Af hverju ekki rekstrartrygging?

Stórhættulegur æðibunugangur við Múlakvísl er ekki gáfulegur. Og ekki heldur háværar kröfur um að Ögmundur reddi brú á stundinni. Þegar fyrirtæki verða fyrir rekstrarstöðvun vegna bruna eða annars sem tryggingafélög ná yfir þá bæta tryggingar rekstrartap.

Nú nær sjálfsagt engir tryggingasamningar yfir það rekstrartap sem ferðaþjónustuaðilar í Skaftafellssýslum verða fyrir en þá er eðlilegast að gera þá kröfu að samfélagið bæti mönnum tjónið sem þeir verða fyrir í minnkandi umferð um háannatímann. Vertíð ferðaþjónustu úti á landi er stutt og auðvitað er tap manna á svæðinu bagalegt. Það gæti jafnvel riðið einhverjum að fullu.

En ég furða mig á afhverju menn gera ekki einfaldlega kröfu að ríkið komi til móts við þetta tap sem er vitaskuld hægt að reikna út rétt eins og tryggingafélög reikna út tap af rekstrarstöðvun við venjulegri aðstæður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Pálsson

"Eðlilegast að gera kröfu um að samfélagið bæti tjónið"? Það er hreint ekki augljóst af hverju það ætti að vera eðlilegt.

Skúli Pálsson, 12.7.2011 kl. 22:26

2 identicon

Jú auðvitað er það augljóst.  Landsbyggðin á ekki að líða fyrir náttúröflin, frekar en þéttbýlið.

Ingvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 22:29

3 identicon

Rekstrarstöðvunartrygging myndi hafa getað bjargað þessum erfiðleikum að einhverjum hluta eða alveg að ég held. Sennilegast er ekki ódýrt að kaupa sér þannig tryggingu.

Númi (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 22:39

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég furða mig á því Bjarni að þú skulir ekkert fjalla um ruglið í sjávarútveginum og ráðgjöf Hafró.

Sigurjón Þórðarson, 12.7.2011 kl. 22:53

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá sjálfsagt á ríkið að  bæta líka öllum fyrirtækjum ef það verður aflabrestur. Öllum fyrirtækjum sem verða fyrir skakkaföllum vegna hækkandi vöruverðs. Útflutningsaðilum fyrir lækkandi gengi krónunar. Finnst þetta nú alveg út í hött. Þetta er sjálfstæðir atvinnurekendur. Það er nú ekki ljóst hvaða tjóni þeir hafa orðið fyrir. Maður hefur nú helst heyrt í bílaleigufyrirtækjum sem hafa látið í sér heyra. Við höfum ekkert fast um hvað mikið er um afbókanir enda held ég að það sé ekki svo mikið. Hvað með þá sem urðu fyrir tjóni vegna yfirvinnubanns flugmanna? Ef að þetta á að vera ríkistryggt þá verður að skattleggja þessa atvinnugrein fyrir tryggingargjöldum? Við erum þegar að að eyða hundruðum milljónum í hraða brúarsmíði og minni á ferðamenn koma væntanlega báðum megin frá.  Held að menn eigi nú aðeins að slaka á og sjá endanlega hversu mikið tjón verður. Menn hafa nú spáð svartnætti eftir öll gosin en manni skilst að menn hafi nú vel haldið sjó þrátt fyrir heimsendaspár í ferðaþjónustunni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.7.2011 kl. 23:25

6 identicon

það er alltaf viss hætta fyrir hendi í fyrirtækjarekstri, stundum gengur vel stundum illa. það neyðir enginn fólk til að búa þarna

steinunn fridriksdottir (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 23:29

7 identicon

Ósammála. Hvar á að draga mörkin á milli þess hvað ríkið á að bjarga og ekki bjarga. Það eru þúsundir af dæmum þar sem væri voða gott að hafa allt í axlaböndum ríkissjóðs - náttúruhamfarir eða aðrar hamfarir, þetta verður allt að tæklast í áhættugreiningu viðkomandi fyrirtækis og ef eitthvað af þessu kikkar inn, þá er það einmitt ástæðan fyrir að hafa þetta ehf í upphafi. Ef það ætti að fara út í svona þá væri örugglega skynsamlegra að hafa nýsköpunarfyrirtæki í axlarböndum frekar en annað dót sem getur í raun bara skipt um kennitölu ef þeim sýnist svo.

Róbert Róbertsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 23:48

8 identicon

Af hverju þá ekki að borga íssölum skaðabætur fyrir rigninardagana og minna selst af ís?

Ríkið fær ekkert auka fyrir sinn snúð þegar að ferðaþjónustufyrirtækjunum gengur vel, af hverju er sjálfsagt að taka þátt þegar gengur illa?

Erum við ekki komin með nóg af einkavæddum gróða og ríkisvæddu tapi ?

Guðmundur Ingi Þorsteinsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 00:04

9 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Bölvað bull er þetta í þér.´Ég fæ ekki betur séð en þeir ferðamenn sem lenda í þessum töfum líti á þetta sem ævintýri sem þeir áttu ekki von á. Þeir muna örugglega eftir þessum atburðum laungu eftir að þeir hafa gleymt öðrum úr ferðinni til Íslands.

Aulagangurinn í ferðaskrifstofunum er að nýta sér þessa atburði ekki til aulýsinga á stórkostlegum ævintýrum sem ferðamenn gætu lent í á Íslandi

Ragnar L Benediktsson, 13.7.2011 kl. 09:54

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um rekstrartryggingu, þegar náttúruhamfarir eru annarsvegar. Þær geta einn góðan veðurdag orðið svo miklar, að ekki dugar að fara til mistryggra tryggingarstofna. Hef ekki næga þekkingu á þessu til að tjá mig af einhverju innsæi eða viti. Æðibunugangur í Ögmundi, er ekki sanngjarnt að segja. Hann hefur gert sitt besta í þessum málum miðað við aðstæður, að mínu mati. 

En vegasambands-rof yfir hásumar, sem varðar afkomu og kosnað fjölmargra fyrirtækja (og þar með launafólks), á ýmsa vegu, skiptir svo miklu máli.

Gjaldeyrisskapandi ferðaþjónustu-atvinna er að gefa þjóðarbúinu gjaldeyri. Og okkur er sagt að ekki sé hægt að hjálpa fleiri heimilum og fyrirtækjum í landinu, vegna gjaldeyrisskorts sem AGS er að lána okkur í skömmtum, og þó samhliða kröfum AGS um hátæknisjúkrahús sem ekki er hægt að manna vegna lélegra launakjara á Íslandi? Er þetta ekki satt, og dálítið ruglingslegt! 

Ég hef víst ekki mikið fram að færa um akkúrat þetta atriði með fyrirtækjatryggingu. En aðrir, sem meira vit haf á þessu, segja væntanlega sín sjónarhorn á þessari hugmynd þinni. Og allar hugmyndir eru nauðsynlegar, í rökræðuna.

Er ekki samstaða þjóðarinnar og ríkisstjórnarinnar alltaf öruggasta rekstrartryggingin, og ekki síst þegar náttúruhamfarir eiga sér stað? Það má ekki spara eina krónu frá ríkissjóði, í að styðja við þá sem að verkum koma á slíkum tímum. Þannig á eðlilegt samfélag að virka að mínu mati.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband