Kanill útnefndur til Fjöruverđlauna

Ljóđabókin Kanill eftir Sigríđi Jónsdóttur bónda í Arnarholti var nú dag tilnefnd til Fjöruverđlaunanna viđ hátíđlega athöfn í Borgarbókasafninu í Reykjavík. sigga_jons.jpg

Kanill sem er gefinn út af bókaútgáfunni Sćmundi á Selfossi er önnur bók höfundar en 2005 kom út ljóđabókin Einnar báru vatn. Undirtitill Kanils er Örfá ljóđ og ćvintýri um kynlíf. Ţađ er bókaútgáfa okkar hjá Sunnlenska bókakaffinu, Sćmundur, sem gefur Siggu út, nú sem fyrr og ţetta er okkur mikill heiđur. kanill_copy.jpg

Fjöruverđlaunin voru fyrst veitt 2007 en ađ ţeim standa Rithöfundasambandiđ og Hagţenkir. Veitt eru ţrenn verđlaun, fyrir fagurbókmenntir, frćđirit og barnabćkur. Í fyrri umferđ eru tilnefnd ţrjú verk í hverjum flokki til verđlauna eđa alls 9 en á nýju ári verđa svo  ţrjú ţeirra valin til ađ hljóta sjálf verđlaunin.

Í umsögn dómnefndar um Kanil segir:

Hreinskiptin og tilgerđarlaus bók, nýstárleg ađ formi og innihaldi, međ sjö ljóđum og einu ćvintýri. Bókina einkennir erótík međ femíniskum undirtóni auk leiftrandi myndmáls og vísana úr alvöru íslenskri sveitarómantík.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleđilegt nýtt ár Bjarni minn og vegni ţér sem best á nýju ári.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráđ) 1.1.2012 kl. 21:49

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Heill og blessun á nýju ári.

 Que vadis ??

 Ekki " gráta"  - hvorki ţú né " Björn bóndi" ( Jón Bjarna).

 Vinur vor Ţórarinn Eldjárn sagđi í fyrradag.:

 "Ef rekinn ert úr dauđri stjórn,

 ekki verđa leiđur.

 Ţađ er hvorki ţraut né fórn,

 en ţvert á móti heiđur" !!

  Rómverjar sögđu.: Gaudium certaminis" ţ.e. "Sigur hreinnar samvisku",

Kalli Sveinss (IP-tala skráđ) 2.1.2012 kl. 15:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband