Gefið okkur ranglætið aftur!

Meðan íslenskir smákapítalistar erfiða í blankheitum með eigin kennitölu að veði, hús sín lögð undir við bankann og jafnvel ábyrgðaryfirlýsingu frá maka sínum þá siglir framúr þeim fagurbúin skúta stórfyrirtækja. Allt svo glansandi nýtt og ríkmannlegt. Ekki vegna þess að arðsemi hinna síðarnefndu sé svo mikil, heldur vegna þess að lygi þeirra er stærri en okkur kann að dreyma hér í Flóanum.

Við sjáum fyrirtæki eins og pizzakeðjur gera innrás inn í bæinn með forstjórann í þyrlu. Enginn talar um að nokkrum misserum fyrr hefur almenningur lagt þessu fyrirtæki til hundruðir milljóna í gegnum afskriftir.

Sjá nánar grein mína, Markaðssamfélag og réttlæti  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo er það sagt
 
Treuhandanstalt-ið fer nú að nálgast það að hafa breitt úr sér yfir allt ESB. Það nær að minnsta kosti nú yfir allt evrusvæðið
 
Bráðum tekst svona trénaðri hönd að sannfæra suma um að skattheimtan verði seld fyrir slikk. Eins og hafnar- og flugvallarsölumenn leggja nú hart að ríki Grikkja
 
Íslendingar verða að hafa á þingi menn eins og Bjarna Harðarson og Jón Bjarnason. Annars vex slifsið um háls þjóðarinnar og hún hengist í því á ný
 
Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2013 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband