Kátleg mynd af meintum andstæðingum

...
Öðrum þræði er það kátleg mynd að þeir sem segjast vera hvað mest á móti ESB aðild vilji að ESB lestin fari sem hraðast. Í hinu margbrotna og flókna aðlögunarferli ESB er nefnilega ekkert sem heitir bara að kíkja og sjá, það verður að gera og græja um leið, svo notað sé götumál. Aðeins með aðlögun eins og þeirri sem farið er fram á í landbúnaði núna, fá Íslendingar að „vita" hvað er í ESB pakkanum. Reyndar er þetta með að sjá ofan í pakkana svoldið eins og að horfa ofan í pappakassa í myrkri því enginn veit hvaða áhrif hafi þau ókjör af reglufári sem við blasa.

Sjá nánar á Vinstri vaktinni, http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1233723/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Rólegur Bjarni.Það borgar sig ekki fyrir þig að vera að samjaðra fyrir Steingrími.En það er rétt að ESB er með" komdu og skoðaðu í kistuna mína" taktík.En það verður kosið um það í Alþingiskosningunum hvort ekki sé rétt að hætta þessu, á þann hátt að leyfa þjóðinni að kjósa um það.Þeim sem ekki vilja ganga í ESB er nokk sama hvað ESB gefur í skyn að sé í kistunni.Það er ekki neitt þar.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 11.4.2012 kl. 20:46

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Bjarni,

er ekki kominn tími fyrir þig sem liðsmann VG að safna liði þinna manna og þrýsta á formann ykkar að segja skilið við þetta kíktu-pukur ofan í pakka sem er galtómur og gefur ekkert af sér, en tekur þeim mun meira til sín?

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.4.2012 kl. 16:27

3 identicon

Sæll Bjarni minn.

Flott blogg hjá þér meistari.

Bestu kv.

Valgeir M. P.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband