Viljum við samkeppni í heilbrigðisþjónustu?

Nú þegar ég er kominn með hugann heim og alveg að lenda dett ég um afar greinagott blogg Páls Hannessonar um heilbrigðistilskipun ESB. Er það virkilega svo að þeir sem vilja í ESB vilji um leið alþjóðlega samkeppni í þessum geira.

Þegar Evrópusambandið ætlaði sér að markaðsvæða hina opinberu almannaþjónustu í stórum stíl með framlagningu þjónustutilskipunarinnar 2004, mætti sambandið harðari andstöðu en það hafði átt von á. Virðuleg læknasamtök, verkalýðshreyfingin og aðrir er létu sig velferð almennings varða mótmæltu harðlega. Og það var ekki fyrr en ESB lofaði að draga heilbrigðisþjónustuna og félagsþjónustuna undan áhrifavaldi þjónustutilskipunarinnar að draga fór úr óánægju. Síðan hafa fulltrúar ESB hamrað á því að þessir þættir almannaþjónustunnar falli ekki undir tilskipunina. Illu heilli hafa bæði stjórnmálamenn og stjórnsýsla gagnrýnislítið tekið undir þann söng, eins og sjá má í umsögnum og umræðum um þjónustutilskipunina og lögin um þjónustuviðskipti. Því miður er sú staðhæfing í besta falli hálfsannleikur. Hvað varðar umsvif heilbrigðiskerfisins fellur sennilega meirihluti þess undir ákvæði þjónustutilskipunarinnar. 

 Þeir sem halda að ESB byggi á félagslegum gildum vaða í villu. ESB byggir á því afbrigði frjálshyggjunnar sem helst gagnast alþjóðlegum stórfyrirtækjum.

Sjá nánar bloggsíðuna ESB og almannahagur,  http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1224409/  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Bjarni erum kannski lítið ósammála (að minnsta kosti um ESB og nauðsyn þess að lækna fátækt fólk), þótt ég láti fyrirsögnina fara í taugarnar á mér. Og það er ekki af því, að ég vilji drífa í því að selja Landspítalann, heldur mundi ég láta mér nægja í fyrstu atrennu að eiga sem valkost heimilislækningar með gamla laginu, nefnilega á einkareknum stofum - já, svo ég segi bannorðið með öllum munninum: stofum í samkeppnisrekstri. Eftir að ríkið setti upp heilsugæzlustöð í minni heimabyggð í Suðurkjördæmi, hefur lengst verið viðvarandi læknaskortur (sem ekki var fram að því), bið eftir viðtölum (nema þá á bráðavakt, og ómögulegt að vita, hvaða læknastúdent mætir) og ekki einn einasti maður lengur með sinn fasta heimilislækni. Þá fer í vaskinn allt það traust og sú gagnkvæma viðkynning, sem spilaði rullu fyrr á árum - og gerir enn í nágrannalöndum, eins og til dæmis þeirri sósíalíseruðu Danmörku. Og hver er svo hagurinn fyrir íslenzka ríkið? Jú, hjá þessari stofnun, sem ég neyðist til að skipta mest við, hefur árum saman verið reynt að gúmma á ríkissjóð, oft með dásnotrum árangri í formi stóreflis aukafjárveitinga, til að hreinsa upp gamla óreiðu. Það ætti í rauninni ekki að snúast um hægri-vinstri í pólitík að stokka þetta smávegis upp, heldur skynsemi versus steindauða kerfiskalla og kellíngar. Góð kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband