Hvað skulda ESB sinnarnir

Fjölmargir í hópi ESB andstæðinga hafa haldið uppi málefnalegri umræðu um aðra kosti í gjaldmiðilsmálum. Það hefur m.a. verið bent á beina upptöku annarra gjaldmiðla en eins og staðan er hefur íslenska krónan unnið þrekvirki í að rétta landið af eftir hrun hlutabréfafíklanna.

Það er nauðsynlegt að halda þessari umræðu áfram en þeir sem skulda þjóðinni eru ESB sinnarnir sem hafa neitað að taka þátt í málefnalegri umræðu eða að sjá aðra kosti en aðild að ESB. Einhverjir þeirra eru enn með hausinn í sandinum þó að það sé farið að orka tvímælið að Evrópusamnbandið sé til.

Jón Sigurðsson hefur verið í þessum hópi sem ekki hefur rætt aðra kosti en ESB. Ef hann vill koma í hóp þeirra sem taka þátt í málefnalegri umræðu um kosti Íslands í peningamálum þá er það mjög gott.


mbl.is Krónan er fíllinn í stofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er Össur hf ennþá skráð hér á landi ef umhverfið er mjög óhagstætt á sama tíma og félagið er í erlendri eigu að meirihluta?

Svarið er: Þeir vilja mergsjúga þjóðina. Fariði bara úr landi, er mitt svar.

Dagga (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 15:55

2 identicon

Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala Dagga. Össur hf reyndi að skrá félagið alfarið í Danmörku en Kauphöllin á Íslandi kom í veg fyrir það. Því er lítill hluti Össurar hf skráður hér á landi. Kauphöllin bar m.a. því fyrir sig að hún væri að vernda hagsmuni þeirra sem áttu hlut í Össuri hér á landi.

 Og ég stór efa að þú viljir arðvæn fyrirtæki úr landi. Ef svo er þá ertu mjög sérstök.

Kristján (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 16:01

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef Össur hefði viðskipti sín í USA, þá segði málpípa fyrirtækisins að við ættum að taka upp dollar og ganga um leið í ríkjasambandið.

Við eigum ekki að horfa til einstakra fyrirtækja og hvað þeim er fyrir bestu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2012 kl. 16:04

4 identicon

Bjarni minn góður,

má ég biðja þig um að tala / skrifa skýrar. Hvaða Jón Sigurðsson áttu við? Í svipinn man ég eftir þeim Jóni Sigurðssyni framsóknarmanni fyrrverandi flokksformanni, fyrrverandi seðlabankastjóra, sem vissulega hefir látið í ljósi einlægar innlimunaróskir í Brüsselríkið; og Jóni Sigurðssyni alþýðuflokksmanni, fyrrverandi bankastjóra erlendis og fyrrverandi svo margt annað hérlendis, svo sem fyrrverandi stjórnarformanni fjármálaeftirlitsins og um leið sitjandi seðlabankaráðsmanni framyfir hrun sem einnig er þekktur áhugamaður um "öreigar allra evrópulanda sameinist" undir evrufána þýsk-frönsku bankanna úr því að þeir íslensku féll hverra aðdáandi og málsvari hann var einlægur. Varla áttirðu við hann Jón okkar Sigurðsson standmynd sem steypt er úr eir? Eru til einhverjir aðrir Jónar Sigurðssynir á landi hér sem vert er að muna eftir? - Þinn kumpán Þórður

Þórður Sighvatsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 16:43

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég er skuldlaus. Hvað með þig Bjarni ? Annars hafa andstæðingar ESB á Íslandi ekki komið með neinar haldbærar leiðir til þess bregðast við núverandi ástandi á Íslandi. Nákvæmlega ekki neinar.

Þessi í stað er vísað í þá sem vilja ganga í ESB og taka upp evruna með þeim hætti sem Bjarni gerir hérna að ofan.

Þeir sem skulda þjóðinni hérna eru ESB andstæðingar. Þeir tala ekki fyrir neinum lausnum og hafa aldrei gert það. Andstæðingar ESB á Íslandi tala fyrir óbreyttu ástandi á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 15.2.2012 kl. 17:59

6 identicon

Flestum ætti að vera orðið ljóst hvaða heiðursmann átt var við. En varðandi Össur Hf. þá ættu menn sem hafa ögn meira en gullfiskaminni að muna eftir að þegar össur tók lán fyrir nokkru síðan, varð fyrirtækið að taka lánið á dótturfyrirtækið í Danmörk þar sem ekki fékkst fyrirgreiðsla á móðurfyrirtækið á Íslandi. Segir það nokkuð um trú erlendra fjármálafyrirtækja á Íslandi og hinni margrómuðu íslensku krónu?

Bergur (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 19:37

7 Smámynd: The Critic

Ég vitna nú bara í forstjóra Össurar, "það er verið að þakka brennuvargi að ekki fór verr".
Ef einhverjir eru með hausinn í sandinum þá eru það ESB andstæðingar. Ef ísland hefði verið með evru þegar hrunið varð þá værum við ekki að borga 250 kr fyrir bensín lítran heldur 130kr. Hér tvöfaldaðist verð á einni nóttu, en það eru allir búnir að gleyma því og orðnir vanir því að hafa allt svona dýrt.

The Critic, 15.2.2012 kl. 20:22

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég veðja kippu af bjór að ESB á bara 5 ár eftir.

Ástæða 1: ein stærð hentar ekki öllum.  Og sjáið löndin í ESB.  Þau eru ekki einu sinni lík, sum hver.

Ástæða 2: Þýzkaland hefur ekki endalausan pening til að halda uppi öðrum þjóðum.  Og þjóðverjar taka það varla í mál endalaust.

Jú, það er margt sniðugt í Evrópu sem mætti gera hér líka, en það er líka margt sniðugt gert í Bandaríkjunum, Kanada, og hér og þar í Asíu, sem vel mætti herma eftir hér.  Af hverju er það ekki frekar gert?

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2012 kl. 21:04

9 Smámynd: The Critic

Ásgrímur: Þú hefur ekki hugmynd um hvað ESB snýst, ekkert frekar en flest allir þeir sem eru á móti þessu. ESB er ein sú besta kjarabór sem íslenskum fjölskyldum hefur boðist frá upphafi.

The Critic, 15.2.2012 kl. 21:40

10 identicon

Það var nú meira helvítis þrekvirkið hjá krónunni að lækka kaupið mitt um 30 - 40% á nokkrum mánuðum og skulda ég nú engin gengislán. Það er fínt að geta bullað einhvern sælukenndann sveitahroll frá Pakistan. By the way, verslarðu mikið fyrir íslenskar krónur þar suðeystra. Ég er vissum að þúsundkallarnir standa útum eyrun á þér eins mikill happafengur og krónan er.

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 21:43

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef ESB er kjarabót, hver borgar þá brúsann?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2012 kl. 23:56

12 identicon

Ef lágvöruverðsverslanir eru kjarabót, hver borgar þá brúsann?

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 13:28

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ESB lágvöruverslun?

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2012 kl. 13:52

14 Smámynd: Bjarni Harðarson

Fyrir utan öll önnur hermdarverk þá skulduðu stofnendur Bónus 1000 milljarða við hrun,- þjóðin borgaði brúsann Sigurður.

Bjarni Harðarson, 16.2.2012 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband