Fráleitt að efna til ESB kosninga

ESB sinninn Karl Th Birgisson bendir á það í nýlegum pistli að það sé fráleitt að efna til ESB kosninga nú. Ég er sammála honum og skrifa örlítið um þá þanka á síðu Vinstri vaktarinnar í dag.

Alþingi ber skylda til að slíta ESB viðræðunum en að því loknu er aftur á móti sjálfsagt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu þjóðarinnar í samfélagi þjóðanna.

Þar eigum að spyrja um ESB, EES, krónuna og verðtrygginguna en allt þetta brennur á þessari þjóð. Sjá nánar: http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1281940/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Háværi meirihlutinn er búinn að tapa 2 þjóðaratkvæðagreiðslum, Forseta kosningum, útlenskur dómstóll sveik og svikastjórnarskráin á leiðinni í tætarann. Tilhugsunin um að tapa svo aðalorrustunni stórt að auki, er 2 much fyrir háværa minnihlutann...

GB (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 11:42

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er það ekki frekar 'fráleitt' að vilja kjósa um eitthvað sem menn þekkja ekki - auðvita þarf að sjá hvaða samningum við náum OG KJÓSA ÞÁ

Rafn Guðmundsson, 10.2.2013 kl. 13:56

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alþingi sótti um aðild að ESB.  Það er því Alþingis að draga umsóknina til baka.

Þessar svokölluðu samningaviðræður felast í því að opna "kafla" og þegar gengið hefur verið úr skugga um Ísland uppfylli skilyrði ESB er "köflunum"  síðan lokað aftur.

Nú þegar hefur meirihluta kaflanna verið lokað - og verða ekki ræddir meir.  Engar spurnir fara af samningum af Íslands hálfu enn sem komið er.

Þeir kaflar sem eftir eru verða greinilega afgreiddir á sama hátt og þá er það tóm óskhyggja að tala um að við "náum" einhverjum samningum.

Ef Alþingi þorir ekki að taka af skarið, þá er meirihluti kjósenda nógu vel upplýstur til þess að  afgreiða málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kolbrún Hilmars, 10.2.2013 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband