Rörsýn sérfrćđigeirans og ţađ ţegar ég var feiminn...

Viđ sem eigum fötluđ börn ţekkjum mörg ţá baráttu sem hér er lýst. Barn sem ţarf á ţví ađ halda ađ vera međ sínum líkum í sérskóla er skyldađ í bekk međ "venjulegum" börnum af ţví ađ blöndunin er regla ofar hagsmunum barnsins.

Viđ Elín stóđum í ţessari baráttu međ Magnúsi okkar fyrir nćstum 15 árum síđan og síđan ţá hefur ástandiđ heldur versnađ. Ţađ er samt ađ verđa svolítil glufa í umrćđunni. Ţá var mađur eiginlega feiminn (já, já ég get líka veriđ feiminn!!) viđ ađ viđurkenna ađ mađur berđist fyrir ţví ađ barniđ vćri í sérdeild,- samkvćmt pólitískum rétttrúnađi átti mađur ađ berjast fyrir ţví ađ barniđ vćri alltaf og eingöngu haft međ "heilbrigđum" börnum. Ţađ ţó ađ hagsmunir barnsins og vellíđan lćgi algerlega međ ţví ađ fá ađ vera međ sínum jafningjum.

Auđvitađ snerist ţetta í okkar tilviki og mörgum öđrum jafnhliđa um peninga. Viđ höfum oft séđ ţess dćmi ađ ríki og sveitarfélög spara peninga međ ţví blönduninni og ţví ađ neita ađ byggja upp sértćka ţjónustu. Og viđ sem köllum eftir sambýlum fyrir ţá sem ţau ţurfa erum úthrópuđ sem afturhald!


mbl.is „Okkar vilji skiptir engu máli“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sćll

Ţađ virđist aftur og aftur sannast ađ hagur barnsins kemur í humátt á eftir hag og áhugamálum meintra sérfrćđinga.

Ţađ er ţví miđur of víđa ţannig í okkar samfélagi ađ sérfrćđingarstóđ sem lifir á engu nema eigin tilvist hrókerar fólki fram og til baka eftir blindgötum, eftir behag, í engum tilgangi nema ţeim ađ stađfesta međ sjálfu sér einhver vafasöm vísindi úr útlendum bókum.

Guđmundur S. Brynjólfsson (IP-tala skráđ) 28.11.2012 kl. 22:02

2 Smámynd: Ţórir Kjartansson

Ég velti ţví oft fyrir mér hvađ ţađ var miklu betra ađ lifa í ţessu ţjóđfélagi áđur en sérfrćđingastóđiđ  fór ađ gera alla hluti ađ stórvandamálum.  

Ţórir Kjartansson, 28.11.2012 kl. 22:58

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ţađ hefur vafalaust veriđ til einhverra bóta ađ leggja niđur Kópavogshćli og Sólborg á Akureyri, deila fólki niđur á smćrri einingar og kalla ţađ sambýli, en fyrr má nú leggja af ţađ sem ađ ţroskaskertum snýr. Ţađ er augljóst mál ađ margir ţroskaskertir ráđa engan veginn viđ ađ ganga í hefđbundinn skóla međ jafnöldrum sínum sem hafa fulla greind. Sífellt er klifađ á ţví ađ allir eigi sama rétt til skólagöngu og ađ fatlađir eigi heimtingu á ađ fá inni í almennum grunnskólum.  En ţađ vill gjarnan gleymast ađ allir eiga líka tilkall til skólagöngu međ jafningjum sínum, ţar sem ţeir finna sig ekki vanmáttuga og einangrađa gagnvart skólafélögunum. Ég veit svosem ekki hvar ţessi mál eru almennt stödd í kerfinu og hvađ ćtla má ađ verđi gert til úrbóta, en mín tilfinning er sú, ađ enn sé langt í land og ađ viđ verđum ađ hafa okkur öll viđ til ađ koma málum í réttan farveg - fyrir alla.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 29.11.2012 kl. 00:08

4 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Góđur pistill Bjarni.

kv.Guđrún María.

Guđrún María Óskarsdóttir., 29.11.2012 kl. 01:05

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vandamáliđ, sem hiđ oft svo ósveigjanlega opinbera kerfi skapar, getur líka veriđ í hina háttina, ađ hiđ opinbera heimtar, ađ barn, sem er andlega fullkomlega eđlilegt, er skikkađ til ađ fara á sérstofnun. Ţannig var ţađ međ fatlađ barn okkar hjóna fyrir tćpum 40 árum, sem ólst upp í stórum systkinahópi og var ađeins líkamlega fatlađ ţannig ađ ţađ varđ ađ vera í hjólastól, en var andlega mjög vel sett og átti auđvelt međ ađ lćra og vera innan um "venjulegt" fólk og jafnaldra sína. Kerfiđ heimtađi ađ ţađ fćri ekki í skólann sem systkini ţess og vinir voru í, og ef viđ hefđum ekki veriđ svo heppinn ađ amma ţess var kennari í hverfisskólanum og skólastjórinn og samkennarar velviljađir, hefđi ţađ aldrei fengiđ ađ fara venjulegan menntaveg, allt upp í ţađ ađ útskrifast úr MH og syngja međ kórnum ţar og fara í ferđir út um heim međ honum. Viđ urđum sjálf ađ koma barninu í og úr skóla og fengum engan stuđning til ţess. "Rörsýnin" sá til ţess ađ setja eins miklar hindranir fyrir okkur og unnt var.  

Ómar Ragnarsson, 29.11.2012 kl. 11:40

6 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Góđur pistill Bjarni. Ţađ vantar fólk međ mismunandi reynslu af fötlun, til ađ stjórna ţessu svokallađa kerfi. Ţekking og reynsla á sérţörfum barna/fullorđinna er ekki kennd í sérfrćđinámi háskólanna. Ţađ verđur víst biđ á ţví og slíkar stađreyndir verđi viđurkenndar af háskóla-keyptri sérfrćđi(rörsýn)-stjórnsýslunni.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 29.11.2012 kl. 18:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband