Aldarfjórðungi síðar

...og tuttugu og fimm árum síðar erum við stödd í Tallink í Riga eða Ritz í Tallin og nú segist hún ætla að hlaupa en ég fæ þá bara auka expresso á meðan og kaupi mér plastskó af rússneskri alþýðunni. p5040182.jpg

Best eru húsin hér, ægimikil og forn en forsetahöllin sem sést á myndinni er frekar íburðarlítil. Þar inni geta menn og konur fengið mænuígræðslur en við sleppum því og förum frekar til Jurmala þar sem Elín ætlar að dýfa tánni ofan í Eystra Saltið.

Vonandi samt bara sinni tá en ekki minni en eftir langt hjónaband veit maður samt aldrei og bara hlýðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafið það sem best í Tallin og ég bið að heilsa duglegu konunni sem brosir svo fallega á myndinni :)

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 17:26

2 identicon

...staðsetningin er dálítið óljós hjá Bjarna, en við erum í Riga:-) Takk fyrir kveðjuna.

Elín Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 21:11

3 identicon

Góðar kveðjur Bjarni minn.

Hafðu það sem best vinur.

Kv. Valgeir M. Pálsson

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband