Einstaklega göfugt nes

Sem barni ţótti mér Langanes alltaf frekar asnaleg tota út úr landinu, alltof montiđ á kortinu miđađ viđ hvađ ţađ er mjótt. En nú hefir mér í fyrsta sinn hlotnast ađ eyđa nokkrum dögum á nesi ţessu og tek aftur alla fordóma mína. Fá nes eru jafn göfg og Langanesiđ í látlausri fegurđ sinni, djúpviturri kyrrđ og andagt. 

Viđ Elín fórum á honum Yngra Rauđ eins og langt og hjólin báru okkur áfallalaust en gengum frá bćnum Höfn ţvert yfir heiđar og mýrlendi, endalaus grjót og mosa, bungur og kvompur sem lyktuđu af íslenskri mýri, lambaspörđum og austrćnni naumhyggju. Beygđum stundum og gengum svo beint eđa ađeins austar en ţađ. Í fjarska sá ég Brandkrossa á sundi til Noregs og skálađi viđ hann í neskaffi. 

Eftir 10 kílómetra tramp ţar sem reyndi á ökkla í vegleysum komum viđ ađ heimreiđinni ađ Skálum sem er stórt sjópláss viđ ysta haf, engan veg og enga höfn. Fyrst sáum viđ tvilembu, ţá herstöđ, síđan bć Jóhanns bónda og nokkuđ frá flćđarmáli var bryggja sem aldrei náđi sambandi viđ sjó. Ţar voru og grunnar ađ kotum og höllum ţannig ađ stađurinn minnti helst á Sviđinsvík. Austan viđ bryggjuna var svolítiđ stjórnargrjót og manndrápslending.

Eftir ađ hafa hvílt ţar örmagna bein og étiđ nesti gengum viđ til baka og vorum undir kvöld komin ađ bílnum en líka ađ fótum fram - gömlu hróin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ásdís Sigurđardóttir, 5.8.2011 kl. 11:51

2 Smámynd: Eyţór Örn Óskarsson

Ţér fatast ekki í ferđalýsingunum Bjarni minn - alltaf gaman ađ lesa og hlusta.................

Eyţór Örn Óskarsson, 5.8.2011 kl. 14:36

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ţađ er einmitt svona sem vel lćsir göngumenn segja frá.

Og viđ, ţessir framsóknarmenn af gamla skólanum eru flestum öđrum betur lćsir á vegleysur eyđibyggđanna.

Auđna og ţróttur oft má sjá

eru fljótt á ţrotum.

Gakktu hljótt um garđa hjá

gömlum tóftarbrotum. (Eftir Ólínu Jónasdóttur) 

Árni Gunnarsson, 5.8.2011 kl. 19:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband