Mćđradagsblogg 2013

hor_ur_og_ingibjorg.jpgMeđ ţví ađ orđ ţetta er í fleirtölu verđur hér ađ blogga um margar mćđur en móđir mín sem fćdd er á Drumboddsstöđum í Biskupstungum 1940 ól ţar á bć sinn aldur í fá misseri en síđan tvo áratugi í Hveragerđi og eftir ţađ nćstum fjóra í Tungum ţar sem viđ ţrjú komumst á legg og áttum barnćskuleiki breksama en síđar okkar afspringir ţrefalt fleiri og var ţá oft kátt í höllinni en ţegar nóg var um hoppulćti ţau og ofvöxt jafnt fólks sem trjáa settust ţau hin gömlu hjón í steinenda ţar sem heitir Heiđarbrún í Hveragerđi sem er hiđ sama landspláss og átti lengstum heimili móđir minnar móđur sem Sigurrós hét og tók hérmegin viđ fjöllin sjö öllum fram í kleinubakstri og flatköku svo engar eru nú nema hálfsćt minning ţeirra sem hún gerđi og var af ţeim bakstri góđur rómur ger og rekiđ um hann kaupfélag í Hveragerđi ađ allir mćttu njóta en list sína hafđi hún vísast numiđ í sínum hrakningssama uppeldi í Ţykkvabć ţar hennar móđir var lengstum húskona og stutt bóndi í Gvendarkoti en sú hét Jórunn og almennilegast kölluđ Stóra Jóka enda meira en hálf ţriđja alin á hćđ međan bóndanefna hennar var varla nema tvćr og eru af konu ţeirri sögur um dugnađ og sjálfrćđi en hennar móđir var Ţorbjörg frá Háarima sem lengstum bjó í Gvendarkoti og átti föđur göldróttan af ćtt Ragnheiđar-Dađa og var móđir ţeirrar Ţorbjargar hún Elín í Háarima sem var eins og flestar ţessar kerlingar Jónsdóttir og móđir ţeirrar konu var Sigríđur í Norđur Nýjabć dóttir Ragnhildar í Búđ sem átti Ólöfu ţá sem bjó í Hábć fyrir móđur en sú hafđi fyrir sinn karl ţann sem Árni hét en hann strauk til Hollands og er ţar vísast enn á röltinu, karlskömmin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta var skemmtileg mćđradagsruna. Merkilegt hve miklu máli punktarnir skipta eđa punktaleysiđ - ég stóđ nćrri á öndinni eftir lesturinn!

Jónína Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráđ) 19.8.2013 kl. 10:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband