Magatónlist í dómkirkju

lucie-300x199.jpgSat í gærkvöldi magnaða tónleika í Skálholtsdómkirkju þar sem slagverksleikarinn Lucie Antunes frá París lék tónverk á hin ýmsu hljóðfæri.

Og ekki verra að eitt besta stykkið var frumflutningur á verkinu Saman eftir Elínu mína og vakti mikla hrifningu. 

Tónleikunum lauk svo með slagverki sem listakonan lék með lófum á nakið hold sitt, einkum maga en einnig, hár, eyru og aðra líkamsparta. 

Undir morgun hlotnaðist mér svo að keyra Lucie og kaþólska prestinn Steinbjart á flugvöll í sól og dalalæðu sem gerir lífið bæði töfrandi og dularfullt.

Þeir sem misstu af tónleikunum geta hlustað á brot hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er súmsé liðin tíð að klappa megi á hold í Skálholtskirkju;)Takka fyrir tónlistarbrotið;)

Helga ágústsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 08:52

2 Smámynd: Óli minn

Ég var á staðnum og hafði mjög gaman af að sjá þetta og heyra. Þessi unga kona, Lucie, er mikill listamaður. Sellóleikurinn í "Saman" var líka magnaður svo og samspil þeirra Sigurðar og Lucie í því verki. Best fannst mér þó næstsíðasta verkið þar sem Lucie fór m.a. hamförum á trommunum.

Óli minn, 15.7.2011 kl. 10:08

3 Smámynd: Óli minn

... og svo var bláendinn á tónleikunum afar skemmtilegur.

Óli minn, 15.7.2011 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband