Eldfjallaeyja og lokaður gluggi

Elín skipaði mér að sofa við lokaðan glugga í nótt. Ég geri það aldrei og hugsaði með mér að setja rifu á hann þegar hún væri sofnuð. Sem betur fer sofnaði ég á undan. Í morgun var allt þakið ösku á lóðinni og sömuleiðis í þvottahúsinu þar sem alltaf er opið fyrir köttinn Ásu Signýju.

Um daginn fundu menn forn en þykk öskulög í Reykjavík sem sýnir að enginn er hér óhultur. Tíðindin núna segja okkur að það er mikilvægt að búa svo í landinu að við getum verið því viðbúin að þurfa að rýma ákveðna landshluta og veita neyðaraðstoð með litlum fyrirvara. 

En það er samt fyrir mestu að loka glugganum þegar konan segir manni að loka glugganum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einmitt Bjarni minn, gera eins og konan segir, Bjarni minn segist ráða öllu því sem ég leyfi honum að ráðskast með og því fyrr sem eiginmenn átti sig á að þannig sé staðan, því betra verðir hjónabandið :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 23.5.2011 kl. 14:22

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Mikið rétt - máltækið segir "sá vægir sem vitð hefur meira"............

Eyþór Örn Óskarsson, 24.5.2011 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband