Brauðbakstur við 37 gráður

Það er sagt, að Hannes stutti hefði í æsku verið í sjálfsmennsku með móður sinni og haft lítið af mat, en þó minna eldsneyti. Höfðu þá fátæklingar þessir ekki önnur ráð til þess að geta borðað brauðbita, en að sitja á því, svo að það harðnaði lítið eitt. Þegar sulturinn tók að sverfa að þeim, átti konan að hafa sagt: „Heldurðu þessi sé ekki fullsetin, Hannes minn?“ Eða ef hann varð fyrri til: „Heldurðu þesi sé ekki fullsetin, manna?“
(Gömul kynni, Ingunn Jónsdóttir, 1946)

Nú er spurt, hvað ætli brauð sé lengi að bakast við 37 gráðu hita?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki um brauð en reyndi lambalæri á 60% í sólarhring og ekkert gekk. Sittu í viku og vittu hvað gerist með kærri kveðju.

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 23:04

2 identicon

Hún bakast ekki en getur þornað. Þú þarft minnst 65°c til að gerilsneyða, og enn meiri hita til að baka.

Carlos (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband