Til hamingju Hrafnista

Það er ástæða til að óska gamla fólkinu á Hrafnistu til hamingju með frelsið.

Fárviðrið sem nokkrir sjálfsskipaðir talsmenn AA manna reyndu að gera út af þessu er raunalegt.

Stundum er því haldið fram að það séu bara ofdrykkjumennirnir sem komi óorði á áfengið og eitthvað er til í því.

Það eru líka bara ofstækismennirnir sem koma óorði á okkur þessa uppþornuðu. Flestum okkar líkar bara vel að heilbrigt fólk fái sér örlítið í tána.


mbl.is Skálað í Skálafelli á Hrafnistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flest verður Íslands Hrafnistumönnum að óhamingju.

Öl er böl, Bjarni Harðarson. Það ættir þú að þekkja flestum mönnum betur. Byrjaðir þú ekki einmitt á því að "fá þér örlítið í tána"?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 22:54

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég er einn þeirra sem skapaði þetta fárviðri sem þú talar um Bjarni, með því að blogga gegn því að þarna yrði opnuð öl og vínstofa.

Ég tel ekki að það hafi verið stigið framfaraspor með því að senda "vínmenningu" inn á öldurnardeild.

Fyrst er nú til að taka, að það er enginn menning í víndrykkju yfirhöfuð.

Þú getur litið til ölstofanna í Englandi og klúbbana þar sem reykt var og drukkið og menn fundu mikið til sín að vera þarna meðal "fína" fólksins.

Í þeim heimi er sullað með vín alla daga og allar stundir og ekki sjáanleg aukin menningaráhrif af því. 

Svo er annað, af hverju er nú fyrst farið að snurfusa og gera fínt umhverfið þarna í tilefni af innkomu Bakkusar. Af hverju mátti ekki gera notaleg og aðlaðandi húsakynnin, án þess að vínið fengi þar eitthvert hlutverk?

Auðvitað vonar maður að þarna verði ekki nein drykkjarlæti, en skilaboðin út í þjóðfélagið eru augljós. Að vín sé af hinu góða og skuli haft um hönd. Þá er um leið lokað augunum fyrir því, hvað það er víðsjárvert og hvað það hefur tekið marga með sér út í hreinar ógöngur, þegar verst lætur.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 7.9.2012 kl. 01:26

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þér Bjarni. Flottu eldriborgararnir sem unnu hörðum höndum fyrir lifibrauði þeirra sem yngri eru, eiga að hafa frelsi til að gera það sem þeir vilja. Þeir eru búnir að vinna fyrir sínu og sínum, og margir rúmlega það.

Það er eins og sumir vilji hafa þetta heiðursfólk í fangelsi, og taka af þeim sjálfræðið, þegar það er hætt að vinna? Hvers konar frekja og forræðishyggja er það? Hefur þetta fólk ekki full mannréttindi til að gera það sem það vill í ellinni, og taka ábyrgð á því? Það er alla vega mín skoðun að hver og einn eigi að hafa fullveldi og mannréttindi til að taka ábyrgð á sér sjálfur!

Til hamingju heiðursborgarar, með skálafell-brjóstbirtuna. Þig eigið þetta smáræði svo sannarlega skilið :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.9.2012 kl. 09:13

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Anna Sigríður, það er smá misskilningur í þessu öllu.

Eldri borgarar eiga einmitt að ráða sér sjálfir í smáu og stóru.

En þegar kemur að smásyndunum þá eiga menn að gera það hver á sínum einkaverustað.

Þar hefur alltaf verið leyfilegt að eiga vín og nota, svo lengi sem það hefur ekki bitnað á öðrum vistmönnum.

Með því fyrirkomulagi sem nú er komið á, þá má segja að vistmenn sem ekki hugnast víndrykkja og það sem henni fylgir, sé eignlega úthýst.

Hafa vínlausir einhvere annan samastað í húsinu?

Ef þeir hafa það, er sá staður eins vistlegur og aðlaðandi eins og hinn nýji vínsalur?

Ef svo er ekki, þá er fólki mismunað á þann hátt, að þeir sem velja syndina fram yfir, fái flottari aðbúnað heldur en hinir.

Það væri fróðlegt að vita um þá hlið málsins.

Að öðru leyti kemur þetta ekki við mig, því ég bý ekki á þessum stað.

Þetta minnir mig bara á ástandið fyrir 50 árum, þegar reykingafólk átti sviðið og þeir sem ekki reyktu urðu að "reykja" með hinum, því þeir þurftu að anda að sér eins og annað fólk og komust ekki undan að lifa í sama veruleika og reykingamennirnir.

Þessu ástandi hefur verið breytt með almennum lögum í landinu.

Greinilega er eftir að skoða þátt vínsins í þessu öllu saman.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 7.9.2012 kl. 13:36

5 identicon

Fáránleg forræðishyggja að ætla að banna þetta.. þetta er ekki leikskóli.
þeir sem vilja ekki fá sér sleppa því bara.. málið leyst

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 16:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir hamingjuóskir þínar Bjarni.  Það er með ólíkindum að fólk ætli sér að hafa forræði yfir því gamla fólki sem er á sínu ævikvöldi.  Hlustaði á gamla fólkið, þeir sem ekki drekka bara hafa það þannig áfram, þeim sem finnst gott að fá sér glas undir nóttina eiga bara skilyrðislaust að fá að hafa það þannig og ég segi nú bara SKÁL!.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2012 kl. 17:13

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það voru reyndar SÁÁ menn sem mæltu aðallega gegn þessu enda er það skiljanlegt vegna eðlis samtakanna. Ekki lítið ofstæki annars og einsýni í þessum stutta pistli. Ekki skárra en það sem verið er að deila á.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.9.2012 kl. 19:44

8 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ásthildur Cesil segir SKÁL!

Ég vil bæta við SKÁL í HÓFI!

Njóti þeir sem njóta vilja og vonandi hrasar enginn vistmanna, né gesta, né starfsfólks, né borgarstarfsmanna.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 7.9.2012 kl. 19:45

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigurður það er málið skál í hófi, það er alltaf best.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2012 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband