Nöturleg byrjun á uppgjöri

Fangelsun Baldurs Guðlaugssonar er nöturleg byrjun á uppgjöri við hrunið. Tugir bankstera gengu um eins og efnahagslegir hryðjuverkamenn með kappa eins og Jón Ásgeir, Sigurð í Kaupþingi og Björgólfana fremsta í fylkingu.

Þó svo að Baldur Guðlaugsson sé ekki saklaus lögum samkvæmt er hann samt eins og kórdrengur við hliðina á þessum banksteraliði. Það er því nöturlegt að það skuli vera hann sem fer fyrstur bakvið lás og slá og það fyrir afbrot sem er svoldið erfitt að skilgreina sem illviljaðan ásetningsglæp.

Ef svo fer að hann einn fer í fangelsi þá hefur okkur mistekist að gera hrunið upp með sómasamlegum hætti.


mbl.is Baldur hefur hafið afplánun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Leitt að einhver þurfi almennt að sitja í fangelsi. Það á við um hann sem og aðra sem þangað þurfa að fara eftir að sekt þykir sönnuð í dómstólum okkar.

En hvar í röðinni hefði hann átt að fara inn ? Hefði kannski verið réttast að hafa þá í stafrófsröð, svona til að gæta jafnræðis ? Eða ætti þetta að fara eftir upphæðum á meintum brotum ? En m.v. fréttir á pressan.is, fer hann fram fyrir 300 aðra í röðinni sem hafa beðið allt að 4 ár með að taka út dóm sinn. Sanngjarnt ? Eða væri betra, þar sem um enn einn kórdrenginn er að ræða, að hann færi þá síðastur inn og biði í óvissu og vanlíðan lifandi einn dag í einu sem er algjör pína fyrir hvern sem því hefur kynnst. Það á auðvitað enginn að þurfa að bíða eftir að taka út dóm sinn.

Má vel vera að hann sé kórdrengur/ smákrimmi  í samanburði við einhverja aðra meinta og dæmda glæpamenn. En er það ekki venju samkvæmt ? Eru fangelsin okkar ekki einmitt full af smákrimmum sem nappa kjúklingum úr matvörubúðum ofl í þeim dúr eða selja bréf sem ekki allir höfðu tök á ? Hvað með þann sem keypti ?

Ætti kannski að takmarka aðgang að fangelsum m.v. einhverja upphæð sem lögbrot á við um ? Hvar ættu þá mörkin að vera ? 210 milljónir ?   300 milljónir ? 1/2 milljarður ? 1 milljarður ? 5 milljarðar ? Margir fleiri  smákrimmar / kórdrengir myndu án efa fagna og þyrftu þá ekki að sitja inni.

Þú þarft auðvitað ekki að svara mér, ég er nú bara að hugsa upphátt í hálfkæringi.. ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.3.2012 kl. 20:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef löngum haldið því fram Bjarni, að það verða ENGIR af þeim sem eru alvörugerendur í hruninu settir í fangelsi.  Öðru hvoru verða svona "smápeð" eins og Baldur Guðlaugsson og þessir tveir verðbréfastrákar úr Kaupþingi, teknir og dæmdir í fangelsi og með því er áætlað að almenningur verði friðaður.  Við sjáum það núna að það kemur afskaplega lítið út úr öllum þessum "rannsóknum" hjá sérstökum saksóknara en kostnaðurinn er orðinn nokkuð mikill................

Jóhann Elíasson, 13.3.2012 kl. 21:14

3 identicon

Svo að ég geti skilið til fullnustu, hve alvarlegur glæpur Baldurs var, langar mig að vita, á hverjum hann bitnaði. Hver keypti af honum hlutabréfin?

Sigurður (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 23:18

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sammála "ef svo fer að hann verði einn..." en ég veit að svo verður ekki! Landsdómur hefur staðfest það í mínum huga að bankastjórnendur nir eru mafíosar og þjofar!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.3.2012 kl. 00:57

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Má skynja einhverja "eðal-gæsku" í þessum titli?  Sönnunarbyrði í fjársvikamálum almennt er afar erfið!  Það verður að vera hægt að sýna fram á  ásetning og tilraun til að leyna svikunum. Slíkt þarfnast nákvæmrar og skotheldra sannana, annars verður málinu fleygt út!

Innherjasvikamál eru tiltölulega hrein og bein! Þess vegna ætti Sérstakur að púrra þeim út núna þegar komið er fyrsta fordæmi í slíku máli á Íslandi.

Sýnist á fréttum að verið sé að vinna hörðum höndum að afla dómtækra sannana á meintum fjársvikum og brotum á hlutafjár - banka- og skattalögum. 

Kannski er ekki langt að bíða, en forgangsröðun á málum eða mönnum er ekki alveg aðalatriðið þegar á heildina er litið.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.3.2012 kl. 05:25

6 identicon

Tek nú undir það. Að þessi fyrrverandi ráðuneytisstjóri sé fyrstur manna til að fara í fangelsi vegna brota í kringum "útrásina" og bankarúnkið fyrir hrun.

Þeir eru nokkrir sem hefðu mátt fara á undan honum. Það er óhætt að segja. Með nasir fullar af kóki.. eða var það dæet kók? gamblandi með fé bankanna eins og það væri þeirra eigin inneign í spilavíti ... lánandi sjálfum sér og tengdum félögum.. síðan hvorir öðrum milli banka.

Það segir sig sjáflt að þarna var engin bankastarfsemi í gangi. Frekar en einhver, þá (áhættu)fjárfestingabanki...

Enda þetta fór lóðbeint á hausinn fáeinum árum eftir að þeir voru einkavæddir til félagsmanna þáverandi stjórnmálaflokka sem voru við völd. Flokksgæðinga svokallaðra. Bankar sem höfðu sumir verið áratugum saman í starfsemi ... að þetta var allt lagt í rúst. Og bagginn lendir á þjóðinni á meðan þeir sem eru ábyrgir labba burtu með nóg fé.. og lifa eins og kóngar erlendis.

Að hugsa sér.. íbúðareigendur eru nú vegna ástandsins orðnir eignalausir margir. Fólk sem fór varlega .. borgaði inn á íbúðina og tók íslenskt lán hjá íbúðalánastofnun.. að eignanluturinn er löngu gufaður upp.. og lánið hækkar við hverja afborgun.

Síðan er talað um að það lendi á gamla fólkinu ef þessi forsendubrestur er leiðréttur. - Það sem lendir á gamla fólkinu voru fjárfestingageðveiki þeirra sem stjórna lífeyrissjóðunum.

Það sem bjargaði þeim var að vegna ástandsins og hrunsin að þá hækkuðu íbúðarlánin upp úr öllu valdi og tugir milljarða skiptu um hendur.. með reiknikúnstum.

Síðan kemur Hreyfingin með frumvarp til að reyna að leiðrétta þessa geðveiki .. heldur einhver að þetta verði staðfest á þingi? - Fyrir hverja eru þessir þingmenn að vinna?

fari þetta lið allt í rass og rófu!

Einar (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 12:25

7 identicon

Sammála Bjarni, er þetta ekki bara svipað eins og með að þú fórst af þingi vegna smá mistaka, en margir vel spilltir sitja sem fastast! Úff, það er málið að það er sennilega einmitt þeir sem kannski eru minnstu sökudólgarnir sem fá dóma!

Hafdís Erla Bogadóttir (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 15:41

8 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þakka þér Bjarni að upplýsa um þessa merkilegu færðigrein “saman-burðar-réttarfars-fræði”. Fræðigreinin virðist ekki skilgreina afbrot á venjulegan hátt, heldur er einungis dæmt fyrir “illviljaða ásetningsglæpi”. Þetta telst sannarlega til nýmæla.

 Einnig er sérkennilegt að þar sem “saman-burðar-réttarfar” er í notkun, eru sakamenn ekki dæmdir af dómstólum, heldur annast Bjarni Harðarson að fella dóma.   

Fróðlegt væri að vita hvaða dóma Bjarni fellir yfir núverandi ríkisstjórn, fyrir Icesave-glæpinn og ESB-afbrotið. Er ekki rétt að Jóhanna, Össur og Steingrímur fá að deila fangaklefanum sem hýsir núna Baldur Guðlaugsson ? Vonandi er “saman-burðar-réttarfarið” hraðvirkt.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 15.3.2012 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband