Ofmat krónunnar var mannanna verk - en hvaða manna?

Ofmat krónunnar var mannanna verk. Það varð ekki vegna þess að markaðurinn kynni ekki að lesa rétt  eða af einhverjum yfirskilvitlegum aðstæðum.

Það varð vegna þeirrar stefnu sem þáverandi (og þó einkanlega núverandi) ráðamenn Seðlabankans mörkuðu að halda verðbólgu niðri með ofurvöxtum.

Þetta með verðbólguna mistókst en hér tókst að  búa til ofurvaxtagjaldmiðil sem varð mjög vinsæll í braski um allan heim. Fyrir vikið sköpuðust hér kjörskilyrði til skuldasöfnunar, fjárglæfra og óráðsíu. 

Þannig var Seðlabankinn óbeint aðal gerandi í kreppunni og þeir sem vilja kenna Davíð Oddssyni um geta svosem gert það. Staðreyndin er samt að þessi vonda stefna var þar eldri en hans vera í bankanum og upphaflega skrifuð af þeim sem núna leiða sama banka...


mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sennilega alveg rétt en ef hún er rétt metin núna þá þýðir það líka að við erum ekki matvinnungar. Vinnuaflið er þá '' rétt'' skráð þarna einhverstaðar langt fyrir aftan Portúgal. Þá er líka deginum ljósara að við höfum ekki efni á 78 þúsund opinberum starfsmönnum eins og nú tíðkast. Í rauninni barnaskapur að vera að halda úti neinu nema sjúkrahúsum, 3 til 5 höfnum, elliheimilum og smádómstólum og svo auðvitað skólum. Að halda úti þessum stóru milliliðum sem stjórnsýsla sveitarfélaganna er og einhverju sem kallað er stjórnarráð og undirstofnanir þess margar kostar okkur óhemju í velferð og frítíma.

Einar Guðjónsson, 15.8.2011 kl. 23:17

2 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Komdu sæll,Bjarni,eg get nu ekki orda bundist,hvad med Sjalfstædisflokkin og tinn gamla flokk Framsokn???? voru teir algjørlega SAKLAUSIR tratt fyrir 18 ar i stjorn,eru tad ta bara tessum ljotu køllum i Sedlabankanum ad kenna hvernig for,en ekki onothæfum Politikusum,til hvers vorum vid ta med Rikistjorn og starfandi Althingi ef tid hafid allir verid puntudukkur fyrir Sedlabankan,var tad bara til ad fa god laun???margar odyrar afsakanar hefur madur nu heirt um i øllum handa tvottinum en tetta slær øll met.En tad versta er ad tad hefur ekkert betra tekid vid

Þorsteinn J Þorsteinsson, 16.8.2011 kl. 00:39

3 identicon

Takk fyrir að hafa í heiðri „Sannleikurinn er sagna bestur".

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 03:29

4 identicon

Það er rétt Bjarni og það er sorglegt að sjá þennan mikla hagfræðing Má Guðmundsson vera enn við stjórnvöldin og hafa ekki lært neitt að reynslunni í peningamálum.

Þarna sést nú hvað það getur verið varhugavert að fylgja trúmönnum þeir hafa ekki getu til að mennta sig og læra af reynslunni. 

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 08:05

5 identicon

Get nú ekki varist brosi út í annað af þessari söguskýringu hjá þér, en það helgast nú líka að því hvað þú ert skemmtilegur sjálfur!

Um Seðlabankann er það hinsvegar að segja að í tíð ríkisstjórnar D og B voru bankanum sett lagaskilyrði um verðbólgumarkmið. Með þeirri örmynnt og almennri einangrunarstefnu sem við höfum búið við, og ennþá er varin af þér og mörgum öðrum, þá eru stýrivextir eina "vopn" seðlabanka gegn verðbólgu. Þessvegna er það rétt að DO gat lítið annað gert hvað þetta varðar, og fáir hafa svo sem agnúast út í það. Það voru önnur og alvarlegri mistök sem þar voru framin sem hafa verið í deiglunni.

Þetta er allt hluti af því vitlausa hafta-, tolla-, örmynntar- og einangrunarsamfélags sem þú og þínir berjast fyrir og þessar öfgasveiflur munu ekki hverfa fyrr en skipt er rækilega um kúrs - og þú veist hvert!

Bestu kveðjur,

Hermann

Hermann Ólafsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 10:52

6 identicon

Ég heyrði eitt sinn hagfræðing frá háskólanum segja það í útvarpsviðtali: að þessir heimsins hæstu vextir á íslandi væru kostnaður við að halda uppi eigin gjaldmiðli. Þá spyr ég og hef spurt áður án þess að fá svar: "Hvað fáum við þá fyrir þennan mikla kostnað? hverjir eru kostirnir við að hafa eigin gjaldmiðil, sem eru nógu miklir til að réttlæta þennan mikla kostnað? Er einhver sem á svar við því????

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 10:55

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2011 kl. 12:04

8 identicon

Magnað hvað allir þurfa að vera sammála um hvað framsóknar- og sjálfstæðismönnum finnst, sem reyndar lögðu sameignlega grunnin að einu stærsta hruni og arðráni sem sögur fara af í vestrænu ríki.

Væri einmitt gaman að vita hverjir stýrðu örmyntinni krónunni í gegnum góðærið og eins gaman að kíkja á flokksskirteini viðkomandi eða hvaða flokka þeir styrktu hvað mest á meðan ráninu stóð.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband