Um hagkvæmni stærðar og aðrar vitleysur

Guðmundur Brynjólfsson leiklistargagnrýnandi skrifar í athugasemdakerfi Eggjarinnar:

Þetta með trúarbrögðin „hagkvæmni stærðarinnar“ á líka við um það æði sem hér hefur farið yfir – og ekkert lát er á – um sameiningu sveitarfélaga.

Ástæðan fyrir því að við skulum nú vera niðurkominn – okkur að engu gagni – í EES er af svipuðum rótum runnin; ráðamenn hér og erlendis töluðu um lýðveldið Ísland eins og einhvern hrepp sem í engu gæti staðið vegna smæðar sinnar. Sú röksemdarfærsla var auðvitað, og er, firra. Við höfum verið lögþvinguð til að taka upp allskonar óskapnað í lagaformi og samninga vegna EES. En hinu ekki haldið til haga að það af því sem nýtilegt er hefðum við getað tekið upp eða skapað okkur eftir eigin höfði í samræmi við okkar eigin þarfir; við í okkar litla hrepp.

Sú krafa að við yfirgefum EES þarf að verða meira áberandi og hún þarf að komast fyrir alvöru til umræðu. Þetta ádrepa Bjarna er ágætt innlegg í þá umræðu – megi hún sjást sem víðast.

Sjá nánar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Bjarni. Ef EES-ESB-mafíuöflin telja sig eiga hönk upp í bakið á Íslenskum almenningi, með kröfum um að við göngum í ESB, með tilheyrandi fórnarkosnaði, þá þurfa talsmenn EES-ESB að gera grein fyrir þeirri kröfu sinni á réttlátan hátt, og með rökstuddum skýringum á þeim kröfum! Ef það er ekki mögulegt af þeirra hálfu, þá eru svika-peð í taflinu!

Íslenskur almenningur hefur engin not fyrir dulbúnar hótanir og svik, frá EES-ESB-talsmönnum á ofurlaunum, sem hafa lítinn skilning á hvað um er að ræða í raun!

Íslenskur almenningur, sem ber hitann og þungann af öllu sem hér á landi er framkvæmt, og stendur undir svikulu háskólakerfinu, er í raun rétthæstur til að fá áheyrn frá EES og ESB ofurafla heimsveldis-mafíunnar í Brussel!

Og ef ekki er hlustað á almenning Íslands, af þessum EES-ESB svikaöflum, þá er eins gott að setja lok á þeirra "viskubrunns" ábendingar og kröfur!

Hlutlausi og réttláti guðinn hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir, þ.e.a.s. þeim sem leiða hjá sér misvitrar ábendingar og áróður svikakerfis heimsins, og er heiðarlegur í lífsbaráttunni og fyrir lifibrauðinu!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband