Prósentur - koma mér þær eitthvað við!

Símafyrirtæki í Reykjavík hefur í dag kynnt niðurstöður skoðanakönnunar sem sýnir frekar fá prósent okkur framsóknarmönnum til handa. Ég hitti daglega fólk sem telur að pólitík gangi út á þessi prósent og kapphlaupið eftir þeim. Ég held ekki! Ég hef raunar efasemdir um að stjórnmálamenn eigi að gefa skoðanakönnunum mikinn gaum. Ekki vegna þess að þeir eigi ekki að hlusta á fólkið því það eiga þeir að gera,- helst maður á mann.

En þeir eiga svo sannarlega ekki að sveiflast eftir prósentuvindi úr símanum hversu gott afþreyingarefni sem slíkt getur annars verið. Það er einfaldlega þannig að fólk ræður hvað það kýs yfir sig. En stjórnmálamaður, eða flokkur ef út í það er farið, sem ætlar að sveigja sig beygja, bukta sig og hneigja fyrir prósentum skoðanakannana mun að lokum gufa upp eins og áfengisprómill í opnu pilsnerglasi. Það er eyðimerkurganga til einskis að leitast við að þóknast fjöldanum og harla ólíkt hjartahreinum hugsjónamönnum. 

Stjórnmálamaður á að hafa afstöðu og hugsjónir og láta svo kjósendum eftir hvort þeir kæra sig um þær hugsjónir. Vera tilbúinn til að mæta því að fólk vilji hann ekki og geta þá þar á eftir um frjálst höfuð strokið. Ef þjóðin vill ekki Framsóknarflokkinn í næstu kosningum, þá það. Ég hef reyndar ekkert mikla trú á að þetta verði niðurstaðan í kosningum en gæti auðvitað orðið. Það er slæmt en við munum þá bara taka því. Þangað til er ekki annað fyrir okkur að gera en vinna af heiðarleika, halda sjó og gæta þess að fara alls á límingunum...

Fyrir okkur skynsömum Framsóknarmönnum er fylgi Fylkingarinnar og Íhaldsins alltaf hluti af þjóðsagnalegum furðum. Og þjóð sem setur svokallaða Frjálslynda og rauðliða sem kalla sig græna ofar Framsóknarflokknum er auðvitað svoldið óskiljanleg og örugglega sjálfri sér verst.  

O tempora O mores


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kreppa stjórnarflokkanna, varðhunda kvótakerfisins, í hnotskurn:


Um 70% landsmanna eru andvíg núverandi kvótakerfi og því er greinilega kominn tími til að taka upp nýtt og betra kerfi, sem meirihluti þjóðarinnar samþykkir. Ef hér er góð loðnuveiði er heildaraflinn um tvær milljónir tonna á ári og sæi íslenska ríkið í umboði þjóðarinnar um að úthluta veiðiheimildunum til einstakra byggðarlaga til eins árs í senn og tæki fyrir það tíu krónur að meðaltali fyrir kílóið í þorskígildum fengi þjóðin 20 milljarða króna í ríkiskassann. Hægt væri að útdeila þessari fjárhæð aftur til byggðarlaganna með margvíslegum hætti, til dæmis til samgöngubóta eða sem styrk vegna aflabrests. En að sjálfsögðu yrði verðið á aflaheimildunum mjög misjafnt eftir tegundum, til dæmis mun hærra verð fyrir kílóið af þorski en loðnu. Hægt væri að láta hvert byggðarlag fá ákveðnar veiðiheimildir árlega og veiðiheimildir yrðu að sjálfsögðu mismunandi frá ári til árs í samræmi við ástand fiskistofnanna. Veiðiheimildirnar yrðu einungis til eins árs í senn og ekki kvótaeign í nokkrum skilningi. Ríkið úthlutaði eingöngu réttinum til veiðanna og ákvæði hverju sinni hverjir fengju réttinn, til dæmis útgerðir, fiskvinnslufyrirtæki og fiskútflyjendur. Fiskvinnslufyrirtæki og fiskútflytjendur gætu greitt útgerðum fyrir að veiða fyrir sig upp í veiðiheimildir sem keyptar hefðu verið. Og þeir sem hefðu áhuga á að hefja veiðar í fyrsta sinn ættu kost á því, þannig að nýir aðilar væru ekki útilokaðir frá veiðunum, eins og nú er mikið kvartað yfir.


Tíu krónur fyrir kílóið í þorskígildum gæti að sjálfsögðu verið lægri eða hærri upphæð eftir atvikum. Sagt er að nú greiði lítil byggðarlög, til dæmis á Vestfjörðum, allt að einum milljarði króna á ári fyrir veiðiheimildir og þessar fjárhæðir muni fyrr en varir leggja allar minni sjávarbyggðir í auðn. Og þrátt fyrir að útgerðarmenn kaupi og selji aflakvóta fyrir gríðarlegar fjárhæðir á ári, jafnvel einn milljarð í litlu sjávarplássi, segjast þeir ekki hafa efni á að greiða hóflegt gjald fyrir veiðiheimildirnar ef núverandi kerfi yrði lagt af. Það er nú ekki mjög trúverðugt. Margir hafa velt fyrir sér hvernig hægt sé að leigja þorskkvóta fyrir 155 krónur kílóið til eins árs og haft eitthvað upp úr því. Og sumir halda því fram að greiða þurfi allt að 75% af aflaverðmætinu í leigu fyrir kvótann. Verð fyrir kílóið af "varanlegum" veiðiheimildum í þorski í aflamarkskerfinu var komið uppfyrir 2.200 krónur í nóvember síðastliðnum en krókahlutdeildin kostaði þá um 1.900 krónur. Og sagt er að nú sé þorskverðið á "varanlegum heimildum" sem útgerðarmenn kalla svo, komið yfir 2.500 krónur fyrir kílóið. Það er engum blöðum um það að fletta að útgerðarmenn telja sig eiga aflakvótana á allan hátt, bæði í orði og á borði, og munu með kjafti og klóm berjast fyrir því að "eiga" þá áfram.


Hugtökin "þjóðareign", "ríkiseign" eða "sameign þjóðarinnar" í stjórnarskrá hefur ekkert að segja í þessu sambandi, ef útgerðarmennirnir eiga í raun aflakvótana, fara með þá sem sína eign, veðsetja þá, þess vegna hjá "íslenskum" bönkum sem eru og verða í raun erlendir, að hluta til eða jafnvel öllu leyti. Eigandi kvótans getur þess vegna verið íslenskur ríkisborgari sem býr á Bahamaeyjum, kemur hingað aldrei og hefur engan áhuga á afkomu íslenskra sjávarplássa. Hann hefur eingöngu áhuga á arðinum, fiskvinnslan og fólkið sem býr í sjávarplássunum er réttlaust hvað varðar sína afkomu. En þessu má engan veginn breyta, þá fer allt landið á hliðina, segja útgerðarmenn og sporgöngumenn hennar á þingi. Þjóðin á að vera eignalaus, getur aldrei eignast neitt og útgerðarmenn eiga að sjá um að eiga hlutina fyrir hana, frekar en ríkið. Það er kommúnismi og getur aldrei gengið upp í lýðræðisríki. Kommúnismi hins eldrauða Mogga. Og margir þeirra sem eru algjörlega andvígir inngöngu Íslands í Evrópubandalagið verja þetta kvótakerfi okkar út í ystu æsar, enda þótt eigendur kvótans gætu fyrr eða síðar allir verið íslenskir ríkisborgarar búsettir í Evrópu, þess vegna kvæntir erlendum konum sem fengju þá helming hagnaðarins af veiðum "íslenskra" skipa. 


Aflakvótar eru nú fluttir og seldir á milli landshluta í stórum stíl og einn útgerðarmaður getur lagt heilt byggðarlag í rúst með því að landa aflanum annars staðar eða selja kvóta "sinn" til annarra landssvæða. Vilja menn hafa þetta kerfi áfram? Meirihluti þjóðarinnar segir nei takk og 70% hennar hlýtur að vera fólk í öllum flokkum. Hagsmuna útgerðarmanna var hins vegar gætt á Alþingi að þessu sinni, þó þeir geti þess vegna búið á eyju í Karabíska hafinu. Þjóðin vill hins vegar að nýtt frumvarp um breytingu á stjórnarskránni verði lagt fram á næsta þingi, frumvarp sem gæti fyrst og fremst hagsmuna þjóðarinnar og einstakra byggðarlaga. Veiðiskip eru nú verðlítil eða verðlaus hér án aflakvóta. En þegar þau yrðu ekki lengur með "varanlegan" veiðikvóta fengju þau eðlilegt og raunverulegt verðmæti og úthlutaðan kvóta í sínu byggðarlagi, og myndu landa afla sínum þar. Byggðastofnun sagði í október 2000 að veikleikar sjávarbyggða á Vestfjörðum væru meðal annars versnandi kvótastaða, afli fluttur óunninn í burtu, erfiðar vegasamgöngur og lágt fasteignaverð.


Þannig ganga kaupin fyrir sig á eyrinni, samkvæmt Þórólfi Matthíassyni, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, og Ólafi Klemenssyni, fiskihagfræðingi hjá Seðlabanka Íslands:

Markaðsvirði Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum var 6,3 milljarðar króna árið 2002, eigið fé  tveir milljarðar, kvótastaðan var 15 þúsund tonn og bókfært verðmæti kvótans 1,7 milljarðar króna. Verð á kvóta á hlutabréfamarkaðnum var 403 krónur fyrir kílóið en þorskígildistonnið var þá selt á 1.070 krónur.

Lögmálið um eitt verð sem sagt ekki í gildi. Hlutabréfamarkaðurinn verðleggur kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja en mikill munur er á verði á kvótamarkaði og óbeint á hlutabréfamarkaði. Mögulegar ástæður ólíkrar verðmælingar geta annars vegar verið mæliskekkja, þannig að þorskígildi séu "ranglega" skilgreind, uppsjávartegundirnar fái of hátt vægi, fleira sé ómetið en upprunalegur kvóti (gjafakvóti), eða stjórnendaauður, viðskiptavild, og hins vegar ólíkar væntingar, þannig að kaupendur og seljendur á kvótamarkaði séu ekki þeir sömu og kaupendur og seljendur á hlutabréfamarkaði.

Verð á hlutabréfamarkaði ræðst af verði á lönduðum afla, sóknarkostnaði, líkindum á tækniframförum og hversu miklar þær gætu orðið hvað sóknina snertir, heimiliðum heildarafla, ávöxtunarkröfu og veiðigjaldshlutfalli.


Magnús Thoroddsen hæstarréttarlögmaður segir meðal annars í tillögu sinni um nýtt ákvæði í stjórnarskránni um þjóðareign á auðlindum:

"Tilgangurinn með því að stjórnarskrárbinda nýtt ákvæði þess efnis, að "náttúruauðlindir Íslands skuli vera þjóðareign" hlýtur að vera sá, og sá einn, að þjóðin öll skuli njóta arðsins af þeim. Því þarf að búa svo um hnútana í eitt skipti fyrir öll, að þessar auðlindir verði aldrei afhentar einhverjum sérréttindahópum á silfurfati. Ég leyfi mér því að leggja til, að þetta stjórnarskrárákvæði verði svohljóðandi:

"Náttúruauðlindir Íslands, hvort heldur er í lofti, legi eða á láði, skulu vera þjóðareign. Þær ber að nýta til hagsbóta þjóðinni, eftir því, sem nánar er ákveðið í lögum. Heimilt er að veita einkaaðiljum, afnota- eða hagnýtingarrétt á þessum auðlindum til ákveðins tíma gegn gjaldi, hvort tveggja ákveðið í lögum. Slík afnotaréttindi geta aldrei skapað eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðilja yfir náttúruauðlindinni."

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 19:55

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bjarni. Nú þurfa Framsóknarmenn aldeilis að fara að bretta upp
ermarnar og fara að berja á sínum pólitísku andstæðingum jafnhliða að draga fram öll góðu málin s.l 12 ár. - Bendi á Vinstri-græna. Liggja meiriháttar vel við höggi þessa daganna, þessir afdönkuðu afturhaldssóaíalistar sem ætla að setja stóra stopp á alla hluti komist þeir til áhrifa.  Efnahagslegir hryðjuverkamenn
í mínum huga............

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.3.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er svo mikil vinna í landinu að það kemur lítið inní vinnumiðlunina....þó öflug sé.....ekki aðra skýringu að sjá í fljótheitum, er það.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.3.2007 kl. 22:41

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni mer fynnst Steini Briem eiginlega kom að  vandanum,og mæla þarna mjög vel,ættum við ekki XD menn og XB að skoða þetta betur/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 16.3.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Framsóknarflokkurinn þorir ekki enn að takast á við þau mistök sem gerð hafa verið við fiskveiðistjórn hér við land og þangað til er ekki hægt að telja hann flokk hugsjóna sem til framfara horfa, hvað þá grænan flokk.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.3.2007 kl. 01:08

6 identicon

 

Sammála Guðmundi hér að ofan; Vg liggur mjög vel við högg og ég skora á þig Bjarni og þitt fólk að fara að herja almennilega á þessu öfgaliði - efnahagshryðjuverkamönnum sem engin glóra er í.  

Rakst annars á ágætt blog hér og sérstaklega athugasemdum Sigurðar J.   Þær segja mikið um tvískinnunginn sem ríkir hjá Vg varðandi umhverfismál o.fl.

Bakvörðurinn (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 04:47

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

"Greiningardeild Halla Gamla" sér vandann klárlega og vitnar til góðrar greinar Steina hér að ofan sér til stuðnings og eins og þar segir, vandamálið í hnotskurn

Þetta er arfur "Hornafjarðargreifans", nú er bara að bretta upp ermar.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.3.2007 kl. 10:54

8 identicon

Þessar niður stöður koma ekki á óvart í siðustu skoðanakönnun.Fyrst fóru vinstri menn ír Framsóknarfloknum, vegna taumlausrar undirgefni við íhaldið.Þá er svissað yfir að hætti nasista þegar menn tapa og flokkurinn gerður að kommúnistaflokki.Þá fara hægrimenn og miðjumenn úr flokknum.Ef Jón Sigurðson, Ingibjörg Sólrún,Steigrimur j.Addi Gauja Kitt, vilja ríkisvæða fiskimiðin og ræna þar með Landsbyggðina þeim möguleika að hafa eitthvað með það að segja að sjávarútvegsfyrirtæki séu ekki sett lóðbeint á hausin, þá eiga þau að vera heiðarleg í sínum málflutningi, svo þjóðin fari kannski   að treysta þeim aftur, og fara að tillögum lögspekinga sem í mörg á hafa reynt að segja þeim að ef þau vilji þjóðnýta fiskimiðin þá verði að standa í frumvarpi þess efnis að í stað orðsins,,þjóðareign´´ standi ,, ríkiseign.Í þess stað á að reyna fela ósómann með orðaleik.Framsóknar fokkurinn hefur allt frá stofnun 1916 barist gegn Þjóðnýtingu, hann gerir það ekki lengur.Þess í stað eltir hann stjórnarandstöðuna sem með blekkingartali talar um þjóðaeign sem í þeirra hug þýðir ekkert annað en RÍKISEIGN, og þau munu reyna hrinda í fram kvæmd strax og þau komast til valda og setja fyrst landsbyggðina í gjaldþrot og síða landið allt.

Sigurgeir Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 11:34

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Meiriháttar rugl í þér Sigurger. Enginn er að tala um að þjóðnýta
hvorki eitt né neitt. Enda hefðu Sjálfstæðismenn þá alls ekki
samþykkt ákvæðið um þjóðareign á auðlindum inn í stjórnarsáttmálann. Þá vil ég benda þér á rök Morgunblaðsins
fyrir því að koma svona ákvæði inn í stjórnarskrá, rök sem ég er
eins og Framsóknarmenn innilega sammála. Þannig að tala um
þjóðnýtingu í þessu sambandi er út í hött.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.3.2007 kl. 13:06

10 identicon

Ja vandi ykkar Framsoknarmanna er mikill Bjarni minn. Ekki att tu samt storan tatt i tvi og eg oska ter alls hins besta i politikini og tott mjog a moti blasi hja ykkur nuna ta spai eg samt tvi ad flokkurinn fai einhverja bestu utkomuna i Sudur kjordaemi og tar komist tid Gudni badir a ting. Sidan faidi 2 i Nord austur kjordaemi og kanski 1 i Nordvestur kjordaemi, sidan faidi 1 til 2 sennilega uppbotartingmenn i tettbyliskjordaemunum. Meira verdur tad nu ekki i tetta sinn. Tetta verda svona 10 til 12,5%.  Tetta verda svona 6 og uppi mesta lagi 8 tingmenn i heild. En tid uppskerid bara eins og tid said og tad er tad sem uppur kjorkossunum kemur, meira eigidi ekki skilid. En adalvandi ykkar er ad tid erud ordnir eins og skuffa i skrifbordi Sjalfstaedisflokksins og auk tess hafidi yfir ykkur spilllingarstimpil.

Verstu mistok ykkar sidustu ar hafa verid.

!. Ad hafa gengid hart fram i ad innleida og festa i sessi mjog svo  ranglatt gjafakvotakerfid. 70% tjodarinnar er tvi algerlega motfallinn. Tetta er eitthvert mesta ran Islandssogunar. Tannig ad lydraedid hefur ekki virkad i tessu mali, heldur lydraedi serhagsmunaaflana sem tid hafid leitt til ondvegis.

2. Mistok og spilling i einkavaedinguni, tar sem tid hafid reynt med ollum radum ad koma ykkar monnum a spenann ia anda helmingaskiptana.

3. Eindreginn studningur formanns ykkar og um leid tegjandi togn tingflokksins um tad mal var og verdur ykkur aefinlega til storskammar. Jon reynir nu af veikum maetti ad vinda adeins ofan af tvi en tad var ekki nog. Ekkert annad en bidjast afsokunar i tvi mali og vidurikenna algjor mistok.

4. Utanrikispolitik Framsoknar fra tima HA hefur einkennst af algerrri tjonkun vid BNA og tid erud eins og taglhnytingar haegri Sjalfstaedismanna. Meira segja i Sjalfstaedisflokknum hafa komid fram menn sem vilja sveigja af tessu aumkunnarverda tjons hlutverki, en tid hafid tagad.

5. MAnnaradningar og bitlingaveitingar i anda helmingaskipta. Ver einir radum. Tetta hefur folk marsinnis skynjad ad tid i skjoli Sjalfstaedisflokksins reynid endalaust ad koma ykkar folki i stodur og utvega teim bitlinga og ahrif. Tetta hefur verid alltof aberandi.  Til daemis frettastjoramalid sem var hneyksli og ykkur og fyrrverandi utvarpsstjora til skammar.

6. Skortur a lydraedi og umburdarlyndi af halfu flokksforystunnar innan flokksins. Ef allir lutu ekki i lotningu forystu og skodunum formannsins (HA) i einu og ollu og hans innstu valdakliku var bara reynt, leynt og ljost ad setja ta utaf sakramenntinu. Slikt a ekki ad lidast i nutimanlegum stjornmalaflokki i lydraedisriki a 21 oldinni.

7. Sidan hvernig formadurinn HA kom fram tegar forseti Islands visadi fjolmidlafrumvarpinu til tjodarinnar. Tar reid valdhrokinn teim af HA og David alveg ad fullu. Tingraedid ofar lydraedinu ! Og tingflokkurinn steintagdi.

Sidan bara almennur dodi og tjonkunn vid Sjalfstaedisflokkinn. Valdhroki og valdatreita.

Eg held ad Framsokn hafi enn eitthvert erindi vid Islensk stjornmal en ta turfidi ad gera upp arfleifd Halldors i flokknum og beina flokknum aftur inna braut tjodlegrar felagsyggju. Formadur ykkar nuverandi er nu heilmikd ad reyna ad tonglast a tessu nuna en tad er bara of seint. Tad verdur tvi ekki vid hann sakast to kosningaosigur ykkar framsoknarmanna verdi stor a vori komanda. En tid hafid ta naestu 4 ar til ad gera upp fortidina og sleikja sarin og komid bara tviefldir naest. Ta getur verid ad tid verdid truverdugri, aldrei ad vita folk er svo fljott ad gleyma i politik.

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 16:57

11 identicon

3. Studningar vid Iraksstridid.

Afsakid en i numer 3. her ad ofan kemur tad ekki fram ad tad var STUDNINGUR YKKAR FRAMSOKNARMANNA VID IRAKSSTRIDID, sem att er vid.

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 17:08

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alveg dæmigert vinstrabull Guðlaugur. Hvað væri okkar þjóðfélag
á vegi statt í dag ef t.d Vinstri-grænir hefðu ráðið för? Hvað hefði
orðið af ÖLLUM HUNDRUÐUM MILLJÖRÐUNUM sem ríkiskassin hefur
fengið með sölu ríkisfyrirtækja á s.l árum? Og hvað hefði orðið af
ÖLLUM TUGU MILLJÖRÐUNUM sem nú koma ÁRLEGA í ríkiskaassan af skatttekjum þessara fyrirtækja. ?

  Ef vinstrimennskan hefði ráðið för væri klárlega ríkjandi meiri-
háttar stöðnun, kreppa, eymd og volæði, í stað meiriháttar
hagvaxtar og útrásar sem kemur þjóðarbúinu og landsmönnum
öllum til góða.

  Já maður fer bara í illt skap að heyra svona vinstrisinnað
kjaftæði!

  Hitt er rétt að Íraksstríðið var meiriháttar MISTÖK og sem
Jón Sigurðsson hefur viðurkennt.
 


Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.3.2007 kl. 17:32

13 identicon

Það lagar ekki málastað Framsóknarflokksins til þjóðnýtingar að vitna í nafnlaus skrif Morgunblaðsins.Skrif sem eru þess efnis að höfundurinn skammast sín fyrir að setja nafn sitt undir þau.Morgunblaðið skrifar sig ekki sjálft.Nafnlaus skrif í Morgunblaðinu ber að fordæma, rétt eins og nafnlaus skrif manna á öðrum miðlum og eru þau nú á tímum hvergi liðin hjá siðuðu fólki.Það var höfundurinn nafnlausi á Morgunblaðinu sem fann upp orðið ,,þjóðareign á auðlindinni´´ af því hann vildi fela sinn raunverulega hug sem er að þjóðnýta fiskimiðin,að þau verð skráð ríkiseign.

Sigurgeir Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 20:01

14 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Bjarni bróðir.

Ekki hlusta á Steina Briem. Hann er sníkjubloggari sem nennir ekki að blogga sjálfur, heldur sníkir blogg hjá öðrum. Svo er hann vinstri grænn segir Pétur Gunnarsson mér. 

Svo sé ég að sníkjubloggarar úr Sandgerði hafa litið við hjá þér líka!

Prósentur koma þér ekki við. Prómill kannski, og þó ekki. Þú lætur okkur hinum eftir drykkjuna.

Ég og þú með uppbrettar ermar, verðum ósigrandi! Og verðum bæði með skrifstofur í Austurstrætinu næstu fjóra vetur.

Believe me!

Helga Sigrún Harðardóttir, 18.3.2007 kl. 00:38

15 identicon

Ég stend í þeirri meiningu að frambjóðandinn Bjarni Harðarson sé að bjóða fólki að gera athugasemdir við skrif sín og hugmyndir um stefnu sín í þjóðmálum.Ég stend í þeirri trú þangað til annað kemur í ljós, og fæ ekki séð að það komi sníkju frambjóðandanum Helgu Sigrúnu neitt við.En ég óska eftir að fá að sjá og vita og heyra meira um stefnu hennar í þjóðmálum ef hún ætlast til þess að ég og aðrir kjósum hana til setu á Alþingi

Sigurgeir Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 09:49

16 identicon

Ég hef aldrei skilið hvernig stríð úti í heimi getur verið kosningamál á Íslandi.  Meint andstaða íslensku þjóðarinnar við þetta stríð er náttúrulega alveg merkingarlaus.  Ef Gallup hringir í fólk og spyr "Ertu fylgjandi Íraksstríði eða á móti því?", eru þá margir sem svara "Ég er mjög fylgjandi því.  Reyndar er ég bara fylgjandi stríðum yfirhöfuð og finnst vera of lítið af þeim."  eða "Nei, ég er á móti stríði í Írak.  Ég er líka á móti stríði í Súdan og í Úganda.  Einnig er ég ekki sáttur við stjórnarhætti í Kína og vill að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hætti að styðja þá."  Þessi umræða er bara þvæla.

Varðandi gríðaróréttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi þá þætti mér gaman að vita hvaðan tölur um 70% andstöðu þjóðarinnar við kvótakerfið koma?  Mér hefur einmitt virst vera frekar stuðningur við kvótakerfið á Íslandi en hitt, sem sést best á því að Frjálslyndir eru örflokkur og þegar Samfylkingin byrjaði að taka undir röflið í þeim um að fikta í kvótakerfinu fyrir síðustu kosningar minnkaði fylgi hennar verulega...En það hafa kannski verið þessi blindu 30% sem vilja að fiskiðnaður landsins sé rekinn með hagnaði sem yfirgáfu Samfylkinguna þá. 

Máni (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband