Á röltinu á Hornafirði

Sit í Ásgarði sem var verbúð þegar ég var strákur hér á Höfn á Hornafirði, núna fínasta gistihús og morgunverðurinn hlaðborð sem er annað en var í fiskinum í gamla daga. En Hornafjörður er eins, jökullinn eins, hvorutveggja óborganlegt. Vorum hér á fundi í gærkvöldi, ég og Helga Sigrún Harðardóttir sem ýmist er talin vera konan mín eða systir mín... Nú bíður okkar að fara í fyrirtækjarölt og ef ég þekki Hornfirðinga rétt taka þeir vel á móti okkur. Nú eins og fyrri daginn.

Hitti Öræfinga og Suðursveitunga í gær. Á síðarnefnda svæðinu fann ég að virkilega hafði verið tekið eftir greininni minni þar sem ég skrafaði um að ég vildi verða þingmaður Suðursveitar. Þótti vænt um það og nú er ekki annað að gera en fara að halda sérstakan Suðursveitarfund...

Meira síðar.

ps. skrif mín um meinta klámhunda á Hótel Sögu hafa sveimér vakið athygli og margir hnotið um.  Mér er svosem ekkert hjartans mál hvar flokksþing Framsóknarmanna er haldið en tel bara rétt að það sé á hreinu að Framsóknarmenn gera ekki svona hluti með myndavélar yfir sér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Þessi sveit er guðdómleg.  Farðu á gólfvöllinn og þá færð þú fallegasta útsýni frá gólfvelli veraldar.  Austfirðirnir eru kingimagnaðir og ekki má gleyma steinunum sem eiga engan sinn líka í fegurð og krafti.  Verð að koma þangað alla vega x 1-2 á ári til að hlaða batteríin. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 19.2.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

get ég?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.2.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok ég get sent mína skoðun, takk Bjarni.

Í fyrsta lagi vil ég segja það að það væri okkur Kópavogsbúum og örugglega höfuðborgarbúm til mikils gagns að hafa Strætó til Selfoss!

 Íöðru lagi sannar þú það sem móðir mín hefur alltaf sagt að Framsókn býr yfir GÓÐU FÓLKI!

Í þriðja lagi (eins og Jón Baldvin notar...) GANGI ÞÉR VEL. þÚ ert ekta og frábær penni! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.2.2007 kl. 17:25

4 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Algerlega sammála þér um þetta með myndavélina,

Anna Kristinsdóttir, 20.2.2007 kl. 21:53

5 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Sæll Bjarni!

Ætlaði bara að láta þig vita að ég er að flytja til Selfoss og mun væntanlega

kaupa mikið af bókum! Líst vel á Suðurlandið enda fögur hlíðin.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 20.2.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband