Bóksali verður forvörður

amy_malar

Í sumar sem leið bjó hjá okkur Sólbakkahyski bresk ferða- og listakona, Amy Hiley. Eitt af því sem þessi stúlka tók sér fyrir hendur var að mála "henna" munstur í kaffiborðið hér utan við kaffihúsið. Flestir sem sitja við borð þetta halda að hér sé á um að ræða munstur eða málningu eftir skapalóni en það er ekki. Þetta er málað algerlega fríhendis og er hið mesta hagleiksverk. 

Ofan á var svo margmálað glært lakk til varnar og framan af hausti hafði ég miklar áhyggjur af grip þessum í umhleypingum. En allt virtist í lagi og ég var eiginlega farinn að trúa að verkið stæðist íslenska veðráttu. En nú í janúar komu smá skellur og nú er bóksali kominn í hlutverk forvarðar. Rafmagnskeflið góða er komið inn á gólf í bókhlöðunni okkar og þegar allur raki er þar úr hefjumst við handa við að verja það með öllum tiltækum ráðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband