Hversvegna ekki bara að kjósa?

Á fésbókinni fer nú fram athyglisverð keppni ESB-aðildarsinna og andstæðinga aðildar þar sem spurt er hvort draga eigi aðildarumsóknina til baka. Þegar þetta er skrifað eru andstæðingar aðildar yfir með um 3200 atkvæði á móti liðlega 2800 en fyrsta sprettinn voru aðildarsinnar yfir.

Kjósendur geta jafnframt lagt inn sínar athugasemdir og einn þeirra sem er á móti því að draga umsóknina til baka skrifar þar:

Styðjum íslensku samningarnefndina til að ná eins góðum samningi og hún getur til þess hefur hún umboð Alþingis Hef trú á að nú sé lag á góðum kjörum. Síðan tekur þjóðin afstöðu í kosningum þegar við vitum um hvað er í húfi.

Þetta hljómar vel og hversvegna vill fólk ekki leyfa samninganefndinni að klára?

Staðreyndin er að milliríkjasamningar eru ekki leikfang. Það sem við samþykkjum í samningaviðræðum við ESB mun hafa áhrif á stöðu okkar í heimsmálum í víðara samhengi. Við getum til dæmis ekki fallist á yfirráð erlendra þjóða yfir landhelginni án þess að það hafi svo áhrif á stöðu okkar gagnvart öðrum viðsemjendum. Það er ekki fallegur svipur á því að neita að ljá máls á einhverju við vini okkar Norðmenn sem við jánkum gagnvart Brussel. Sama má segja um


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni, EES var milliríkjasamningur. Schengen var milliríkjasamningur, aðild að UN var milliríkjasamningur, aðild að Nató var milliríkjasamningur.

Aðild að ESB er EKKI milliríkjasamningur.

Kolbrún Hilmars, 20.8.2011 kl. 19:55

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Kolla er meðetta :)

Óskar Þorkelsson, 21.8.2011 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband