Fíflaleg mannvíg

Tölvuleikur Bandaríkjamanna í Waziristan er eitt fíflalegasta og aumingjalegasta stríð sem háð hefur verið í veraldarsögunni.

Tölvuleikur því engir bandarískir hermenn koma hér á vettvang heldur bara tölvumenn á fínum kontór sem stýra mannlausum flaugum.

Fíflalegur því að Bandaríkjamenn eru að drepa fákæna og einangraða sveitamenn í Pakistan til þess að sýnast í baráttu við hryðjuverk í heiminum.

Það er aðeins tímaspursmál hvenær litið verður á ítrekuð mannvíg heimsveldisins sem stríð við Pakistan.


mbl.is Átta vígamenn féllu í loftárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig ætli þessi dráp Bandaríkjamanna samrýmist alþjóðasamþyktum um stríð?  Nú eða mannréttindi?    Voru þessir svokölluðu vígamenn að ráðast að einhverjum þegar fírað var á þá?  Ef þetta er ekki stríðsaðgerð, (sem það er varla þar sem Bandaríkin eru ekki í yfirlýstu stríði við Pakistan) var þetta þá aftaka?  Sú aftaka hefur þá verið án dóms og laga.   Er ekki  bara réttast að kalla þetta sínu rétta nafni, þ.e. hryðjuverk?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 22:58

2 identicon

Sæll.

Hvað veist þú nema farið hafi fram réttarhöld yfir þessum mönnum? Slíkt er gert af sumum ríkisstjórnum en þau eru einfaldlega ekki opinber. Auðvitað væri best ef hægt væri að handtaka þessa menn og rétta yfir þeim en á meðan Pakistanar þora ekki að framfylgja lögum þarna er þetta eina leiðin, því miður. 

Þessir menn eru ekki fákænir þó svo þú hafir kannski þær ranghugmyndir um þá. Fákænir menn valda ekki þróuðum herjum verulegum mannskaða og talsverðu tjóni. Þessir fákænu menn egna gildrur þar sem stundum tugir hermanna láta lífið í einu. Fákænir eru þeir ekki en orð þín undirstrika þekkingarleysi þitt á þeim og aðstæðum þarna. Margir þessara öfgamanna er hámenntaðir og engin flón.

Afdalamennska þeirra sem sitja langt í burtu og vita nákvæmlega ekkert um hugmyndaheim þessara mann er merkileg. Þú og BG ættuð kannski að bjóða ykkur fram sem ráðgjafa í stríðinu við hryðjuverk?

Hvað veist þú um þessa þrjóta? Hvað veist þú um þeirra hugmyndaheim? Hvað veist þú um afstöðu Pakistana til öfgasinnaðra múslima? Veistu þú hvort yfirvöld í Pakistan setja sig upp á móti þessum árásum? Væri afstaða þín önnur ef bandarískir hermenn mættu á svæðið og dræpu þá? Það má skilja af þínum orðum!

Bandaríkjamenn eru ekki í stríði við Pakistan en þeir sem eru drepnir í Waziristan eru ekki bara Pakistanar heldur af ýmsum þjóðernum. Merkilegt er að svo virðist sem þið vitið það ekki en um leið segir það mikið um ykkur ágætu herramennina. Öfgamennirnir eru frá ýmsum löndum og m.a. frá Evrópulöndum. Eiga kanarnir að lýsa yfir stríði við t.d. Englendinga til að mega drepa enska öfgamenn? Bretinn er í miklum vandræðum vegna enskra öfgamanna.

Hvernig var það BG, var réðst Hitler sjálfur á eitthvað? Hvað með Stalín? En Idi Amin?

Málflutningur ykkar ágætu herramannanna væri hlægilegur ef hann væri ekki svona uppfullur af þekkingarleysi. Hatur sumra á Bandaríkjamönnum er þeim til vansa.

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 10:08

3 identicon

Helgi "Eiga kanarnir að lýsa yfir stríði við t.d. Englendinga til að mega drepa enska öfgamenn?"

Hvað ertu að fara þarna?  Eru Bandaríkjamenn að drepa enska öfgamenn, og þá kanski með fjarstýrðum flugvélum?

Eða ertu á einhvern hátt að vísa til sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna?  Ég skil ekki alveg!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 11:58

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Nafnleysinginn sem hér skýlir sér bakvið að geta verið hvaða Helgi sem er er hér fulltrúi ótrúlegrar möntru um það að Ameríkanar hinir góðu megi drepa vonda menn í vondu landi. Eftir stendur spurning Bjarna Gunnlaugs sem ekki er svarað, - mega Bandaríkjamenn þá t.d. drepa vonda menn í Bretlandi með ómönnuðum flugvélum eða á þetta bara við í löndum sem eru á valdi hinna vondu sonu spámannsins.

Bjarni Harðarson, 11.3.2012 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband