokkurinn þar og aðhyllist pólítískan réttrúnað (það segir kannski ekki mikið, þegar Svíþjóð er annars vegar).

Íslenzku landráðakratarnir líta líka á þessa flokka (Sanna Finna, Sverigesdemokraterna og DF) sem öfgahægrisinnaða fasistaflokka, sem er tóm þvæla. Ef Samtök fullveldissinna kemst einhvern tíma á Alþingi og vex fiskur um hrygg, þá mun Samfylkingin líka kasta sér yfir þann flokk í sárindum yfir því að hafa ekki getað sölsað landið inn í ESB.

Che, 24.4.2011 kl. 18:05

20 identicon

Flott grein hjá þér Bjarni minn. Gleðilega páska vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband