Ef khat er fíkniefni ...

Það orkar mjög tvímælis að flokka khat sem fíkniefni. Í Bretlandi er efni þetta leyft og þó að neysla þess sé kannski álíka ávanabindandi og kaffi þá eru áhrifin óveruleg. Þetta er mjög náttúrulegt efni og á sér langa hefð en kannski er samt engin ástæða til að leyfa það hér á norðurhjaranum. 
mbl.is 60 kíló af fíkniefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gilda væntanlega sömu reglur um þessa jurt og marijuana.

Bjarni, hvað finnst þér um marijuana og þá staðreynd að það sé flokkað sem fíniefni og þar af leiðandi ólöglegt ?

Gunnar (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 15:18

2 Smámynd: Che

Mér finnst tvímælalaust að það eigi að leyfa neyzlu á khat hér á landi. Ekki spurning. Ef ekki, þá á að banna fíniefnið kaffi.

Che, 18.5.2011 kl. 15:37

3 Smámynd: Che

Ef ekki, þá á að banna fíkniefnið kaffi.

Che, 18.5.2011 kl. 15:38

4 identicon

Það á alveg tvímælalaust að banna þennan óþverra.

Sigþrúður (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 15:42

5 identicon

Ég sé nú samt ekki hvernig breiddargráða spilar inn í það, hvort leyfa eigi eitthvað ákveðið efni eða ekki.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 15:51

6 identicon

Ok hér er hvað Wiki segir um Khat ;

Khat contains the alkaloid called cathinone, an amphetamine-like stimulant which is said to cause excitement, loss of appetite, and euphoria. In 1980, the World Health Organization classified khat as a drug of abuse that can produce mild to moderate psychological dependence (less than tobacco or alcohol). The plant has been targeted by anti-drug organizations like the DEA.It is a controlled or illegal substance in many countries, but is legal for sale and production in many others.

Ég leifði mér að undirstrika það sem er innann sviga, en það segir að khat sé minna vanabindandi en tóbak eða vínandi. Inn á síðu Wiki er einnig samanburðarmynd sem sýnir ávanabindingu hinna ýmsu efna, og er hún unnin af Lancet sem er breskt læknarit og ætti þ´ví að vera marktækt. Ég er ekki að mæla þessu efni bót. Svo væri nú gaman að sjá lista lögreglu og tolls um ólögleg fíkniefni.

Kjartan (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 16:12

7 Smámynd: Che

Ef sígarettur, sem eru gífurlega vanabindandi og auk þess troðfullar af eiturefnum og þar með skaðlegar (bæði fyrir reykjandann og aðra nærstadda) eru leyfðar, þá á að leyfa khat. Annars er ósamræmi.

Ég mæli hiklaust með því að fólk tyggi khat í stað þess að reykja sígarettur.

Che, 18.5.2011 kl. 16:31

8 identicon

Che: Eða banna tóbak, eins og Læknafélagið hefur mælt með.

Haukur (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 18:52

9 identicon

When you chew Khat, you are on the top of the planet, but after you spit it out, the planet is on the top of you...

Fann þetta bara á netinu. Veit ekkert um málið en það væri gaman að prófa að rækta þetta :)

Magnus Skulason (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 21:38

10 identicon

Ég held að fái mér khat áður en ég fer í háttinn.

The Khat-man (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband