Krónustjórnin - en eru strákarnir ekki að villast...

Það er vonandi að ríkisstjórnin sem er að fæðast einhversstaðar uppi í Borgarfirði beri þetta nafn sitt með rentu. Það sem þessa þjóð vantar einmitt er ríkisstjórn sem byggir undir hagkerfi krónunnar og skapar þessum ágæta gjaldmiðli okkar tiltrú og traust. 

Alla þessa öld höfum við haft við völd ríkisstjórnir sem hafa sparkað í krónuna og talið henni allt til foráttu. Jafnt þó að nær öll afrek og allt erfiði ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms hafi verið unnið af sömu krónu. Þegar við tókum gjaldmiðil þennan í brúk vorum við fátækastir allra í Evrópu en höfum þrátt fyrir skrens og pus siglt framúr flestum á íslenskri krónu. 

En af þeim Bjarna og Sigmundi - auðvitað sárnar okkur austanfjallsmönnum dulítið að þessir kónar sem báðir rekja ættir sínar hingað í sveitir skuli ekki hafa farið austur yfir fjall til funda. Kannski eru þeir bara að villast, -átti þessi fundur ekki að vera á Móeiðarhvoli!


mbl.is Fóru saman í Krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Silfurskeiðin" verður nafn þessarar ríkisstjórnar, ef af verður. Væri viðeigandi að mynda hana í Hrunamannahreppi.

Nonni (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 14:09

2 identicon

Svo ágætur er gjaldmiðill okkar að frá árinu 1920, þegar krónan var "slitin frá" dönsku krónunni og gengið var 1:1 hefur íslenska krónan fallið svo mikið í verði að gengið er 1:2000 (ef tekið er tillit til þess að tvö núll voru tekin af krónunni).

Alexander (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 14:43

3 Smámynd: drilli

Réttnefni er Gullfiskurinn, til heiðurs þeim sem kusu þessa kumpána.

drilli, 5.5.2013 kl. 15:12

4 identicon

Góðan dag. Fyrir þá sem vilja hafa gjaldmiðil sem miðast við hinstu rök og haggast aldrei. http://www.reclaimyourlegacy.com/wp-content/uploads/2012/05/Dollar-Value-decline-1913.jpg

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 15:46

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Alexsander, hvað hefur Evran/þýska markið verðbólgnað mikið á þessum sama tíma?

Annað, þegar Ísland sleit sig frá Danmörku höfðum við Íslendingar borgað upp margar framkvæmdir í fyrrum höfuðstaðnum sem baunar þurftu ekki að taka verðbólguskot útá. Við á hinn bóginn höfum þurft að borga flesta okkar vegi, brýr og byggingar sjálf þar sem ekkert hafði verið framkvæmt af vegalagningu, brúargerð eða opinberar byggingar aðrar en stjórnsýslu af hálfu Dananna.

Brynjar Þór Guðmundsson, 5.5.2013 kl. 17:23

6 identicon

Þeir eru báðið velkomnir til okkar á Móeiðarhvol, alltaf heitt á könnunni og frúin örugglega til í að hræra í vöflur  kv Birkir bóndi Móeiðarhvoli

Birkir (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 23:04

7 Smámynd: Samstaða þjóðar

Getur verið að einn og einn almúgamaður telji að flotkrónan sé til góðs? Valda-aðallinn veit hvað hann syngur þegar hann dásamar getu Krónunnar til að lækka laun og brenna upp eignir alþýðunnar. Er ekki ótrúlegt að sjá þrælinn leggja sig fram um að fá húðstrýkingu?

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 6.5.2013 kl. 16:56

8 identicon

Brynjar, ég var á engan hátt að verja evruna. Einungis að vekja athygli á því að krónan er ómögulegur gjaldmiðill. Ég gef lítið fyrir söguskýringar þínar um að við höfum haldið niður verðbólgu í Danmörku.

Alexander (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 16:13

9 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Alexander" Ég gef lítið fyrir söguskýringar þínar um að við höfum haldið niður verðbólgu í Danmörku." Þú um það. Það er margt sem hefur í gegnum tíðina skapað verðbólgu hér á landi, td þegar atvinnuvegur þjóðarinnar hrynur (hverfur), stríð brjótast út eða annað sambærilegt. Hinsvegar er það staðreynd að við íslendingar greiddum gífurlega skatta til kaupmannahafnar og þeir peningar voru nýttir ýmist til að færa útgjöld til eða byggja upp samfélagið þar. Endar voru engin samgöngukerfi hér á landi 1940 né heldur í Færeyjum er eru ekki ennþá á Grænlandi

"...að krónan er ómögulegur gjaldmiðill" Það er bara ekki rétt, veist þú hvað US dollarinn er mikið verðbólginn? Eða Þýska markið (fyrirrennari Evrunar)? Verðbólgin krónanber vott um það sem við höfum mátt þola í gegnum tíðina og er ekki orsök heldur afleiðing, 1940 vorum við fátækastir allra í Evrópu, verðbólgan ber ekki einungis vott um þær hörmungar sem þjóðin hefur gegnið í gegnum heldur líka sigra þar sem krónan verðbólgnar bæði af framkvæmdum hér á landi og vegna aukinnar velmegunar. Reyndar eru bull launahækkanir líka verbólguhvetjandi en þar eru menn eins og Gylfi Arnbjörs ábyrgir fyrir.

Brynjar Þór Guðmundsson, 12.5.2013 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband