Fyndinn og skemmtilegur Icesave dagur

Dagurinn hefur verið mjög skemmtilegur en líka mjög fyndinn þannig að eiginlega átti maður svoldið erfitt með hlýða Steingrími J. fór fram á að menn sýndu þann þroska að vera ekki að gleðjast mjög mikið yfir þessum Icesave tíðindum.

Hlátur er til dæmis mjög óviðeigandi, sagði miðaldra kona sem kom til mín í búðina og hafði heyrt Steingrímsviðtalið. Svo hlógum við bæði.

Rétt seinna kom Össur sem ekki hefur vit á bankamálum í fréttaviðtal og var flaumósa. Hann er of mikill durni til að ná upp í falsettu en það munaði litlu. Bætti það upp með óborganlegum kommentum og sérstakri undrun yfir að þurfa ekki að borga málskostnað. (Það vita samt flestir að það er almenn regla ef þú vinnur dómsmál, þá greiðir taparinn lögfræðireikninginn þinn!)

Já, og Landsbankinn, hann bara borgar þetta að fullu, - hélt ráðherrann áfram sem er nú þekktur að því að þekkja hvorki til lögfræði né bankamála og bætti um betur þegar hann talaði um að Landsbankinn hefði greitt allar sínar skuldir og barasta 115%.  (Kannski fær frúin í Hamborg þessi 15% sem eru umfram en vitaskuld greiðir Landsbankinn í reynd bara brot af þeim skuldum sem hann stofnaði til þó að almennar innistæður séu greiddar.)

Undir kvöld kom svo Sigmundur Davíð í Kastljós með Steingrími og klappaði honum varlega, minnti reyndar á að fjármálaráðherrann fyrrverandi hefði verið leiðinlegur við þá og jafnvel strítt Framsóknarmönnum þegar þeir vildu lesa Icesave samninginn yfir!! (Allt mjög settlegt og ekkert verið að ýfa það við formann VG að í þessu máli lá hann hundflatur fyrir ESB. Evrópusambandið var í þættinum en í hlutverki bleika fílsins sem enginn talar um því allir ætla að vera svo kurteisir og góðir við hvorn annan enda stutt í stjórnarmyndanir.)

Steingrímur J. toppaði svo kvöldið því hann kann svolítið fyrir sér í fornum húmor af Langanesi kenndi Svíum og Norðmönnum um það að hafa samþykkt allt sem Bretar vildu ... 

Svo eru landsfeður að fara fram á að maður gleðjist ekki um of eða hlæi á svona degi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega er ekki fallegt að hlægja að þessu áfalli sem ríkisstjórnin varð fyrir. Við eigum auðvitað að sýna fátæklingunum í flokkseigendafélagi VG, og Samfylkingum, hluttekningu með að eiga ekki einu sinni fyrir réttlæti handa þjóðinni.

Ég reikna þó ekki með að Landsdómur verði kallaður saman þó svo að munnvik sumra lyftist meira en góðu hófi gegnir, og einstaka menn taki ósmekklegar hlátursrokur.

Nú stöndum við saman, öll sem eitt, og setjum ríkisstjórnina eins og hún leggur sig á félagslega örorku, og greiðum þeim hófleg eftirlaun eins og öllum öðrum félagslega fötluðum. Þannig vinnur gott félagslegt kerfi.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 22:35

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég er að öllu leiti sammála þér Bjarni, galgopaháttur er alveg óafsakanlegur, nema hvað varðar viðskipti Steingríms og Sigmundar Davíðs, ég verð að segja að ég hef aldrei séð Steingrím J jafn líkum lúbörðum rakka og í Kastljósinu í kvöld og er varla hæft að segja að mér hafi leiðst það.

Kjartan Sigurgeirsson, 28.1.2013 kl. 22:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst alltaf kostulegt hvernig SJS reynir alltaf að gerast fundarstjóri í öllum umræðum og byrjar á því að leggja upp hvernig málið skuli rætt. Hann reyndi ákaft að taka.völdin af Helga og segja honum á hvaða forsendum ætti að ræða og ekki að ræða þetta.

Sama er raunar í gangi með Jóhönnu og Samfó. Nú er ESB tekið út af dagskrá í aðdragand kosninga að þeirra frumkvæði og ákveð að öll orðræða um málið sé tabú í því liggaliggalái. Ég vona að menn sjái í gegnum þetta og haldi þeirri umræðu sem hæst á lofti fyrir vikið og láti þau aldrei í friði með það. Þetta er jú kosningamál númer eitt tvö og þrjú, sem allt veltur á. Samfylkingin getur ekki hrifsað til sín fundastjórn þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2013 kl. 22:47

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

En fyrir alla muni...reynum að forðast gleðina og all alls ekki reiðast Bretum og Hollendingum fyrir yfirganginn. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2013 kl. 22:50

5 identicon

Mér líst bara nokkuð vel á þá félaga Frosta Sigurjónsson og Sigmund Davíð í þessu máli. Næst er að snúa sér að skuldastöðu heimila og þjóðarbús!

Í fyrsta sinn í langann langann tíma finn ég hvöt hjá mér til að kanski, hugsanlega,mögulega að kjósa Framsóknarflokkinn!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 00:34

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Frekar álappalegir stjórnarsinnar í gær.

Jóhanna sleppur alltaf vel við ágengar spurningar sem er mjög óalgengt þegar forsætisráðherra á í hlut.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2013 kl. 08:09

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Leyfði mér nú að hlæja upphátt, þegar Jóhanna sagði í hádegisfréttum RÚV að hún hefði alltaf haft trú á að við mundum vinna málið fyrir dómstólum.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2013 kl. 14:33

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er bara farið í ábyrgðarlausa "Ragnars Reykás" kúvendingu á stjórnarheimilinu. Auðvitað er það sprenghlægilegt  

En gleymum ekki hverjir hertaka ríkisstjórnir, og stjórna bak við tjöldin. Það eru spillt fjármálaöfl, sem stunda gróft einelti, en þykjast ekki eiga nokkra sök á neinu.

Ef maður leyfir sér að vera alveg hreinskilin, þá er það ólögleg regla í íslenskri stjórnsýslu að tala af ábyrgðarleysi, framkvæma af ábyrðarleysi, ljúga samvisku/ábyrgðarlaust, og hlægja svo að rændum almenningi í einkasamkvæmum gullkryddaranna.

Það jafnast á við sprenghlægilegt áramótaskaup, að lesa ummæli veisluhöfðingja Icesave, eins og t.d. Björgúlfs Thors og Sigurjóns Árnasonar. Og ekki spara þeir forsetanum hrósið. Hvað segir það okkur?

Mér líður eins og á meðan almenningur fagnar, sé Ólafur Ragnar að ganga frá sölu á Landsvirkjun til einkavina-heimsauðvaldsins, og lagningu sæstrengs út úr landinu, á kostnað banka/lífeyrissjóðsrænds almennings.

Ef maður sleppir Ólafi Ragnari eftirlitslausum úr landi, þá er tekin sú áhætta, að hann sjái ekkert annað en skýjaborga-hagfræði græðginnar.

Það er best að læra það af fortíðinni, að Ólafi Ragnari og Moody's-matsfyrirtækinu er alls ekki treystandi, á meðan sömu lögbrots-fjármálaöfl stjórna enn eftirlitslaust á Íslandi.

Næsta bóla er varla langt undan. Á eftir bólu kemur hrun. Villidýr fjármálakerfisins ganga enn laus. Það er stórt áhyggjuefni, svona þegar maður hættir að hlæja.

Þetta var lýðræðis-kosningasigur almennings, sem er ómetanlega mikils virði fyrir Ísland og ekki síður fyrir aðrar þjóðir. Ísland var eina landið í heiminum sem hafði tök á að mótmæla bankaránum nútímans.

Nú er númer eitt tvö og þrjú að bæta þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg umdeild mál inn í stjórnarskrána, og ekki seinna en strax.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.1.2013 kl. 16:07

9 identicon

Anna, ertu ekki að vanmeta Ólaf?

Grun hef ég um að hann eigi ýmislegt eftir enn, nú er hann að þurka púðrið, kallaði til sín lögfræðingana sem sáu um vörnina vegna Icesave.

Ekki kæmi mér á óvart að við tækifæri komi hann þeim skilaboðum á framfæri erlendis og hnykki á, að hér (í Icesave málum) hafi menn sagt nei við því að láta ríkið (almenning) taka á sig skuldir stórkapítalistanna.

Þora ráðamenn í öðrum ríkjum að tala svo, múlbundnir á klafa fákeppnisaflana?

Síðuhafi, er þetta ekki "hinn góði" framsóknarmaður sem kemur þarna upp í Ólafi?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 16:47

10 identicon

Bæði með og móti - í swing -
mögnuð Steingríms hringrás
sennilega síða’sta þing
Sigfússonar Reykás

GlG (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband